Aumingja mennirnir

Get ekki annað en vorkennt tveimur mönnum í þjóðfélaginu í dag. Þeim Björn Inga  og Ólafi  F. nýja borgarstjóranum í Reykjavík. Mér sýnist Björn Ingi viðkvæmur og hefur tekið þessari umfjöllum nærri sér. Það er ekki eins og hann hafi stolið þessum peningum, hann fékk fullt leyfi til að kaupa sér föt fyrir peninga flokksins, hver veit nema hann hafi komist inn í borgarstjórn vegna þess hve flott klæddur hann var. Fötin skapa nú einu sinni manninn.

Ólafur F. hefur fengið neikvæða umfjöllum  frá flokkssystkinum sínum og annarra. "Um að honum takist þetta ekki og hve óáreiðanlegur hann sé". Mér finnst svona athugasemdir ekki af hinu góða. Það er vegið að persónu hans, sem mér finnst óréttlátt, mér finnst sýna mikinn vanþroska að tala svona um manninn eins og gert hefur verið. Var soldið hissa að Margrét Sverris vilji ekki styðja hann í þessu. Gefið manninum tækifæri. Ekki mundi þessar manneskjur vilja að talað yrði svona um þær í fjölmiðlum. Enginn hefur svo sterkan skráp.

Stígur vinur minn var farinn að kvarta að ég sé ekki að blogga, jæja Stígur nú byrja ég aftur.

Annars er nóg að gera hjá mér.  Ég er bakandi alla daga eins og er. Dóttir mín hún Melanie er að fara að gifta sig þann 2. feb. Þegar ég er ekki að baka þá er ég að föndra fyrir brúðkaupið. Jæja nóg í bili að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér aftur.  Myndarleg ertu í undirbúningi fyrir brúðkaup, það verður gaman að fjá að sjá myndir af því.  Hafðu það gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband