21.8.2012 | 07:11
Ikeaferð.
Er auðvitað bara frábær. Hringdi í Jón í morgun kl:8 til að spyrja hann hvort hann hafi séð skólaskóna hans Begga. Ekki frsögu færandi nema að ég hafi gleymt að hann væri á Íslandi og ég vakti hann kl: 6 að íslenskum tíma. Ekki í lagi með frúnna.
Í gær hringdi Ella Jack í mig og spurði mig hvrt ég þurfti að fara í Kristiansand. Ég sagðist þurfa í Ikea og kaupa 2 borð. Hún þurfti að ná í tölvuna sína. Við skruppum í Jula og ég keypti samfesting fyrir Begga sem hann þarf að nota í skólanum. Kom í ljós þegar ég kom heim að það var vitlaus samfestingur svo að ég þarf að fara aftur í dag og skila honum.
Ég og Ella fórum í Sörlandssenter og skoðuðum þar, fengu okkur salat á McDonalds og keypti hamborgara til að fara með heim til Begga sinn.
Við keyrðum í átt að Ikea komum að gatnamótum en ákváðum að þetta væri ekki rétti vegurinn upp að Ikea og keyrðum framhjá honum. Akkúrat þegar við keyrðum framhjá sáum við að þetta væri rétti vegurin .... Það verður örugglega hægt að keyra upp um næstu gatnamót......ye right.......þurftum að keyra 20 km þar til við gátum snúið við.....svo að þetta varð um 40 km langur snúnigur...hehehe...en við fengum bara smá bíltút út úr þessu.
Komum í Ikea, alltaf gaman að skoða og kaupa svo BARA smá...enda er þetta allt svo ódýrt Áttaði mig svo á því þegar við vorum að nálgast kassanna að ég hafði gleymt að kaupa borðin sem ég fór í fyrsta lagi í Ikea til að kaupa. Jæja við vorum ekki komin framhjá lagernum svo að við stoppuðum og náðum í borðin. Borðin kostuðu bara 130 kr. hver. Endaði með að ég borgaði 1000 kr. í IKea ætlaði bara að kaupa borðin...en svo vantar manni alltaf svo MIKIÐ Gott að eiga auka sængur og kodda, lök og kerti þegar maður fær heimsóknir.
Komum ekki heim fyrr en kl:20:00.
Ég losnaði við 600 gr í gær svo að ég er farin að grennast aftur. Þetta er svo frábær kúr sem ég er á. Tekur um 1 ár að fara í gegnum hann. Hann er franskur og virkar alveg magnað. Hann er ekki komin til Íslands. Það sem er svo frábær með hann að maður fitnar ekki aftur ef maður fer eftir öllum reglum. En samt má maður borða hvað sem er eftir að maður er búin með öll stigin. Mæli eindregið með honum. Einhver þarf að fara og þýða þessa bók. Bókin heitir Dukan diet. www.dukandiet.com.
Jæja til næst,
Margrét Annie
20.8.2012 | 08:24
Ný vika byrjuð
Vinnuhelgin er á enda og ég heima að þrífa og hugsa um hvolpakrílin. Á föstudags morgunninn var mér boðið í amerískar pönnukökur í boði Ellu Jack. Smá svinld auðvitað í megrunninni. En það voru góðar pönnukökur með ávöxtum.
Deildarhjúkrunarfræðingurinn kom að tali við mig á föstudaginn hún hafði áhyggjur af því að hún hafi ekki látið mig vita að ég ætti að vinna þessa helgi. En ég hafði séð það á vikuplaninu og hún var ánægð að ég var mætt á svæðið.
Hún sagðist ætla að láta mig á 6 vikuplanið. Hún sagðist vanta svo mikið starfmenn því það vantar 3 hjúkruarfræðinga í grúppunni minni. Hún sagði að ég ætti að láta sig vita ef næstu vikurnar væri of mikil vinna fyrir mig. Ég sagði auðvitað að engin vinna fyrir mig væri og mikil. Ætlar þú ekki að taka neitt frí...nei sagði ég ég fer kannski til Íslands í apríl :-)
Svo mikil vinna framundan sem betur fer.
Í vinnunni.
Hér í Noregi er allt mikið frjálsara með dýrin en á Íslandi. Hér koma strfsmennirnir með hundana sína í vinnuna. Svo að það er oft hundar að ráfa um deildirnar hjá okkur, sem ég er auðvitað mjög ánægð með :-) Þeir fara með hundana sín út um allt. Engin að væla undan köttum eða hundum hér....þeir eru bara partur af lífi fólks, hvort sem þeir eiga gæludýr eða ekki.
Jón skrapp til Íslands í 10 daga og er í faðmi fjölskyldunnar þar. Hann hefur ekki farið síðan í janúar í fyrra :-)
Beggi fór í skólann í morgun. Hann er á öðru ári í vélvirkjun honum líkar svo rosalega vel í skólanum hér í Noregi....allt annað en á Íslandi. Hér eru börn sýnd virðing af kennurunum. Allt gert til að þeim líði vel í skólanum. Svo að þeir sem að héldu að ekkert yrði úr stráknum höfðu heldur betur rangt fyrir sér. Hér gengur honum vel. Kennararnir eru altaf að hrósa honum og segja hvað hann er duglegur. Starfmaður í skólanum er að fara með hann að leita að vinnu með skólanum í dag....er spennt að sjá hvernig gengur :-)
Er búin að vera að svindla í megruninni í sumar..hafði þá afsökun að stelpurar voru hjá mér í sumar...en ég fitnaði ekkert bara stóð í stað en er byrjuð að missa kílóin aftur 12 kíló farin núna :-)
Í Legolandi með Elisabeth og Victoriu.
Það er búið að vera mjög hlýtt hérna síðustu vikurnar. 25 stiga hiti í gær og hitinn að drepa okkur í vinnunni.
Finnst gæðin á myndunum eitthvað léleg....er samt með myndavél með 16 mega pixla.
Þanga til næst,
Margrét Annie
17.8.2012 | 07:22
Ákvað að vekja upp gamlan draug.
Facebook er alveg ágætt til síns brúks en ég á vinkonu hér í Noregi sem bloggar á hverjum degi og það vakti hjá mér löngun að byrja aftur að blogga.
Ákvað að skrifa um lífið okkar hér í Noregi.
Var á vakt til kl:22:15 í gærkvöldi. Þurfti að vakna kl: 7 í morgun til að fara með bílinn á verkstæði. Þarf að skipta um bremsuklossa og diska á honum.
Leit út um gluggann og sá að það var þoka...."Yesss" hugsaði ég "æðislegt nú get ég farið í nýja skær, skær, skær bleiku regnkápuna sem ég keypti mér á Skeldýrahátíðinni hér í Mandal um síðustu helgi."
Þar sem ég er ekki þannig manneskja að fara "Bara" út að ganga þarf ég alltaf að taka hundinn með mér....þarf að hafa einhvern tilgang að fara út að fá mér frískt loft og heilbrigða hreyfingu. ( Ég er í aðhaldi og þarf út að labba á hverjum degi í 30 mín.) Svo að ég skellti Tönju í skottið á bínum ég í skær bleiku regnkápunni og brunaði af stað í frábærri þoku. Þegar ég kom á verkstæðið sá ég að bíllinn sem mig langar í var horfinn...hehehehe...Hvar er bílinn minn spurði ég sölustjórann...hann skellihló og sagðist vera búin að selja hann."En ég get reddað þér öðrum " sagði hann. Þetta er nýjasti bílinn frá Citroen.....reyndar var þessi sport týpan sem er æðislegur DS5 Ætla pottþétt að kaupa mér einn þegar ég verð rík...heheheh.....
Jæja við Tanja löbbuðum heim, ég í skær bleiku regnkápunni og fílaði mig í botn. Ennnnn....svo dró frá sólu og ég mætti fólki á hjóli í stuttbuxum og stuttermabol. :-) En ég var bara glöð og ánægð að geta notað kápuna mín í smá tíma. Tók mig 30 mín að labba.
Það er búið að vera svo æðislegt veður hér...reyndar rigndi smá í gær en þá var ég í vinnunni.
Ég er búin að vera að vinna svo mikið í sumar sem afleysingarmanneskja á elliheimilinu hér í Mandal. Fólk heldur að ég sé smá klikkuð að vinna svona mikið á sumrin. En ég er bara svo þakklát að hafa vinnu og hafa heilsu til að vinna svona mikið. Finn samt fyrir því að ég er orðin soldið þreytt. Ég er búin að fá vinnu áfram sem afleysingarmanneskja, svo að ég skrái mig á allar vaktir sem koma á netið.....og er að fá þær, svo að ég er alsæl með það. Ég er á lokaðri deild þar sem eru erfiðir einstaklingar með heilabilanir o.s.frv. Ég var að vinna um síðustu helgi sem var síðasta helgin sem ég vann sem sumarafleysingarmanneskja. Fékk svo auka alla þessa viku og svo vinn ég þessa og næstu helgi líka. "Vá" segja starfsfélagarnir mínir. "Þú átt eftir að vá rosalega mikið útborgað næst."Mér finnst ég alltaf fá mikið útborgað. :-)
Tveir hvolpar eftir hjá mér af 4. Ég vona að ég eigi eftir að selja þá líka. Finn að það er strax betra að hafa 2 en 4. Ég hélt í alvöru á tímabili að ég væri að verða "GAL" en þetta er betra en ég vil samt losna við þá.
Er að vinna stuttar vaktir þessa helgi sem betur fer. Stuttar vaktir eru frá kl: 7-14 og 14:45 -21:00 Ég finn alveg fyrir þreytu eftir viðburðarríkt sumar. Barnabörnin mín Victoria og Elisabeth voru hjá mér í næstum 5 vikur, vinna fulla vinnu og hugsa um 4 hvolpa. En þetta er búið að vera æðislegt....held svo alltaf að hlutirnar séu að róast...en það gerir það aldrei hjá mér....þetta fylgir mér bara og ég verða að fara að sætta mig við það. :-)
Jæja þanga til næst hafið þið það gott.
Margrét Annie
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.8.2012 kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 08:50
Ömurlegt ástand.
Heima hjá mér eru fimm vinnufærar manneskjur frá 19 til 57 ára. Ein er í fæðingarorlofi, tveir synir eru á einhverjum atvinnuleysisbótum en hin tvö eiga ekki rétt á þeim, sem sagt maðurinn minn og ég.
Maðurinn minn sem er verktaki á ekki rétt á atvinnuleysisbótum, ég hef þurft að vera heima vegna barns sem er með ADHD og á því ekki rétt á bótum. Við eigum heima út á landi og er ekki um auðugan garð að gresja í atvinnumálum. Við stöndum frammi fyrir skrítnum staðreyndum. Hvorugt okkar fær vinnu og við sjáum ekkert fram undan eins og er. Við sjáum okkur ekki fært að borga skuldir okkar ef hvorugt okkar fær vinnu á næstu tveimur vikum. Reyndar erum við komin í vanskil nú þegar.
Það er eitt sem pirrar mig í þessu sambandi. Það eru fullt af pólverjum sem eru að taka vinnu af íslendingum. Reyndar hafa heyrst þær raddir að sumir eru að vinna svart um leið og þeir þiggja atvinnuleysisbætur. Af hverju er þetta fólk ekki sent heim, til að við íslendingar sem að eru að reyna að þrauka að vera hér þrátt fyrir skelfilegt ástand á landinu, situm uppi með ekki neina vinnu vegna þess að það eru útlendingar sem taka vinnu frá okkur. Koma jafnvel aftur hingað eftir að hafa farið heim til sín, því atvinnuleysisbætur eru hærri hér. En við fáum ekkert. Þúsundir manna eru í sömu stöðu. Hvað verðum um okkur. Er stjórnvöldum alveg sama hvað verður um okkur. Erum við allt í einu orðin einskis virði.
Hvernig væri að hætta að hugsa um þetta Icesave og ESB aðild og hugsa um okkur hérna heima sem eru sum hverjir að krafsa í bakkann til að reyna að halda okkur á floti og erum þrátt fyrir það tilbúin að byggja landið okkar upp á nýtt ef okkur er gefin tækifæri til þess, og þurfum ekki að flýja land.
VIÐ ÞURFUM HJÁLP NÚNA STRAX.
27.4.2009 | 16:33
Hvað er hún Jóhanna að hugsa........?
Samfylkingin fékk nú bara tæplega 30%. Hún heldur að allir íslendingar vilja í ESB. Hvað með hina 70% sem kusu ekki Samfylkinguna. Þetta á ekki að vera aðalmálið í dag, hvernig væri að fara að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Mér líst ekki á þetta ef þau hugsa bara um ESB aðild.
FARIÐ OG GERIÐ EITTHVAÐ AF VITI OG BJARGIÐ FÓLKINU LANDINU.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 20:41
Fjármagnstekjuskattur tekin af börnum
Ég er búin að vera að rausa í börnunum mínum, þeim yngstu, í nokkur ár að safna peningum sínum. Það hefur ekki verið vinsælt en ég læt þau alltaf setja mest megnist inn á bankabók, og þegar þau byrja að vinna þá læt ég þá setja 50% af laununum inn á bók sem er bundin til 18 ára aldurs. Þeir hættu að kvarta yfir þessu fyrirkomulagi þegar ég sýndi þeim hvað þeir fengu í vexti og verðbætur.
Nú eru þeir æstir að setja sem mest í bankann. Ég sýndi þeim yfirlitið nú um áramótin til að halda þeim við efnið. Beggi tók eftir því að það voru nokkur þúsund krónur sem tekið hafði verið út af reikningnum hans og spurði hvað þetta væri. Ég útskýrði fyrir honum að ríkið tæki af þeim skatt fyrir það að leggja peninga sína inn á bók. Sem sagt ríkið tekur af þessum greyjum fjármagnstekjuskatt. Mér finnst þetta vera til skammar, er ríkið svo illa statt að það þarf að taka peninga af börnum? Ég hélt nú reyndar að börn væru ekki skattpínd hér á Íslandi.
23.1.2008 | 16:11
Aumingja mennirnir
Get ekki annað en vorkennt tveimur mönnum í þjóðfélaginu í dag. Þeim Björn Inga og Ólafi F. nýja borgarstjóranum í Reykjavík. Mér sýnist Björn Ingi viðkvæmur og hefur tekið þessari umfjöllum nærri sér. Það er ekki eins og hann hafi stolið þessum peningum, hann fékk fullt leyfi til að kaupa sér föt fyrir peninga flokksins, hver veit nema hann hafi komist inn í borgarstjórn vegna þess hve flott klæddur hann var. Fötin skapa nú einu sinni manninn.
Ólafur F. hefur fengið neikvæða umfjöllum frá flokkssystkinum sínum og annarra. "Um að honum takist þetta ekki og hve óáreiðanlegur hann sé". Mér finnst svona athugasemdir ekki af hinu góða. Það er vegið að persónu hans, sem mér finnst óréttlátt, mér finnst sýna mikinn vanþroska að tala svona um manninn eins og gert hefur verið. Var soldið hissa að Margrét Sverris vilji ekki styðja hann í þessu. Gefið manninum tækifæri. Ekki mundi þessar manneskjur vilja að talað yrði svona um þær í fjölmiðlum. Enginn hefur svo sterkan skráp.
Stígur vinur minn var farinn að kvarta að ég sé ekki að blogga, jæja Stígur nú byrja ég aftur.
Annars er nóg að gera hjá mér. Ég er bakandi alla daga eins og er. Dóttir mín hún Melanie er að fara að gifta sig þann 2. feb. Þegar ég er ekki að baka þá er ég að föndra fyrir brúðkaupið. Jæja nóg í bili að sinni.
28.9.2007 | 21:31
Allt að gerast
Jæja það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki haft tíma til að setjast niður að skrifa. En þetta eru síðustu forvöð því ég fer út á sunnudag.
Mig langar bara að deila með ykkur myndir frá réttardeginum þar sem kvenfélagið í Biskupstungum var með tjaldsölu. Síðan daginn eftir var Lax-á með bóndadag og leyfði sveitungunum að veiða í Tungufljóti.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 11:24
Hvers virði er lífið ef maður þarf ekki að berjast fyrir því
Það hringdi í mig blaðamaður frá Fréttablaðinu varðandi bloggið mitt á þriðjudaginn og spurði mig nánar útí þetta með pallinn og vildi fá myndir hjá mér. Mér fannst það alveg sjálfsagt.
Áður en ég sendi bloggið út hringdi ég í Sigrúnu vinkonu mína hér í sveit. Þegar ég var búin að lesa það yfir tók hún andköf og spurði hvort ég ætlaði virkilega að senda þetta út. Ég hélt nú það. Hvað er það versta sem getur gerst. Ekkert í minni bók sem væri hættulegt.
Ég þurfti nú að berjast við þá þegar þeir vildu ekki leyfa Begga að fara í skólann. Það er það erfiðasta sem ég hef þurft að berjast við og hefur það skilið eftir gapandi sár sem ég er ennþá að glíma við. En það er allt á góðri leið. þegar ég lít til baka um æviskeið mitt þá sé ég að ég hef í rauninni verið að berjast allt mitt líf. Ég hef barist við fortíðardrauga sem að hefðu viljað leggja mig að velli, en ég leyfði það ekki. Ég hef barist við sorgir, erfiðleika og vandamál, sem ég hef þurft að leysa ein eða með hjálp annarra. Það sem brýtur mann ekki styrkir mann. Það er mín reynsla á lífinu. Þótt að maður vilji öllum vel, þýðir það ekki endilega að maður lætur bjóða sér hvað sem er.
Auðvitað koma stundir þar sem maður vill skríða undir sæng og bara vera þar, eða að vilja ekki vakna aftur þegar maður leggst til hvílu að kvöldi. En maður hefur ekkert val þú verður að fara á fætur og takast á við lífið hvernig sem það er. Maður verður að muna að það eru líka góðar stundir í lífinu, eitthvað sem að lætur mann fara á fætur næsta dag og gleðjast yfir hinu smáu og hinu hvers dagshlutum. Ég hef lært að það er það smáa sem að gleður mig mest. Falleg orð sem sagt er við mig, falleg blóm, skemmtilegt lag sem lífgar upp á lífið, vinkonur mínar, fjölskyldan og dýrin. Þetta er eitthvað sem vert er að lifa fyrir og berjast fyrir. Það koma alltaf góðar stundir inn á milli erfiðleikana. Sem betur fer því annars mundi maður bugast.
Þeir sem eru að kynnast mér núna trúa því ekki að ég var feimin, óframfærin, hrædd að segja mína skoðun á hlutunum, litið sjálfstraust og ekkert sjálfsöryggi. Ég hef þurft að horfast í augun á sjálfum mér og spurt mig að því hvort ég ætlaði virkilega að eyða þessu dýrmæta lífi í því að vera hrædd við lífið sjálft. Ég ákvað að ég ætlaði að nýta mér það besta sem lífið hefði upp á bjóða og vera óhrædd að berjast fyrir málstað sem vert er að berjast fyrir. Ég ákvað að láta engan eða neitt berja mig niður, maður getur bognað en aldrei skal ég brotna. Heldur standa upp aftur og halda áfram á þeirri braut sem ég hef ákveðið að ganga. Láta eins gott af mér leiða við samferðamenn mína á lífsleiðinni, gefa með mér það sem mér hefur gefið. Hafa gaman af lífinu og njóta þess með þeim sem mér þykir vænt um. Lífið hjá mér snýst um það að kynnast góðu fólki og deila lífinu mínu með þeim, við erum hér aðeins stutta stund og því ekki að gleðjast og styrkja vináttuböndin með þeim sem manni þykir vænst um.
Í erli dagsins gleymum við að hlúa að þeim í dag sem að okkur þykir vænst um, á morgunn getur það verið of seint. Muna alltaf að segja fólkinu að þér þykir vænt um það. Ég enda alltaf símtölin mín á " I love you." Hvort sem það er fjölskyldan mín eða bestu vinir mínir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2007 | 11:20
Sveitastjórn Bláskógabyggðar stoppar framkvæmdir þyrlupalls
Í morgun mættu steypubílar í Bláskógabyggð til að steypa þyrlupallinn hans Magga. Allt var til reiðu þegar barst símtal frá oddvita Bláskógbyggðar og stoppaði framkvæmdirnar. Flugmálastjórn er búin að gefa leyfi til að fljúga þyrlunni hingað og lenda á landareign Magga. Hvað er eiginlega í gangi hér. Má maður ekki setja smá steypuklump á lóðina hjá sér án þess að sveitastjórnin fari nú að skipta sér af því? Maður hefur séð bílastæði sem eru mikið stærra en þetta hjá fólki.
Maður sem ég ræddi við í morgun hafði á því orði að Bláskógabyggð væri orðin að lögregluríki, að það væri allt bannað, meira að segja ætla þeir að banna hundahald í sveitinni. Halló......er þetta ekki sveit. Hvers lags harðræði er þetta eiginlega. Það er auðsjáanlegt að þessir menn hafa ekki mikinn áhuga á því að vera kosnir í næstu sveitastjórnarkosningum. Hvað er orðið af mannlega þættinum hér í sveitinni?
Steypubílarnir bíða við Bjarnabúð
Myndavélin var stillt vitlaus hjá mér svo að myndirnar eru ekki sem bestar.
Þyrlupallurinn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 11:50
Gullkorn
Ég og Beggi vorum að keyra heim frá kirkju á sunnudaginn, vorum komin undir Ingólfsfjall þegar hann segir allt í einu. "Ég er svo þakklátur fyrir hvað ég á góða mömmu, ég á alveg örugglega bestu mömmu í heimi." Ah en sætt.Er ég komin í hóp með henni Díönu prinsessu? Það væri ekki amalegt. Ætti kannski að fara að hugsa um að stofna félag með bestu mömmum í heimi og hafa minningu Díönu sem heiðurs mamman. Hm... líst vel á það.
Hann er auðvitað bara sætastur í sér hann Beggi minn. Hann er alltaf að koma með eitthvað svona óvænt. Reyndar er mér sagt að hann sé rosalega meðvitaður um tilfinningar sínar og líðan. Ég vona að það verði honum til góðs um ævina. Ég veit að fólk sem er svona tilfinninganæmt getur verið brothætt.
Eins og þið hafið séð hef ég stofnað annað blogg fyrir Indlandsferðina núna í sept. Ég hef þessa síðu núna sem aðalsíðuna en þegar ég fer út læt ég englanna vera aðalsíðan.
Þessi mynd tók ég þegar ég fór út í fyrsta skiptið.Krakkarnir eru að bíða eftir einu máltíðina sem þau fengu yfir daginn. Ef máltíð má kalla. Fengu bara hrísgrjón.
4.9.2007 | 15:00
Skora á ríkisstjórnina að fara ofan í mál lífeyrissjóðanna
Það var mjög athyglisvert hvað bloggarar hafa skrifað í athugasemdum hjá mér varðandi lífeyrissjóðina. Þetta er náttúrulega miklu verra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta hafði Jóhann Páll Símonarson meðal annars að segja.
Ég gerði athugasemd við laun stjórnarmanna á síðasta aðalfundi lífeyrissjóð gildi þá greip einn stjórnamanna inn í umræðuna og sagði að ég væri negatífur að fjalla um laun stjórnamanna. Ég ætti sjálfur að þakka fyrir vell rekin sjóð. Þessi umræddi maður hafi 1 miljón króna fyrir stjórnasetu í lífeyrissjóðnum fyrir 12-15 tíma fundarsetu á ársgrundvelli.
Tökum lítið dæmi með laun framkvæmdarstjóra á ári 19 miljónir 662 þúsund krónur.
Heildarlaun stjórnarmanna 27 miljónir 385 þúsund krónur.
Jón Svavarsson hafði þetta að segja.
Það er hverju orði sannara, að það þarf að uppræta alla þessa spillingu. Stéttarfélögin eru ekki lengur það sem þau eiga að standa fyrir, þetta eru bara sumarbústaðafélög sem eru með rándýra leigu á bústöðum og VR þar vel á toppnum, það er orðið svart þegar það er ódýrara að fara á fjögurra stjörnu HÓTEL en að leigja einn bústað yfir helgi.Síðan eru allir þessir herrar í nefndum og nefnda nefndum og fá margföld laun umbjóðenda sinna, sólunda með sjóði eins og lífeyrissjóðina í allskonar fjármála braski og ef illa fer þá segjast þeir enga ábyrgð hafa.
Ég skil ekki af hverju það er ekki farið lengra ofan í hlutina með þessa lífeyrissjóði. Ég skora á núverandi ríkisstjórn að taka að sér þessi mál og uppræta þessa spillingu. Fara ofan í mál sem skiptir máli, og láta eins og Baugsmálið sem að mínu dómi er alveg útí hött, eiga sig. Vinnið að einhverju verðugu máli fyrir þjóðina ykkar.
31.8.2007 | 13:04
Eru lífeyrissjóðirnir löglegir þjófar
Ein vinkona mín er komin á eftirlaun og missti manninn sinn fyrir rúmlega þremur árum síðan. Þegar hann lést var hann búin að borga tæplega 5 milljónir inn á lífeyrissjóðinn sinn. Ekkjan fékk borgað úr sjóðnum fyrstu tvö árin, rúmlega 30.000 kr. á mánuði. Eftir það er hún að fá 15.000 kr. á mánuði.
Hvernig geta stjórnvöld látið svona þjófnað óáreitt, loka augunum fyrir því að heilli þjóð er beitt ranglæti, stolið af okkur milljarði og allt löglegt. Það er kominn tími til að við látum í okkur heyra mótmælum þessu órétti sem okkur er beitt í nafni laganna. Það er kominn tími til að stjórnvöld hysji upp um sig buxurnar og fari að vinna fyrir fólkið í landinu. Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkarnir nota ekki þennan málstað í kosningabaráttu sinni? Við hvað eru þið hrædd. Svo er verið að tala um mafíu á Ítalíu, ég get ekki betur séð að hún sé til staðar hér í okkar eigin landi. Lífeyrissjóðirnir eru að hagnast um miljarða og til hvers, í hvað fara þessir peningar ef ekki til lífeyrisþegna. Til hvers að borga í lífeyrissjóði ef maður sér svo aldrei þessa peninga eða þeir sem erfa mann. Og af hverju látum við þetta yfir okkur ganga endalaust?
Fólk er búið að hafa mikið fyrir lífinu í flestum tilfellum og eiga skilið að njóta ávaxta sinna, Þau eiga ekki að þurfa að betla um hverja einustu krónu og kyssa á hönd formanna lífeyrissjóðanna í þakklætisskyni fyrir þá litlu peninga sem þeir henda til fólks af hroka. Af hverju gerum við aldrei uppreisn hér á landi? Er ekki kominn tími til?
Ég er búin að borga í sér lífeyrissjóð á Bretlandi í mörg ár, og ég fæ þennan pening óskiptan með hagnaði. Dettur ekki í hug að borga í fleiri lífeyrissjóði hér á landi, hvað sem það kallast.
Viljum við ekki að foreldrar okkar, ömmur og afa eigi áhyggjulaust ævikvöld?
30.8.2007 | 13:54
Beggi í skólann
Þessi elska er byrjaður í skólanum. Hann var með rosalegan kvíða síðustu daga áður en skólasetningin var. Honum bæði kveið fyrir og hlakkaði til. Sem er ekkert skrítið það var svo mikið búið að ganga á síðustu misseri. Töflurnar sem hann tók í fyrra gerðu ekkert gagn. Ég er byrjuð að gefa honum vítamín, Omega 3 og andoxunarefni frá Forever Living Products, það eru aloe vera vörur. Ég hef heyrt að þetta hjálpi börnum með athyglisbrest og ofvirkni. Hann er bara rétt nýbyrjaður á þessu en ég er spennt að sjá hvort þetta ber árangur. Annars er hann bara yndislegur, eins og besta englabarn. Gengur vel að læra heima, er ekkert pirraður eða neitt, vonandi heldur það áfram svona vel.
26.8.2007 | 08:24
Ekkert í sjónvarpinu sem horfandi er á
Ég veit ekki hvort það er ég sem er að breytast eða hvað, en það er ekkert í sjónvarpinu sem að lætur mig langa til að hlunkast í sófann minn með popp og kristal og hafa það kósí. Þetta eru allt mjög óspennandi þættir. Maður var sáttur við American Idol, fannst okkur hjónunum gaman að fylgjast með því. En Alla Malla. Þessir þættir núna, American got talent og So you think you can dance, er orðið too much fyrir minn smekk. Og að þau skulu vera um helgar er ég ekki sátt við. og ekkert nema sakamálaþættir, sem ég hef alltaf verið hrifin af, en eru bara alltof oft núna.
Ég man þegar ég var stelpa þá settist öll fjölskyldan fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Upstairs, downstairs og Forsæt ættina. Já það voru heilagar stundir hjá mörgum fjölskyldum í þá daga.Ekki má gleyma Oneaden Line.Sem við vinkonurnar horfðum spenntar á þegar við vorum unglingar
Er alveg hætt að framleiða góðar myndir eða kaupa sjónvarpsstöðvarnar þær ekki lengur. Erum við orðin eitthvað úrkynjuð þegar kemur að sjónvarpsþætti eða bíómyndum. Höfum við ekkert að segja hvað er borið á borð fyrir okkur? Eða tökum við öllu þegjandi og hljóðalaust, nennum ekki að láta í okkur heyra. Ég er ekki viss um að ég vilji borga offjár fyrir eitthvað svona drasl, læt bara ekki bjóða mér þetta lengur, er að hugsa um að segja Stöð 2 upp, og spara mér peninginn eða setja hann í eitthvað þarfara en að borga fyrir dagskrá sem maður horfir svo aldrei á. Og hananú.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.8.2007 | 12:02
Nauðgun eða ekki.
Ofbeldið sem konunni var sýnt af hálfu Selfoss lögreglunnar er til háborinnar skammar. Sem kona leið mér mjög illa þegar ég hlustaði á fréttirnar í sjónvarpinu og er alveg viss um að þetta sé eins og nauðgun. Ég hefði ekki verið minna miður mín ef þetta hefði komið fyrir mig alveg handviss um að tilfinningin er eins og þegar manni er nauðgað. Sýslumaðurinn sagði að þeir hafi reynt allt til að koma viti fyrir konuna. Það er nú til mannúðlegri aðferðir, hvernig hefði verið að hringja í fjölskyldu konunnar og biðja þau að koma á lögreglustöðina til að róa konuna og biðja hana að vera samvinnuþýð. Auðvitað er ölvunarakstur grafalvarlegt mál og ekkert sem réttlætir það. En það var alveg óþarfi að koma svona fram við konuna.
23.8.2007 | 11:27
Komin heim úr ferðalagi
Komin heim frá þriggja daga ferðalagi til Berufjarðar. Við Jón fórum með vinafólki okkar Ólöfu og Bárði. Við förum á hverju ári í stutt ferðalag saman um landið. Við gistum á Lindarbrekku í Berufirði í gömlu vinalegu húsi sem að minnti mann óneitanlega á gömlu góðu æskuárin. Við fórum á sunnudagseftirmiðdag og komum í blíðskapar veðri um níuleytið um kvöldið. Við fórum í bíltúra, meðal annars til Egilsstaða.
Lindarbrekka gamla húsið. Til í að fara þangað aftur.
Jón og Óla eru áhuga fólk um aðalbláber, og var þeyst upp um fjöll og firnindi að leita að blessuðum berjunum handa þeim, okkur Badda "ekki" til mikillar skemmtunar, skildum ekkert í því af hverju í blessaða nafni fólkið gat ekki látið sér nægja bara "venjuleg" bláber. Enda var svo mikið af þeim að ég hef ekki séð annað eins um ævina. Baddi tók með sér tölvuna og þýddi einn eða tvo kafla meðan hin hlupu upp um fjöllin að leita að þessu "Gulli." Ég tók upp fötu og ákvað að tína ber fyrst ég var neydd til þess. Endaði auðvitað með því að ég tíndi mest. Því það fór svo langur tími hjá þeim að leita. Fundu aldrei nein aðalbláber.
Borða morgunverð í sól og hita
Við fengum gott veður allan tímann, nema það rigndi aðfaranótt miðvikudags. Við renndum fyrir fiski í á á Egilstöðum, Baddi er ekki mikill áhugamaður um fiskveiðar en ákvað að renna fyrir fiski. Hann græjaði stöngina sínu nýju og kastaði út, skildi ekkert í því af hverju hann fékk ekkert, ákváðum að kíkja á stöngina hans og athuga hvort hann hafi ekki græjað hana rétt. Kom í ljós við nánari athugun að hann hafði bara flotholtið og ekkert annað. "Halló".
Þarf öngul?
Jón að renna fyrir fiski
Það er mikið um vaska karlmenn sem koma til að skjóta hreindýr þarna fyrir austan. Komið var með tvo tarfa og gert að þeim meðan við vorum þarna. Hreindýrakjöt er upp á halds kjötið mitt fyrir utan kjúkling auðvitað.
Valur bóndinn á Lindarbrekku með hreindýrshöfuð.
Þeir sem mig þekkja vita að ég er mikil áhuga manneskja um dýr, elska ketti og hunda. Það voru 4 hundar þarna á bænum mér til mikillar gleði. Öðrum ekki til gleði. Tölum ekki meira um það. Ég var bitinn illa í júlí af Labrador hundi sem nágranni minn átti. Sauma þurfti 11 spor og náði bitið alveg niður í bein enda náði hann taki á mér og hristi handlegginn duglega. Er tilfinningalaus kringum sárið. Ég hef verið svolítið hrædd við hunda síðan, en ég er staðráðin að komast yfir það. Var mjög glöð þegar tekið var vel á móti mér á Lindarbrekku með þrjá sæta hunda.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2007 | 09:57
Maggi Kristins og þyrlan.
Maggi Kristins á heima nokkra metra frá mér hér í Tungunum. (Ég kalla hann Greifann frá Monte Carlo) Hann var sóttur á þyrlunni í gærmorgun. (Ég kalla þyrluna grænu fluguna) Ég og krakkarnir horfum alltaf spennt á þegar hann lendir flugunni, enda gott útsýni frá svefnherbergisglugganum. Maður byrjar að heyra í henni í fjarlægð þá heyrist kallað." Maggi er að koma".Allir ryðjast að svefnherbergisglugganum og horfum spennt á þegar þyrlan lendir. Kom mér á óvart hvað hún er stór, minnir mig svolítið á herþyrlu.
Dáist að konunni hans að fara upp í ferlíkið, ég yrði dauðhrædd, þarf alltaf að taka tvær kvíðastillandi bara þegar ég þarf að fljúga venjulegri flugvél, þyrfti örugglega að klára úr pilluglasinu ef ég ætti að fara upp í þyrlu.
Mér finnst þetta gott framtak hjá honum Magga. Við erum stolt að hafa hann hér í Tungunum. Þar fer maður með sterkan persónuleika.
16.8.2007 | 18:07
Vel heppnað kórferðalag til Ítalíu
Jæja búið að vera mikið að gera í sumar og er búin að vera löt að fara inn á bloggið. Kom heim frá Ítalíu eftir velheppnaða ferð með Skálholtskórnum. Hittum páfann, og sungum á nokkrum tónleikum, og í nokkrum kaþólskum messum, erum orðin rosalega fær með kaþólsku svörin. Þetta var meiriháttar gaman og ferðuðumst um endilanga Ítalíu.
Í kirkju í Sorrento sem við sungum í.
Fengum rosalega gott veður. Er soldið þreytt eftir ferðina þó, þetta var soldið mikið span á okkur, en við upplifðum mikið og sáum mikið. Nú er bara að melta það. Elín konan hans Bjarna Harðar kom með okkur og söng meðal annars einsöng. Mjög góð söng kona. Hún small í hópinn.
Elísabet barnabarnið mitt er hjá mér núna, fékk að hafa hana hjá mér, verð að hafa einhvern hjá mér öðru hvoru. Ég var með öll fimm barnabörnin hjá mér í viku í sumar. Já,,,,, það var fjör á heimilinu þá!!!!!!!!!!!
Stjúpsonur minn hann Benni gifti sig í júní og ég passaði börnin þeirra þrju í viku á meðan þau fóru í brúðkaupsferð. Ég var einnig með Victoriu, og Elisabeth var í nokkra daga. Victoria er búin að vera hjá mér í mest allt sumar meðan Melanie var að vinna.
Ég fór í augn lazer í síðasta mánuði. Læknirinn mælti með því að ég fengi þá meðferð að ég sæi betur þegar ég væri að lesa en sæi verr frá mér. Mér finnst það ekki alveg henta mér og ætla að fara aftur og láta laga það. Þetta er svo lítið mál að fara í þetta.
Álfheiður og Stefán
Er að fara til Indlands í næsta mánuði. Ætla að opna sér síðu fyrir það, mér finnst það betra. Er búin að vera með síðu fyrir það á blog central er er að hugsa um að skipta yfir. Var að ganga frá því síðast í gær, að panta flugfar frá Kalkútta til Delhi. Fórum í lest þessa leið í janúar s.l. "oh my" það tók okkur 27 klukkustundir og ÞAÐ ER EKKERT GRÍN Í INDVERSKUM LESTUM SKAL ÉG SEGJA YKKUR. Ég fer í þetta skiptið með tengdadóttur minni henni Álfheiði og vinkonu hennar henni Karitas, en Álfheiður er fædd í Kalkútta og hefur ekki farið þangað síðan hún var ættleidd hingað til Íslands.
Hjá Taj Mahal
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.8.2007 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007 | 17:22
Tíminn líður hratt
Almáttugur hvað tíminn er fljótur að líða. Bara kominn miðvikudagur allt í einu. Ekki veit hvað verður af þessum tíma. Kallinn kom heim um helgina og var gestagangur á mánudaginn. Fór í kirkju á sunnudag og þar var Silja og Jakob með splunku nýja stelpuna sína sem fæddist þann 17. maí.
Síðan fór ég að syngja í fermingarmessu í Skálholti á sunnudag og fórum síðan í fermingarveislu hjá honum Stefáni Geir.
Var að selja alla bústaðina mína uhh,,uhhh. Nei það er svo mikið og spennandi að gerast hjá mér að það verður allt í þessu fína. Svolítið skrítið samt að þurfa ekki að hugsa um þá. Afhenti þá í dag. Frábært fólk sem að keypti þá, líst rosalega vel á þau. Nú fer maður að hugsa fyrir alvöru með Indland, demba sér í fjáröflunina. Yessss ég er svo spennt fyrir því.