Fyrsti dagurinn gekk vel

WhistlingVið vöknuðum of seint í morgun. Ég ákvað að við skildum leggja af stað kl. 8:00 að heiman, (hann á að mæta kl: 8:30 í skólann, en megum mæta kl:8:00) En ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég stillti klukkuna á kl:8:00. Kúrði í nokkrar mínútur í viðbót, og dreif mig svo á fætur, leit á klukkuna, og þá var klukkan orðin korter yfir átta. Ekki gott. Svo að við komum of seint fyrsta daginn. Starfsfólkið á deildinni tóku þessu með jafnargeði og sögðu að þetta væri nú ekkert mál, samt leiðinlegt svona fyrsta daginn. Hann dreif sig í skólann og fannst Begga hann ágætur. Hann fór í ensku, stærðfræði og smíði. Hann smíðaði litla flautu, og langar næst að smíða bát. Miðvikudagar er hann  til kl:10:50, annars er hann til 12:30 hina dagana.

Ég fór kl:11, og borðaði með honum hádegismat, frábær matur þarna, í dag fengum við steiktan fisk með meðlæti og kakósúpu. Beggi vildi endilega að ég færi heim, hann sagðist vera búin að kynnast strákunum á deildinni og treysti sér að vera einn. Ég fór og hann fór að spila með strákunum, reyndar er ein hress stelpa þarna líka. Vinsælasti spila um þessar mundir er forsetinn, fékk smá smjörþefinn af honum í gær. Sumir fengu að fara í keilu með ráðgjafanum sínum. Það er einn ráðgjafi með hverju barni, það er ekki allaf sami ráðgjafinn heldur er skipst á.

Á deildinni er kerfi "Stafakerfið" þar sem krakkarnir verða að vinna sér inn broskarl. Kerfið hvetur börnin til að taka ábyrgð á eigin hegðun, með því að veita þeim aukna ábyrgð og umbun fyrir að fylgja ramma deildarinnar. "Stafakerfið" stuðlar að því að athyglin beinist að jákvæðri hegðun barnanna og þeim veitt umbun fyrir hana, um leið og leitast er við það að veita neikvæðri hegðun sem minnsta athygli. Krakkarnir byrja á "D" og fá strax broskarl fyrir að hlusta á reglurnar, Beggi fékk annan broskarl í dag og er kominn upp í "C". Hann er að vinna sér inn broskarla til að komast á "B" því þá má hann fara niður í kjallara að spila billjard.  Hann var til klukkann 15:30, á að vera það út þessa viku. Hann hagaði sér vel í dag og enginn vandamál komu upp. Hann kom glaður og brosandi á móti mér þegar ég kom að sækja hann. LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábært

Guðríður Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband