Ný vika byrjuð

Vinnuhelgin er á enda og ég heima að þrífa og hugsa um hvolpakrílin. Á föstudags morgunninn var mér boðið í amerískar pönnukökur í boði Ellu Jack. Smá svinld auðvitað í megrunninni. En það voru góðar pönnukökur með ávöxtum.

Deildarhjúkrunarfræðingurinn kom að tali við mig á föstudaginn hún hafði áhyggjur af því að hún hafi ekki látið mig vita að ég ætti að vinna þessa helgi. En ég hafði séð það á vikuplaninu og hún var ánægð að ég var mætt á svæðið.

Hún sagðist ætla að láta mig á 6 vikuplanið. Hún sagðist vanta svo mikið starfmenn því það vantar 3 hjúkruarfræðinga í grúppunni minni. Hún sagði að ég ætti að láta sig vita ef næstu vikurnar væri of mikil vinna fyrir mig. Ég sagði auðvitað að engin vinna fyrir mig væri og mikil. Ætlar þú ekki að taka neitt frí...nei sagði ég ég fer kannski til Íslands í apríl :-) 

 Svo mikil vinna framundan sem betur fer.

 

Í vinnunni

 

 

 

 

 

 

 

 Í vinnunni.

 

 

 Hér í Noregi er allt mikið frjálsara með dýrin en á Íslandi. Hér koma strfsmennirnir með hundana sína í vinnuna. Svo að það er oft hundar að ráfa um deildirnar hjá okkur, sem ég er auðvitað mjög ánægð með :-) Þeir fara með hundana sín út um allt. Engin að væla undan köttum eða hundum hér....þeir eru bara partur af lífi fólks, hvort sem þeir eiga gæludýr eða ekki.

 

 

Jón skrapp til Íslands í 10 daga og er í faðmi fjölskyldunnar þar. Hann hefur ekki farið síðan í janúar í fyrra :-)

Beggi fór í skólann í morgun. Hann er á öðru ári í vélvirkjun honum líkar svo rosalega vel í skólanum hér í Noregi....allt annað en á Íslandi. Hér eru börn sýnd virðing af kennurunum. Allt gert til að þeim líði vel í skólanum. Svo að þeir sem að héldu að ekkert yrði úr stráknum höfðu heldur betur rangt fyrir sér. Hér gengur honum vel. Kennararnir eru altaf að hrósa honum og segja hvað hann er duglegur. Starfmaður í skólanum er að fara með hann að leita að vinnu með skólanum í dag....er spennt að sjá hvernig gengur :-)

Er búin að vera að svindla í megruninni í sumar..hafði þá afsökun að stelpurar voru hjá mér í sumar...en ég fitnaði ekkert bara stóð í stað en er byrjuð að missa kílóin aftur 12 kíló farin núna :-)

dscn0037.jpg Í Legolandi með Elisabeth og Victoriu.

Það er búið að vera mjög hlýtt hérna síðustu vikurnar. 25 stiga hiti í gær og hitinn að drepa okkur í vinnunni.

Finnst gæðin á myndunum eitthvað léleg....er samt með myndavél með 16 mega pixla.

Þanga til næst,

Margrét Annie

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband