Innskrift Begga

HaloÉg hef ákveðið að bloggar um litla engilinn minn hann Begga 11 ára, sem hefur verið greindur með tourette, mótþróaþrjóskuröskun, athyglisbrest og kvíða. Hann hefur átt erfitt með skap sitt og kvíða. Ákveðið var að senda hann á BUGL í nokkrar vikur til að láta honum líða betur og læra að hafa stjórn á skapi sínu. Hann fúnkerar illa í skólastofunni þar sem eru mörg börn og mikill kliður. Ég fékk leyfi frá honum um að ég mætti blogga, til að fólk geti fylgst með meðferðinni á BUGL. Fyrst og fremst til að fólk skilji betur hvað gerist inn á BUGL, og til að eyða fordómun gagnvart þessum litlum sálum sem eiga svo marga góða og jákvæða eiginleika í fari sínu, sem að fólk vill oft gleyma í sambandi  við þessi börn. Á BUGL eru þessir eiginleikar virkjaðir og athyglin beint að góðu eiginleikunum ekki þeirra slæmu.

Á Barnageðdeild er börnum yngri en 13 ára veitt þjónusta vegna geðrænna, tilfinningalegra og félagslegra erfiðleika. Innlagnartími er venjulega 3-6 vikur. Ekki er nákvæmlega vitað hve lengi Beggi verður í meðferð, en hann er aðeins yfir daginn á deildinni. Við erum utan að landi nánar tiltekið frá Biskupstungunum og þurftum við að redda íbúð í bænum þennan tíma sem hann er í meðferð. Við fengum leigða sæta litla kósý íbúð á Grettisgötunni.

Það er ekki auðvelt fyrir mig að rífa mig burt frá heimahögunum, frá manni og unglings strák,(þau sem eru heima, til saman eigum við sex börn og fimm barnabörn) tala ekki um kettina mína fimm og hvolpinum Tönju. Það voru stutt í tárin á leiðinni í bæinn á þriðjudaginn, en ég reyni að sjá björtu hliðarnar á tilverunni, og veit að þetta tekur allt enda. Hef nóg af verkefnum með mér í bæinn sem er búin að sitja á hakanum hjá mér.

Mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. febrúar fórum við foreldrarnir í viðtal inn á BUGL sem kallast foreldraviðtal. Þar gátum við komið með spurningar og rætt um fyrirhugaða vistun Begga. Það vakti athygli okkar hvað var tekið vel á móti okkur (við höfum verið þarna á BUGL nokkrum sinnum í sambandi við Begga). Fólkið var vingjarnlegt og hafði mikinn skilning á því hvernig okkur leið,  þau hlustuðu á okkur og svöruðu spurningum okkar og gáfu okkur allann þann tíma sem við þurftum. Þau útskýrðu mjög vel fyrirkomulagið á deildinni og meðferð. Það fer ekki á milli mála að þarna er fagfólk á ferðinni sem veit hvað þau eru að gera. Þau lögðu áherslu á að við getum komið með athugasemdir varðandi meðferð barnsins, því að foreldrarnir þekkja jú barnið best. Það er lagt áherslu á góða samvinnu foreldra og starfsfólks deildarinnar.

Beggi var svo innritaður klukkann eitt á þriðjudaginn. Hann var soldið kvíðinn fyrir að fara en það breyttist fljótlega. Honum leið strax vel, starfsfólkið tók vel á móti honum og hann fylltist strax öryggi vegna hlýju frá hverju einasta starfsmanni á deildinni. Krakkarnir sem voru fyrir á deildinni voru óspar að segja honum hvað væri gott og skemmtilegt að vera inn á BUGL. Hann fór í læknisskoðun og skoðaði skólann sem heitir Brúarskóli. Sama sagan er að segja af kennurunum, þau tóku á móti honum af alhug og hlýju, og var gott andrúmsloft á báðum stöðum, inni á deildinni og í skólanum. Hann var til kl. 15:00 svona fyrsta daginn. Það tekur á andlega að standa í þessu en maður fær góðan stuðning frá starfsmönnum deildarinnar.Sleeping


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég mun án efa fá að fylgjast með ykkur Begga ... mjög athyglisvert að lesa um þessi mál frá fyrstu hendi. Ég held að BUGL sé frábær staður, hef bara heyrt góða hluti um það góða starf sem unnið er þar. Gangi ykkur vel!

Guðríður Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott gengi!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gangi ykkur vel, ég vona að þið fáið góða þjónustu. Við fengum það ekki fyrir 6 árum síðan sem varð til þess að við fluttum úr landi. Ég vil taka það fram að starfsfólkið á barnadeildinni var frábært og eins í skólanum. EN topparnir inni á BUGL hef ég ekki mikið álit á en hvet þig til að hlusta á þína reynslu af syninum og ekki láta þá ráða öllu bara af því að þú heldur að þeir viti betur. Nú vill ég alls ekki draga úr þér, ég veit hvað þessi skref eru erfið, var með minn son þarna í 8 vikur fyrir 6 árum þá 10 ára. Og ég lærði margt gott af starfsfólkinu. En ýtreka bara að þú eigir að hlusta á eigin samfæringu en ekki láta læknana og sálfræðingana segja þér eithvað sem þér fynst ekki vera rétt !!! Í dag á ég flottan son með asberger syndrom og ADHD. En ekki heila rullu af einhverju samansafni af greiningum, þegar ég fékk að vita um asperger og las og lærði um það þá fóru hlutirnir að breytast hjá okkur. 

Gangi ykkur allt í haginn

Sigrún Friðriksdóttir, 8.2.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Takk fyrir þetta. Nei ég læt engan segja mér fyrir verkum ef mér finnst það ekki rétt sjálf. Tók hann af annarri stofnun sem hann var á, vegna þess að mér fannst þau ekki fara rétt að honum, reyndar versnaði hann þarna inni og var beittur ofbeldi.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 8.2.2007 kl. 10:10

5 identicon

Sæl verið þið beggi og Margrét ég heyri að það er gaman á bugl gangi ykkur vel kveðja Sigrún Reynsidóttir

Sigrún Reynsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:48

6 identicon

Hey sis, guess who. Sorry for not sending any e-mail as of late. We went on a Mexican cruise in January along with a group of us from the ELKS LODGE. Had a wonderful time, wil send you pictures later.

Your loving older brother Andrew  

Andrew Gudbergsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 03:36

7 identicon

Oh and by the way perhaps you could post some of the pictures I send you of the cruise here.

Will send the pics in the days to come.

Your brother Andrew

Andrew Gudbergsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 03:44

8 identicon

I have been trying to sign up here but to no avail. What's the deal here. Your site keeps  rejecting my username and my e-mail address. I'm not liking this one bit.

Your brother Andrew from Lake Havasu City AZ, USA 

Andrew Gudbergsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 04:00

9 identicon

I suppose I need a picture of myself to go with this thread. How do I do that I mean an avatar

Andrew

Andy Gudbergsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 04:07

10 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

If you e-mail me your username, I´ll try and do it for you.  And send me a picture to go with it.I´ll put some pictures from Mexico on my site. I am glad you had a good time there. Do you have you kennitala.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 11.2.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband