Einelti

BanditTvö af fjórum börnum sem ég á hafa orðið fyrir einelti í þremur skólum. Ég hafði strax samband við kennara og skólastjóra þegar ég frétti af þessu og brugðust þær skjótt við og töluðu við krakkana.

Ég fékk þá hugmynd þegar þetta gerðist fyrst, að ég skildi bjóða gerendunum heim í pizzu og video, ekkert tala um eineltið heldur hafa það skemmtilegt. Krakkarnir komu í öll skiptin og skemmtu sér vel, og "whola" ekkert einelti eftir það. Eitt skiptið var ég að segja frá þessu, þegar unglingur hafði orð á því hvernig ég gæti boðið krökkunum heim sem voru búin að pína börnin mín svona. Ég sagði við hann að börn væru bara börn og stundum vissu þau ekki hreinlega hvað þau væru að gera. Engin börn eru fullkominn, og stundum þurfa þau bara smá væntumþykju og athygli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg frábær hugmynd hjá þér.  Og gott að fá hana fram hér til leiðbeiningar fyrir aðra.  Ég er með lítinn stubb sem er svolítið öðruvísi en flest börn, og er einmitt alltaf á verði gagnvart þessu vandamáli.  Hér er svona teymi sem fer í gang þegar slíkt kemur upp á.  En af hverju ekki að prófa eitthvað svona fyrst.  Takk fyrir að deila þessu með okkur hinum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2007 kl. 10:50

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta var gott hjá þér. Höfða til hins góða í fólki. Þetta líkar mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband