Beggi ekki búin að vera í skóla í eitt ár

Menntamálaráðherrann sagði í viðtali í Kastljósi um daginn, þegar hún vissi að börnin frá Breiðuvík fengu enga kennslu " að það væri mikilvægt fyrir börnin að fá almennilega menntun til að þau gætu átt rétt á mannsæmandi lífi (eitthvað í þessa átt, man ekki alveg orðrétt). Þetta er ennþá að viðgangast í dag.  Beggi er klár, greindur og velgefinn piltur sem hefur ekki fengið að fara í skóla í "Heilt ár"

Hann var settur á "STOFNUN" í febrúar 2006. Þar fékk hann mjög litla kennslu. Skólasálfræðingurinn vildi að hann færi þangað aftur s.l. haust. Við foreldrarnir vorum á móti því, en létum tilleiðast. Við vorum mjög ósátt hvernig var tekið á honum þar. Honum leið mjög illa starfsfólkið hafði enga þekkingu á því hvernig ætti að meðhöndla hann. Honum var oft snúið niður, hnén sett í bakið á honum þangað til hann átti  erfitt um andardrátt. Hann var einu sinni kýldur undir hökuna af starfsmanni, hann gaf þá skýringu að hann væri að verja sig.  Hver þarf að verja sig svona harkalega fyrir barni sem er ekki orðinn 1.50 að hæð. Það skal tekið fram að umræddur starfsmaður er stór og stæðilegur. Honum versnaði til muna að vera þarna inni. Eitt skiptið þegar hann var snúinn niður rak hann höfuðið í og meiddi sig. Starfsfólkið þarna kunni hreinlega ekki að fara með svona börn. Einn starfsmaðurinn sagði fyrir framan barnið að hann væri veikur í hausnum. Þá var mér nóg boðið og tók hann heim og þangað fór hann ekki aftur.

Ég vildi að barnið færi aftur í skólann sinn og fengi sérúræði þar. Honum var neitað, þetta var í okt. 2006. Skólastjórinn neitaði að taka við honum. Ég hringdi hingað og þangað og barðist fyrir tilverurétt sonar míns. Þetta er búið að vera ömurlegur tími fyrir fjölskylduna ekki síst Begga sem að einangraðist heima hjá sér og skildi ekkert í því af hverju hann fengi ekki að fara í skólann eins og vinir hans. Hann var viss um að hann yrði heimskur þegar hann yrði fullorðinn því að hann fengi ekki að fara í skóla.

Aðstoðarskólastjórinn kom því svo loks til leiðar í desember að Beggi fengi að fara í smíði og leikfimi, 6 tíma í bóklega tíma á viku með einkakennara og þá er það upptalið. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt þótt þetta sé í áttina. Það var ákveðið að hann skildi fara á BUGL til að fá viðeigandi úrræði fyrir hann. Það skal tekið fram að þennan litla tíma sem hann var í skólanum, gekk allt mjög vel og engin vandamál komu upp. Þetta er staðan í dag hjá þessum börnum, mér finnst ekki mikið hafa breyst í þeim efnum í þessi 40 ár. Það sem hefur gengið á þessa mánuði í samskipti við fólk um þetta mál er efni í heila bók.

Hann er ekki sá eini sem komið er fram við á þennan hátt, ég þekki þó nokkur dæmi um fleiri börn þar sem foreldrar eru orðin uppgefin á sálinn eftir að hafa barist, stundum í mörg ár fyrir betri úræði fyrir börnin sín. Í flestum tilfellum þurfa foreldrarnir sjálfir stuðning eftir endalausa, árangurslausa tilraun til að skapa börnum sínum betra líf.

Ég grét þegar ég hlustaði á hvað börnin í Breiðuvík þurftu að þola. Í dag græt ég yfir því hvað litli drengurinn minn má þola.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Margrét min. ég vissi ekkert um þetta. Þó ittumst við í afmælisveistlum og svoleiðis.  Mínar baráttu kveðjur. Hvað foreldra mega upplifa.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

PS . Og auðvitað blessað barnið. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Strákurinn minn fattaði 13 ára að með því að skrópa í einn dag (fór í skólann en kom svo heim þegar ég var farin í vinnuna) fékk hann vikufrí! Ég reyndi að berjast fyrir því að honum yrði refsað fyrir skróp en ekki umbunað en allt kom fyrir ekki. Loks, löngu síðar, datt mér í hug að leita ásjár hjá menntamálaráðuneytinu og viti menn, reglugerð var breytt í kjölfar bréfs míns og nú má ekki vísa börnum úr skóla svona lengi án þess að tryggja þeim annað úrræði! Þetta var 1995, minnir mig. Það er greinilega verið að brjóta á ykkur Begga! 

Guðríður Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband