Eins og fávís sveitakona

FDSC03307ór með mömmu gömlu upp á Borgarspítala (já ég kalla það ekkert annað) til að heimsækja gamlan frænda minn. Ég renni kagganum inn á bílaplanið og þóttist heppinn að finna heil fjögur stæði sem ég gat valið úr. Eins og fávís sveitakona legg ég í eitt stæðið og vippa mér inn á spítalann til að heilsa upp á frænda. Þegar við komum aftur að bílnum  trúði ég ekki mínum eigin augum. Hvað var þetta undir þurrkunni á framrúðunni, jú, jú. stöðumælasekt. Hvað eru ráðamenn Reykjavíkurborgar að hugsa. Eru þeir að safna smáaurum fyrir þetta fína"Hátækni sjúkrahús". Mér finnst fyrir neðan allar hellur að taka gjald af fólki sem er að fara inn á spítala, í hvaða tilgangi sem er. Skammist ykkar ráðamenn Reykjavíkurborgar.

Snúum okkur að Begga sinn. Hann fór á Bugl í morgun. Allt gekk vel, Sagðist reyndar hafa byrjað að vera pirraður þegar hann þurfti að lesa í 20 mín, en þá bað þessi elska bara um að fara fram í gula herbergið  þangað til hann jafnaði sig.

Ég er ekki sjálf búin að vera rosalega hress, vonandi er ég ekki að fá þessa flensu sem mér virðist allir vera með sem ég þekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Sæl Margrét og Beggi.  Ég var að rekast á bloggið þitt og sendi ykkur öllum okkar bestu kveðjur.  Ég mun svo sannarlega fylgjast með og veita ykkur allan þann stuðning sem mér er kostur.  Þess vegna vildi ég stofna til bloggvináttu við ykkur.

Sveinn Ingi Lýðsson, 12.2.2007 kl. 22:11

2 identicon

Bwahaha....gott á þig  Nei joke...já ég er sko sammála þér mútta,finnst ekkert eins hallærislegra en að þurfa að borga í bílastæði hjá spítölum. Eins þarna hjá Barnaspítala Hringsins og Kvennadeildinni...hvað er málið  Ekki hægt að fara með veik börnin sín á spítala nema að hafa áhyggjur af bílastæða sektir líka  

Anywho.....gott að allt gengur vel með Begga sinn  Og takk fyrir að hafa Vicky mína í smástund í dag/kvöld

Love u...Mel

Melanie Rose (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Ólafur fannberg

þetta er náttúrulega til skammar að þurfaað borga í stæði við spítala....

Ólafur fannberg, 13.2.2007 kl. 08:16

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Margrét mín. Ég bloggaði einmitt um þetta í sumar. Fór þarna inn og sá svo eftir á að stæðin voru gjaldskyld. Skil ekki svona lagað. Fín mynd af henni mömmu þinni. Hún er alltaf svo sæt. Baráttukveðnur til ykkar Begga.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband