30.1.2008 | 20:41
Fjármagnstekjuskattur tekin af börnum
Ég er búin að vera að rausa í börnunum mínum, þeim yngstu, í nokkur ár að safna peningum sínum. Það hefur ekki verið vinsælt en ég læt þau alltaf setja mest megnist inn á bankabók, og þegar þau byrja að vinna þá læt ég þá setja 50% af laununum inn á bók sem er bundin til 18 ára aldurs. Þeir hættu að kvarta yfir þessu fyrirkomulagi þegar ég sýndi þeim hvað þeir fengu í vexti og verðbætur.
Nú eru þeir æstir að setja sem mest í bankann. Ég sýndi þeim yfirlitið nú um áramótin til að halda þeim við efnið. Beggi tók eftir því að það voru nokkur þúsund krónur sem tekið hafði verið út af reikningnum hans og spurði hvað þetta væri. Ég útskýrði fyrir honum að ríkið tæki af þeim skatt fyrir það að leggja peninga sína inn á bók. Sem sagt ríkið tekur af þessum greyjum fjármagnstekjuskatt. Mér finnst þetta vera til skammar, er ríkið svo illa statt að það þarf að taka peninga af börnum? Ég hélt nú reyndar að börn væru ekki skattpínd hér á Íslandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það eru allir píndir ekki spurning. Gamla fólkið missir tekjur frá Trst. ef það er búið að nurla inn á bók, þá koma vextir og þú færð lægri bætur. Láttu mig vita það.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 01:03
Tek undir með 'Asdísi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.