25.5.2007 | 11:39
Fullt að gera
Það var mikið að gera hjá mér í gær. Ég byrjaði að heimsækja Tótu vinkonu mína í Rvk. Fór þaðan um rétt fyrir tvö fór ég á flugstöðina í Keflavík að taka á móti Gullu vinkonu og manninum hennar honum Steina. Þau eru að flytja frá Danmörku, ég fór með þau í íbúðina í Grafarholti sem þau voru að kaupa. Þau höfðu aldrei komið inn í hana áður, bara séð myndir af henni á netinu. Dóttir þeirra hún Þórdís fór og skoðaði hana fyrir þau. Þeim fannst soldið skrítið að fara inn í íbúð sem þau voru búin að kaupa en aldrei séð. Hún er alveg ný sýningaríbúð, og fengu þau hana með öllum eldhústækjum. Smá bónus þar. En íbúðin er mjög smart.
Þarna er ég og Sigrún á leið til Búdapest s.l. haust með kvenfélaginu í Biskupstungum
Hitti Sigrúnu vinkonu mína frá Engi kl: 17 hjá kirkjunni í Fossvogi. Þar ætluðum við að vera aukaleikarar í framhaldsmynd sem Stöð 2 ætlar að sýna í haust. Einhver glæpon mynd. Um daginn fór ég líka og var að leika menntaskólakennara: Hún Linda gleymdi að hringja í mig og segja mér að upptökunum hafi verið seinkað til hálf sjö. Ég og Sigrún fórum upp í Perlu og fengum okkur súpu og salat á meðan við biðum. Sigrún gat ekki beðið og fór heim. Mér finnst voðalega gaman að vera svona aukaleikari (gamall draumur að verða leikari) maður kynnist fullt af nýju fólki. Frábært fólk sem vinnur að gerð þessara myndar, ég var í Stelpunum í síðustu þáttaröð og var það líka æði. kannski stefni ég bara á Óskarinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Er viss um að það er gaman að taka þátt í svona löguðu. Kanski þú farir líka að leika stór hlutverk seinna. Hver veit. Er ekki hárið á þér eins sítt og það hefur alltaf verið?
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.5.2007 kl. 14:11
Jeiii...alltaf gaman að eiga "fræga" mömmu....þú mannst svo bara eftir þinni elsku einka dóttur þegar þú verður rík í Holywood og færð óskarinn..þaggii
Love ya
Melanie Rose (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.