Fullt að gera

Það var mikið að gera hjá mér í gær. Tounge Ég byrjaði að heimsækja Tótu vinkonu mína í Rvk. Fór þaðan um rétt fyrir tvö fór ég á flugstöðina í Keflavík að taka á móti Gullu vinkonu og manninum hennar honum Steina. Myndir 104Þau eru að flytja frá Danmörku, ég fór með þau í íbúðina í Grafarholti sem þau voru að kaupa. Þau höfðu aldrei komið inn í hana áður, bara séð myndir af henni á netinu. Dóttir þeirra hún Þórdís fór og skoðaði hana fyrir þau. Þeim fannst soldið skrítið að fara inn í íbúð sem þau voru búin að kaupa en aldrei séð. Hún er alveg ný sýningaríbúð, og fengu þau hana með öllum eldhústækjum. Smá bónus þar. En íbúðin er mjög smart.

 

Þarna er ég og Sigrún á leið til Búdapest s.l. haust með kvenfélaginu í Biskupstungum

Kvenfélag Búdapest 2006 009Hitti Sigrúnu vinkonu mína frá Engi kl: 17 hjá kirkjunni í Fossvogi. Þar ætluðum við að vera aukaleikarar Cool í framhaldsmynd sem Stöð 2 ætlar að sýna í haust. Einhver glæpon mynd.Police Um daginn fór ég líka og var að leika menntaskólakennara:Wink Hún Linda gleymdi að hringja í mig og segja mér að upptökunum hafi verið seinkað til hálf sjö. Ég og Sigrún fórum upp í Perlu og fengum okkur súpu og salat á meðan við biðum. Sigrún gat ekki beðið og fór heim. Mér finnst voðalega gaman að vera svona aukaleikari (gamall draumur að verða leikari) maður kynnist fullt af nýju fólki. Frábært fólk sem vinnur að gerð þessara myndar, ég var í Stelpunum í síðustu þáttaröð og var það líka æði. kannski stefni ég bara á Óskarinn.oscars_ceremony_posters_79Grin


Down heilkenni

Var að horfa á restina af "Fyrstu skrefin" sem var endursýndur í dag um fólk með Down Syndrome börn.  Árið 2003 varð dóttir mín fyrir þeirri reynslu að þegar hún fór í 20 vikna sónar, kom í ljós að barnið hennar var heilalaus og að það vantaði á hann helminginn af höfuðkúpunni. Barnið var auðvitað ekki lífvænt og henni var ráðlagt að fæða barnið. Tómas Sebastian fæddist andvana eins og spáð var, lítill fallegur drengur sem ég hélt á í fanginu og grét yfir því að fá ekki tækifæri til að fá að sjá hann lifandi og alast upp í faðmi fjölskyldunnar.Frown Hann var jarðaður hjá langafa sínum honum Guðbergi. Nokkrum mánuðum seinna varð dóttir mín aftur ófrísk. Henni var ráðlagt að fara í 12 vikna sónar til að athuga hvort þetta barn væri með sama galla. Ég fór með henni upp á Landsspítala til að fara í sónar. Okkur var sagt að það kostaði  um 6.000 kr. að fara í sónar. okkur fannst það skrítið og spurði af hverju það væri svona dýrt. Eruð þið ekki að koma í hnakkamælingu". Við horfðum hvort á annað  og spurðum hvað það nú væri. "Til að athuga hvort barnið væri með Downs Syndrome". Dóttir mín horfði á konuna og sagði. " Down Syndrome"? Mér er alveg sama þótt barnið sé Down Syndrome. Bara að það fæðist með heila. Það er skemmst frá því að segja að hún fór ekki í hnakkamælinguna.corey

 

 

ricksea

Ég átti heima í Blesugróf og ólst upp með fólkinu á Bjarkarási. Það voru margir Down Syndrome og það eru alveg frábært fólk, kærleiksríkt og lífsglödd. Það er margt sem við getum lært af þessu fólki. Þegar ég var unglingur vissi ég að ég ætti eftir að eignast barn sem var aðeins öðruvísi. Ég var eiginlega viss um að það yrði Down Syndrome, og kveið sko ekki fyrir því. Átti fjögur börn og var alltaf jafn hissa þegar þau fæddust heilbrigð. Down Syndrome börn eiga sérstakan stað í hjarta mínu, og langar mig barasta að knúsa þau þegar ég sé þau. En það yrði soldið pínlegt ef einhver léttgeggjuð kona mundi bara ganga að því og kyssa og knúsa það bak og fyrir.  

Erum við að reyna að búa til gallalaust samfélag með því að koma í veg fyrir að börn sem ekki eru alveg heilbrigð (að okkar mælikvarða) fæðist í þennan heim? Hvernig heimur yrði þetta þá, ég mundi segja."Boring heimur".

sean3mos


Siv Friðleifs sem formaður

Jæja þá er helgin búin. Kvenfélagið sá um jarðarfararkaffi á föstudaginn . Maður er búin eftir svona törn , það var pantað kaffi fyrir 500 manns og komu í þetta skiptið 340 manns. En þetta er samt mjög skemmtilegt að stússast í þessu, sérstaklega þegar aðstandendur eru ánægð með það sem við gerum. Enda ekki til flottari kaffi en hjá okkur kvenfélagskonum í Biskupstungum.Wink Vaknaði í snjókomu í morgun, hmm líst ekkert á það, en allt farið núna.

Er að hugsa um Framsókn og hvað verður næst gert, maður er svona alveg að gefast upp ef það verður ekki tekin skynsamleg ákvörðun á næstunni. Jón á bara að segja af sér og Guðni taka við tímabundið sem formaður og síðan að kjósa  nýjan formann á næsta flokksþinginu. Mæli með að fólk kjósi Siv, sjá hvort hún geti ekki híft flokkinn upp, ef að hún getur það ekki þá getur það enginn. Birkir er of ungur og óreyndur í þetta starf. Það er ekki hægt að ganga framhjá Siv í þetta sinn, hún fékk mjög góða kosningu síðast þótt hún hafi ekki sigrað. Varaði við að ef Jón yrði kosinn yrði það til að ganga frá flokknum dauðum. Var ekki langt frá því. Hef ekkert persónulega á móti honum, en Framsóknarflokkurinn þarf að breyta um ímynd. Tek ekki mark á skítkasti því sem fólk hefur verið að blogga um Siv hér. Hún hefur staðið sig vel og á hrós skilið.


Dónaskapur á Josh Groban tónleikum

Myndir 010Fór á tónleika með Josh Groban í kvöld. Frábærir tónleikar, hann var æðislegur, en það var eitt sem að skyggði á. Ég var að taka myndir eins og nokkur hundruð manns voru að gera, þegar starfsmaður tónleikanna, lítill og ljóshærður kemur til mín og öskrar á mig um að hætta að taka myndir. Ég spurði hann af hverju, hann sagði mér að það væri bannað að taka myndir, nú sagði ég hvar stendur  það, ég hef ekki séð það neins staðar. Það stendur á miðanum sagði hann þá, ég sagði það standi ekki á miðanum, þú skalt bara gera eins og þér er sagt öskraði hann. Hann var mjög dónalegur og æstur. Hann fer svo upp að veggnum og starir á mig ég stari auðvitað á móti, kallar hann þá á aðra starfsmenn þarna og byrjar að benda á mig. Ég stend upp og spyr hvað væri eiginlega um að vera, þegar ég kem að honum heyri ég hann segja starfsmönnunum að ef ég tæki myndir þá ætti að taka myndavélina af mér. Ég horfði hissa á hann og spurði af hverju allir mættu taka myndir nema ég. (Dóttir mín sat við hliðina á mér og var að taka myndir en hann sagði ekkert við hana.) Þá sagði hann mér að ég ætti að koma fram með honum og að hann myndi borga mér miðann til baka. Ég hristi bara höfuðið og gekk í burtu. Hann kallaði fleiri starfsmenn til sín og hélt áfram að benda á mig.Police Þetta er auðvitað lögreglumál.

Mér finnst ekki við hæfi að maður sé að borga offjár til að fara á tónleika og búin að bíða spennt eftir þeim í margar vikur og svo er allt eyðilegt fyrir manni vegna þess að starfsmaður tónleikanna er ekki í andlegu jafnvægi. Það er alveg óviðunandi að það séu starfmenn þarna sem eru ekki starfi sínu vaxnir og auðsjáalega á í einhverju geðrænuvandamáli. Komið var fram við mig eins og ég væri hryðjuverkamaður.

Fólk sem sat í kringum mig komu til mín og spurðu hvort hann hafi virkilega bannað mér að taka myndir þegar allir aðrir voru að því í kringum mig.

Ég reyndi auðvitað að leiða þetta atvik hjá mér en skaðinn var skeður, og dóttir mín var reið alla tónleikana. Á maður von á svona framkomu í framtíðinni á tónleikum á vegum Concerts? Ja ef það verður raunin sleppi ég því að fara.Myndir 011

 


Josh Groban og Jóhann Helgason

Sá í Kastljósi part af viðtali við Jóhann Helgason og Magnús Kjartansson um lagið sem Josh Groban syngur" You raise me up" um að það væri svo líkt lagi eftir Jóhann að það væri stolið. Hvaða bull er þetta, þau eru ekkert lík þessi lög. Það getur nú alltaf komið fyrir að það séu sömu nótur notaðar í sum lög enda ekki skrítið þegar það eru svo mörg lög í heiminum. Mér finnst að hann eigi bara að láta þetta eiga sig. Ekki fæ ég gæsahúð þegar Josh Groban syngur þetta lag af því að það sé svo líkt lagi Jóhanns, heldur af því að þetta er bara frábært lag og flutningur hjá Josh, og bíddu af hverju er þetta að koma upp á yfirborðið núna. Það er búið að vera að spila þetta lag í 4 ár. Maður fer að halda að þetta sé bara til að hafa fé af Josh. Angry  Þetta lítur mjög hallærislega út.

Hvað með það, ég er dyggur aðdándi Josh og er að fara á tónleikana í kvöld. Hlakka ekki smá til.Josh Groban


Komin aftur á bloggið

Wink Jæja, fólk hefur verið að spyrja mig um Begga og af hverju ég hafi ekki skrifað svo lengi. Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér og hef ekki gefið mér tíma til að skrifa. Ég veit að þetta er bara afsökun. Ég er búin að sakna þess að skrifa ekki og hef oft hugsað, já ég verð að skrifa þetta á bloggið mitt. Ég er búin að breyta um snið, og vonandi líkar ykkur það.

Begga gengu voðalega vel í skólanum og kennarinn er mjög ánægð með hann, fólk er alltaf að segja hvað hann sé rosalega kurteis, fór með hann í klippingu í síðustu viku og konan sagði að hann væri kurteitasti strákur sem hann hefur hitt. Hann fékk ný lyf sem hjálpa honum að ná tökum á kvíðanum og hef ég sé miklar breytingar á honum eftir það. Nú þorir hann að vera einn heima og er ekki að hringja í mann í tíma og ótíma. Svo að allt lítur betur út. Hann er búin að fá vini sína aftur til sín.

Ég breytti nafninu á forsíðunni á blogginu af því að nú ætla ég að fara að skrifa um allt sem mér dettur í hug.Afmæli Stelp og skírn Begga 028        

 Hér er Beggi flott klæddur enda er hann ný búin að skírast.Afmæli Stelp og skírn Begga 031Það vildi svo illa til að þegar búið var að skutla mér í kirkjuna, og Jón og strákarnir á leiðinni að ná í múttu mína þá lentu þeir í árekstri. Þeir biðu á rauðu ljósi þegar jeppi kom á fleygiferð aftan á þá og bíllinn þeyttist marga metra fram, sem betur fer slapp kona með barnavagn sem var nýbúin að fara fram fyrir bílinn hjá þeim. En bíllinn var allur klesstur að aftan og kakan sömuleiðis sem  átti að vera í skírninni. Jón hringdi og sagði að það yrði að fresta skírninni ég hélt nú ekki. Fékk Ólu vinkonu að skutla mér á slysstað skreið aftur í skottið á klessta bílnum mínum og náði í kökuna og kjúklingaréttinn. Sem betur fer var þetta allt vel pakkað inn , svo að ég sópaði bara glerbrotunum af óg fór með þetta inn í bíl hjá vinkonu minni. Kíkti inn í lögreglubílinn og lét kallinn minn vita að áfram ferður haldið með skírnina, ég læt nú ekki svona smá muni stopp mig. Þeir slösuðust sem betur fer ekki en voru í smá sjokki. Jón og Beggi fengu kúlu á hausinn, en þeir sluppu furðulega vel.


Hefði getað lánað henni sarí

Ég keypti brúðarsarí á Indlandi á síðasta ári,( mig langaði svo í hann af því að hann var svo flottur, vissi ekki að hann væri brúðarsarí)  ég hefði alveg getað lánað henni minn í staðinn fyrir að eyða öllum þessum peningum í eitt brúðardress, síðan hefði hún getað varið peningunum í eitthvað uppbyggilegra hluti, eins og að láta mig hafa eitthvað  af þeim svo að ég gæti byggt dagheimili fyrir krakkanna í Bauri para þorpinu á Indlandi. Þvílíkt bruðl.Shocking
mbl.is 8,3 milljóna króna brúðarskart Elísabetar Hurley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Argh... ég er reið

Stundum veit ég ekki alveg hvað er í gangi. Maður er búin að vera þarna í bænum í fimm vikur, búin að leggja á sig til að hjálpa stráknum, og skólinn eða réttara sagt skólastjórinn er bara með stæla. Ég hafði sagt henni að Beggi kæmi í skólann líka á miðv-föstudags. Hún hringdi í mig í gær og sagði að hann mætti ekki koma í skólann á miðvikud og fimmtud. Ég spurði hana hvort hún ætlaði ekki að fara eftir því sem BUGL er að ráðleggja. Hún sagði bara að þetta væri útrætt mál. Hún sagði að hann væri velkominn á föstudaginn. Hvað er þetta annað en bullandi fordómar. Þetta er nú ekki alveg heilbrigt.

Hún sagði að hann væri búinn að vera svo stutt á BUGL. Hvað á hún eiginlega með því?  Hún á auðvitað engann rétt á að koma svona fram. Strákurinn á rétt á því að fara í skólann eins og önnur börn. Svo að núna er ég bara bullandi reið.

Þrír starfsmenn frá BUGL eru að fara í skólann á morgunn til að funda með starfsfólki. Hann fer á þriðudaginn til taugalæknis út af Tourette einkennunum. Það verður svo skólafundur næsta miðvikudag og hann útskrifast annað hvort þá eða föstdaginn í næstu viku, vonandi verður það miðvikudag því ég er með stóra veislu á laugardaginn


Beggi í skólann

Kisur og Hlynur 028

 Beggi og Hlynur:Cool

Jæja ég er nú ekki horfin af yfirborði jarðar. Þetta er búið að vera erfitt og mér hefur ekki liðið nógu vel. En vonandi er þetta allt á uppleið. Ég var ekki hrifin af aukaverkunum af töflunum og bað læknirinn að taka hann af þeim, hann varð bara pirraður og leiðinlegur af þeim. Hún ætlaði að setja hann á aðrar töflur í kvöld, en á miðvikudaginn sagði Beggi mér, að honum hafi liðið vel þann dag. " Oh gosh". Ég spurði hann hvað hann meinti með því. Hann sagðist vera  þolinmóðari. Æ ég sver það, hvað á maður að gera. Ég talaði við læknirinn á BUGL og sagði henni hvað Beggi hafði sagt, og hún ákvað að hafa hann á töflunum sem hann var á fram yfir helgi og sjá svo til. 

Ætlunin var að hann hefði farið í skólann í dag ( sem hann gerði) og aftur á mánudaginn , í svona klukkutíma. Hann átti svo að fara á BUGL á þriðjudaginn og aftur í sinn skóla á föstudaginn næsta. Læknirinn hringdi svo í morgun og sagði að það væri búið að gera breytingar. Hann kæmi aftur á BUGL á þriðjudag en færi svo miðv. fimmtd. og föstudag í sinn skóla. YESSSSS. Þá þarf ég ekki að vera yfir nótt í Reykjavík. Ég er svo hamingjusöm.Smile
 

Það gekk vel í skólanum í morgun, ég var hjá honum í smátíma og fór svo í heimsókn upp á skrifstofuna þar sem ég vann áður. Hlynur vinur hans ú bekknum hans kom til hans eftir skóla og er að leika við hann núna. Svo að ég vona að hann komist fljótt aftur í vinahópinn. Strákarnir í bekknum tóku vel á móti honum og kennarinn var alveg yndisleg við hann. Ég veit alveg að þetta er erfitt fyrir hana, sérstakelga eftir allar sögurnar sem hún hefur heyrt, en Beggi er alveg yndislegur strákur þótt hann eigi við þessa erfiðleika að stríða. Ég vona bara að allt gangi vel í skólanum. Ég er sjálf kvíðin fyrir því, þetta er búið að vera mikil barátta.

Kettirnir og hvolpurinn eru alltaf svo glöð að sjá okkur þegar við komum heim. Læt fylgja myndir af þeim.

 Kisur og Hlynur 004             Kisur og Hlynur 014    

 Rossi ( þessi guli ) er með aðeins 3     Rómeó er eins og varðhundur    

fætur. Kleópatra var villikettlingur        ver húsið fyrir öðrum hundum

sem ég tók að mér. 

 Kisur og Hlynur 022         Tanja

Herkules fer stundum í fýlu og hverfur        Prinsessan á heimilinu er Tanja.

í nokkra daga.

 Kisur og Hlynur 008

Roberto er töffari 


Skólafundur

Í gær var skólafundur með þeim á BUGL og þremur einstaklingum frá skólanum. Hann gekk bara vel. Þeir á BUGL vildu að hann byrjaði að fara í skólann í heimsókn, hann fer föstudaginn eftir viku, ég hefði viljað að hann færi á morgun, en whatever. Hann tók þessar nýju töflur í gær en hann var svo þreyttur og slappur af þeim að hann hékk valla uppi. Ég hata þessar töflur. Þetta eru aukaverkanir sem geta varið í nokkrar vikur, ég bað um að hann tæki þær á kvöldin svo að hann finni ekki fyrir þreytunni eins mikið á daginn. Það verður reynt í kvöld.

Í gærkvöldi var fjölskyldukvöld á BUGL. Beggi var svo þreyttur af lyfinu að hann gat ekki tekið þátt. Amma hans kom með okkur, og vorum við að mála. Beggi sofnaði um leið og hann kom heim upp úr átta og ég stuttu seinna, ég hafði bara sofið í fjóra tíma um nóttina. 


Beggi á lyf

Jesus hugsVar á fundi í morgun niður á BUGL með lækninum, hún vill endilega setja Begga á lyf til að hann geti betur einbeitt sér í skólanum þegar þar að kemur. Æ.... mér finnst lyf leiðinleg, ekkert rosalega ánægð með það, en það verður samt að vera, hann er búin að reyna nokkur sem hafa ekki virkað sem skildi, ég varð að taka hann af strattera þegar við vorum á Indlandi af því að það virkaði þveröfugt á hann. Sjáum hvernig gengur með þessar.

Maður er farin að þykja svo vænt um börnin þarna niður frá, það er meira að segja erfitt fyrir mig þegar þau eiga erfiðan dag og ég er vitni af því. Langar bara að knúsa þau og gráta með þeim, og segja þeim hvað þau eru æðisleg, því þau eru ekkert annað en það. Geta ekki af því gert hvernig þau eru.

Það er skólafundur á morgun. Það á að fara að gera klárt svo að hann geti farið í smátíma í skólann sinn, kannski á föstudaginn eða í næstu viku. Hann verður að minnsta kosti á BUGL þessa viku og næstu, ef allt gengur vel. Fer eftir hvernig lyfin virka á hann. 

Pabbi hans og Edilon bróðir hans komu og voru með honum í hálf tíma í dag og voru að spila billjard, þarf að kaupa svoleiðis borð þegar ég verð rík, hann kann svo vel við sig að spila. 

Gaman að sjá hvað kemur út úr þessum skólafundi á morgunn. 

 

 


Lífrænar gallabuxur og jólaskraut

bootcut-front-200dpi

Fór í Kringluna í síðustu viku til að kaupa mér gallabuxur, sem er ekki frásögu-færandi, nema að þegar ég var búin að máta um fimm buxur ákvað ég að ein þeirra passaði bara vel á mig og ákvað  að kaupa þær. Þegar kom að því að borga þær, leit afgreiðslustúlkan á mig mjög alvarlegum á svip og sagði" Þú veist að þær eru lífrænar".

Það kom nú á gömlu og spurði ég hvað það þýddi nú að eiga lífrænar gallabuxur." Jú" svaraði afgreiðslustúlkan, " það er nú þannig að bómullinn sem buxurnar eru gerðar úr eru lífrænt ræktaðar"."Almáttugur" hugsaði ég "ekki ætla ég að borða þær". Ég á nú vinkonur sem eru að rækta lífrænt grænmeti og hef ég oft keypt þannig vörur, en aldrei átt lífrænar gallabuxur. Kannski að þetta sé það sem koma skal. Allt lífrænt, líka fötin. Jæja það fer að minnsta kosti vel með jarðveginn.

Annars er ég í kjallaraíbúðinni minni á Grettisgötunni og föndra jólaskraut. Já ég meina það. Kallinn er nú alveg viss um að ég sé búin að tapa glórunni. Hann átti ekki orð yfir því að ég skuli vera að föndra jólaskraut í febrúar. "Halló" ég missti af jólunum, fór til Indlands, fékk meira að segja bara að borða pasta með tómatsósu á aðfangadag. Ég er nú bara í smá sjokki að hafa misst af þeim, og er að reyna að bæta mér það upp. Fólkið í föndurbúðunum horfa á mig með furðusvip þegar ég kaupi jólaföndrið. "Hey" það er alltaf gaman að vera svolítið öðruvísi.

En nei, nei, að öllu gamni sleppt er ég að búa til jólaskraut til að selja fyrir næstu jól. Ég er með fjáröflun fyrir dagheimilið á Indlandi sem ég ætla að byggja.Ég er að búa til litla hjartapoka úr fíltefni sem ég fylli svo með heimatilbúnu súkkulaði/karamellu konfekti, mmmm......æðislega gott, tilvalið að gefa vinkonu sínum í litla jólagjöf. Ég er líka að skrifa litla uppskriftabók með konfekt, múffins og smáköku uppskriftum. Svo að þetta er allt fyrir gott málefni. Maður má nú vera  talin biluð ef það er fyrir gott málefni.DSC05635

 Er þetta ekki bara nokkuð sætt. DSC05637

 


Dagurinn í dag

     Það var gott að komast heim um helgina. Beggi fór með vini sínum frá BUGL með sér og gekk allt mjög vel, þeim kemur mjög vel saman. Lögðum ekki af stað í bæinn fyrr en í morgunn. Vissi að ég átti að mæta á fund í morgunn, hélt að það væri um níu leytið en reyndist svo vera kl: 8.00, svo að ég missti af því. Ákváðum að slá tveimur fundum saman í fyrramálið í staðinn, fundur svo aftur á miðvikudag með skólanum hans. Læknirinn er að pæla að setja hann á einhver lyf, það sem hann hefur reynt hingað til hefur ekki haft góð áhrif á hann.

Samverustundin okkar var í dag í hálftíma, ég kom um hálf sex, og byrjuðum að spila, hann var eitthvað þreyttur og pirraður, svo að við hættum og fórum heim. Á morgun ætlar pabbi hans og bróðir hans, hann Edilon að vera í samverustund með honum. Hann verður búin að vera í þrjár vikur á morgunn. Er orðin soldið þreytt á að vera að heiman.


Var Mozart með Tourette?

 

 220px-Wolfgang-amadeus-mozart_1

 

Vangaveltur hafa verið uppi hvort Mozart hafi verið með Tourette. Þetta staðhæfir breska tónskáldið James McConnel sem sjálfur er með Tourette heilkenni.

Það er mjög athyglisvert að lesa grein sem Tourette samtökin hafa birt (sjá hér til hliðar í tenglum "Vef Tourette samtakanna"). 

Margt af þessu á við um Begga, og líður manni betur eftir að lesa þessa grein, vitandi að þessar lýsingar sem lýst er, á við þennan sjúkdóm, en að hann sé ekki geðveikur, einsog ég heyrði eina manneskju segja í haust, eða uppeldið að kenna hjá okkur hjónunum eins og ég heyrði líka. Ég er þakklát að það skuli vera búið að greina hann. Þetta er taugasjúkdómur og eins og hjúkrunarfræðingurinn sagði, ætti hann ekki að vera á BUGL en það sé ekki til nein sérúræði fyrir börn með taugasjúkdóma. En það fer vel um hann á BUGL, og er ég þakklát fyrir þá stofunun. 


Gengur vonum framar

Ég er loksins búin að fá tölvuna mína úr viðgerð, þess vegna hefur ekkert heyrst í mér í nokkra daga.

Annars gengur rosalega vel með Begga. Þau sögðu að það væri nú leiðinlegt fyrir mig að þurfa að hafa hann þarna inni, en að þeim finnst svo skemmtilegt að hafa hann.Wink  Hann er kominn með stafinn "A". Hann hefur ekki fengið einn einasta fýlukall, svo að hann er bara fyrirmyndar barn.

Þau ætla að koma því þannig fyrir að hann lendi í aðstæðum eins og t.d. í skólanum heima hjá sér, til að kenna honum að takast á við þær. Hann kemur oft heim með einhverja speki sem að hann hefur lært hjá þeim, og hann er duglegur að fara eftir þeim.

Hann var hjá sálfræðingi í gær, veit ekki ennþá hvernig það gekk, fæ að vita það fljótlega. Einn vinur hans ætlar með honum heim í sveitina  og ætlar að vera hjá okkur um helgina.

Í gær var Beggi og nokkur önnur börn með galdradót og sýndu hinum börnunum og starfsfólki galdur. Beggi fékk að fara í sund í gær, og í dag verður farið í nammi leit í fyrirtæki. 

 

anim7

 

"WE must live with the person

we make of ourselves". 


Siv Frðleifsdóttir flott hjá þér

Það var gleðidagur á BUGL í gær þegar Siv Frðleifsd.mætti á staðinn og tók fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu. Þetta er frábært framtak hjá henni Siv, og er ég viss um að fólk er henni þakklátt sem þurfa á aðstoð að halda vegna barna sinna, og sem þurfa á aðstoð að halda á BUGL. Ég tala ekki um starfsfólkið sem fær meira rými við þetta frábæra starf sem er unnið á BUGL. Við mættum aðeins of seint í skóflustunguna, en Siv var nú aldeilis tilbúin að endurtaka leikinn fyrir okkur og vildi hún hafa Begga með sér til hjálpar eins og myndirnar bera vitni. Þú ert hetjan okkar Siv. Húrra fyrir þér.Grin
 
 BUGL 015
bugl

Gömul mamma

 

 penguin_hop_av

 

Þegar ég náði í Begga  niður á BUGL í dag um tvö leytið, sagði hann að hann ætti elstu mömmuna þarna, Blush
ég  er nú ekki það gömul að hann þyrfti nú ekki að taka þetta fram, ég var nú bara nokkuð svekkt, ég sem á börn sem eru að fara fram úr mér í aldri, ég er nú alltaf tuttugu, reyndar sagði einn strákurinn niður á BUGL að ég væri svo skemmtileg, Yesssss.Tounge Svo að aldur skiptir nú ekki svo miklu máli, sagði  við hann að kannski væru vinir hans  á BUGL elstir af systkinunum, en hann væri yngstur hjá okkur.

Í gær nennti ég ekki að mála mig áður en ég skutlaði honum niður eftir, setti bara á mig maskara og varalit. Við komum aðeins við í apóteki á leiðinni, á leiðinni út tók hann eftir því að ég var ekki máluð." Mamma skammastu þín ekki fyrir að vera ómáluð" (Ég læt aldrei sjá mig ómálaða út á götu, já ég veit að þetta er hegómi, so what). Seinna um daginn þegar ég var niður frá og við vorum að spila með öðrum krökkum og starfsfólki, þá sagðist hann ætla að segja þeim leyndarmál mín, ég sagðist ekki eiga nein leyndarmál sem að hann vissi um. Þá stökk hann upp úr sófanum og sagði öllum að ég hafði ekki málað mig áður en ég fór út í morgun. Það var auðséð að þetta hafi hvílt þungt á honum síðan um morguninn.Undecided

Góða helgi.

404

 

 


Einelti

BanditTvö af fjórum börnum sem ég á hafa orðið fyrir einelti í þremur skólum. Ég hafði strax samband við kennara og skólastjóra þegar ég frétti af þessu og brugðust þær skjótt við og töluðu við krakkana.

Ég fékk þá hugmynd þegar þetta gerðist fyrst, að ég skildi bjóða gerendunum heim í pizzu og video, ekkert tala um eineltið heldur hafa það skemmtilegt. Krakkarnir komu í öll skiptin og skemmtu sér vel, og "whola" ekkert einelti eftir það. Eitt skiptið var ég að segja frá þessu, þegar unglingur hafði orð á því hvernig ég gæti boðið krökkunum heim sem voru búin að pína börnin mín svona. Ég sagði við hann að börn væru bara börn og stundum vissu þau ekki hreinlega hvað þau væru að gera. Engin börn eru fullkominn, og stundum þurfa þau bara smá væntumþykju og athygli.


Fundur á BUGL í morgun.

 Á ekki orð yfir hvað er frábært fólk á BUGL.

Mætti á fundi í morgun á BUGL til að ræða hvernig gengi með Begga. Ég talaði um að hann væri svo hreinskilinn og segði það sem honum býr í brjósti. Ekki alltaf við þær kringumstæðum sem maður óskaði eftir, en svona er hann. Það eru margir sem að kunna að meta þennan eiginleika hjá honum.

Það sem kom þeim soldið á óvart er hvað hann sé tillitssamur og kurteis. Hann á mjög auðvelt með að koma tilfinningum sínum í orðum. Mér þótti vænt um þessar upplýsingar, það eru svo fáir sem reyna að koma auga á góðu og jákvæðu eiginleika hans. Mér finnst það liggja í augum uppi að ef "þessi" börn fá virðingu og hlýju frá öðrum, þá eiga þau mun auðveldara með að láta í ljós góðu hliðarnar. 

Beggi hefur verið stjórnsamur og hef ég mætt frekar neikvæðum skilning varðandi það, mér hefur verið sagt að hann færi frekja og vildi stjórna öllum í kringum sig. Hann hefur ekki oft komist upp með það heima hjá sér.  Það sem ég lærði í dag er að vegna þess að hann sé með kvíðaröskun, þá reynir hann að stjórna aðstæðum í kringum sig til að ekkert komi honum á óvart, og að hann sé að reyna að stjórna kvíðanum með þessum aðferðum. Vá!!!! frábært að fá að vita þetta. Þau koma svo með úrræði til að hjálpa honum varðandi þetta. Mér finnst þetta svo frábær staður þarna á BUGL. Fólkið er svo starfi sínu vaxið og frábært. Mig langar bara að knúsa þau öll. Heart Á örugglega eftir að gera það

.images

 

 


Dagurinn í gær

Var svo þreytt í gærkvöldi að ég nennti ekki að skrifa en hér kemur dagurinn. Það var soldið erfitt að vakna aftur um morguninn. En við drifum okkur á BUGL. Síðan fór ég heim og gerði ýmislegt í tölvunni, ég er orðin ansi háð henni þessari elsku, hún þarf að fara í viðgerð, hún er að detta í sundur, fer í næstu viku.

Fór í hádeginu til Tótu vinkonu, hún er að reyna að klára lokaritgerðina sína í sálfræðinni. Er orðin soldið þreytt, svo að ég fór til hennar svo að hún hafði góða afsökun til að taka sér hlé. Fór þaðan niður á BUGL og var þar í klukkutíma. Beggi var búin að fá leyfi að koma með vin sinn heim með sér.

Jón pabbi hans Begga kom niður eftir og var í smá tíma þangað til við fórum heim á Grettisgötuna, og strákarnir fóru í tölvuna, ég og Jón löbbuðum Laugarveginn, mjög rómantískt. Kíktum í nokkrar búðir og fórum á kaffihús, fengum okkur heitt kakó. Fórum upp á Grettisgötu og náðum í strákana, þaðan fórum við að sækja ömmu Begga og hittum Elínu systir hans á BUGL. Í gærkvöld var fjölskyldukvöld og má hvert barn koma með 5 fjölskyldumeðlimi með sér. Vorum búin að biðja Stebba bróðir hans Begga að koma líka en hann komst ekki vegna vinnu, kannski seinna. Fjölskyldukvöldin eru haldin aðra hvora viku.

Í gærkvöldi var spilað bingó, mjög skemmtilegt að koma saman og kynnast öðrum fjölskyldum, því við erum öll í sömu sporum og erum að glíma við álíka hluti. Jón fékk einn vinning sem hann afhenti Begga, þegar hann opnaði pakkann kom í ljós penniveski. Eftir bingóið var boðið upp á ís og ávexti.

Fjölskyldan dreif sig á KFC eftir á. Var orðin þreytt og sofnað i á meðan ég var að horfa á Jericho, svo ég veit ekki hvernig það endaði.Frown

 

The promise of a rainbow

is not found in cloud-free days 

but in the midst of the storm. 

 

 LightningAP130706_600x400

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband