Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gullkorn

Ég og Beggi vorum að keyra heim frá kirkju á sunnudaginn, vorum komin undir Ingólfsfjall þegar hann segir allt í einu. "Ég er svo þakklátur fyrir hvað ég á góða mömmu, ég á alveg örugglega bestu mömmu í heimi." Ah en sætt.Er ég komin í hóp með henni Díönu prinsessu? Það væri ekki amalegt. Ætti kannski að fara að hugsa um að stofna félag með bestu mömmum í heimi og hafa minningu Díönu sem heiðurs mamman. Hm... líst vel á það.

Hann er auðvitað bara sætastur í sér hann Beggi minn. Hann er alltaf að koma með eitthvað svona óvænt. Reyndar er mér sagt að hann sé rosalega meðvitaður um tilfinningar sínar og líðan. Ég vona að það verði honum til góðs um ævina. Ég veit að fólk sem er svona tilfinninganæmt getur verið brothætt.

Eins og þið hafið séð hef ég stofnað annað blogg fyrir Indlandsferðina núna í sept. Ég hef þessa síðu núna sem aðalsíðuna en þegar ég fer út læt ég englanna vera aðalsíðan.

Img1730

Þessi mynd tók ég þegar ég fór út í fyrsta skiptið.Krakkarnir eru að bíða eftir einu máltíðina sem þau fengu yfir daginn. Ef máltíð má kalla. Fengu bara hrísgrjón.


Skora á ríkisstjórnina að fara ofan í mál lífeyrissjóðanna

Það var mjög athyglisvert hvað bloggarar hafa skrifað í athugasemdum hjá mér varðandi lífeyrissjóðina. Þetta er náttúrulega miklu verra en ég gerði mér grein fyrir.  Þetta hafði Jóhann Páll Símonarson meðal annars að segja.

Ég gerði athugasemd við laun stjórnarmanna á síðasta aðalfundi lífeyrissjóð gildi þá greip einn stjórnamanna inn í umræðuna og sagði að ég væri negatífur að fjalla um laun stjórnamanna. Ég ætti sjálfur að þakka fyrir vell rekin sjóð. Þessi umræddi maður hafi 1 miljón króna fyrir stjórnasetu í lífeyrissjóðnum fyrir 12-15 tíma fundarsetu á ársgrundvelli.

Tökum lítið dæmi með laun framkvæmdarstjóra á ári 19 miljónir 662 þúsund krónur.

Heildarlaun stjórnarmanna 27 miljónir 385 þúsund krónur.

Jón Svavarsson hafði þetta að segja.

Það er hverju orði sannara, að það þarf að uppræta alla þessa spillingu. Stéttarfélögin eru ekki lengur það sem þau eiga að standa fyrir, þetta eru bara sumarbústaðafélög sem eru með rándýra leigu á bústöðum og VR þar vel á toppnum, það er orðið svart þegar það er ódýrara að fara á fjögurra stjörnu HÓTEL en að leigja einn bústað yfir helgi.Síðan eru allir þessir herrar í nefndum og nefnda nefndum og fá margföld laun umbjóðenda sinna, sólunda með sjóði eins og lífeyrissjóðina í allskonar fjármála braski og ef illa fer þá segjast þeir enga ábyrgð hafa.

Ég skil ekki af hverju það er ekki farið lengra ofan í hlutina með þessa lífeyrissjóði. Ég skora á núverandi ríkisstjórn að taka að sér þessi mál og uppræta þessa spillingu. Fara ofan í mál sem skiptir máli, og láta eins og Baugsmálið sem að mínu dómi er alveg útí hött, eiga sig. Vinnið að einhverju verðugu máli fyrir þjóðina ykkar.


Eru lífeyrissjóðirnir löglegir þjófar

Ein vinkona mín er komin á eftirlaun og missti manninn sinn fyrir rúmlega þremur árum síðan. Þegar hann lést var hann búin að borga tæplega 5 milljónir inn á lífeyrissjóðinn sinn. Ekkjan fékk borgað úr sjóðnum fyrstu tvö árin, rúmlega 30.000 kr. á mánuði. Eftir það er hún að fá 15.000 kr. á mánuði.

Hvernig geta stjórnvöld látið svona þjófnað óáreitt, loka augunum fyrir því að heilli þjóð er beitt ranglæti, stolið af okkur milljarði og allt löglegt. Það er kominn tími til að við látum í okkur heyra mótmælum þessu órétti sem okkur er beitt í nafni laganna. Það er kominn tími til að stjórnvöld hysji upp um sig buxurnar og fari að vinna fyrir fólkið í landinu. Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkarnir nota ekki þennan málstað í kosningabaráttu sinni? Við hvað eru þið hrædd. Svo er verið að tala um mafíu á Ítalíu, ég get ekki betur séð að hún sé til staðar hér í okkar eigin landi. Lífeyrissjóðirnir eru að hagnast um miljarða og til hvers, í hvað fara þessir peningar ef ekki til lífeyrisþegna. Til hvers að borga í lífeyrissjóði ef maður sér svo aldrei þessa peninga eða þeir sem erfa mann. Og af hverju látum við þetta yfir okkur ganga endalaust?

Fólk er búið að hafa mikið fyrir lífinu í flestum tilfellum og eiga skilið að njóta ávaxta sinna, Þau eiga ekki að þurfa að betla um hverja einustu krónu og kyssa á hönd formanna lífeyrissjóðanna í þakklætisskyni fyrir þá litlu peninga sem þeir henda til fólks af hroka. Af hverju gerum við aldrei uppreisn hér á landi? Er ekki kominn tími til?  

Ég er búin að borga í sér lífeyrissjóð  á Bretlandi í mörg ár, og ég fæ þennan pening óskiptan með hagnaði. Dettur ekki í hug að borga í fleiri lífeyrissjóði hér á landi, hvað sem það kallast.  

a-couple-on-the-dance-floor-~-bcp017-05 Viljum við ekki að foreldrar okkar, ömmur og afa eigi áhyggjulaust ævikvöld?


Beggi í skólann

Wink Þessi elska er byrjaður í skólanum. Hann var með rosalegan kvíða síðustu daga áður en skólasetningin var. Honum bæði kveið fyrir og hlakkaði til. Sem er ekkert skrítið það var svo mikið búið að ganga á síðustu misseri. Töflurnar sem hann tók í fyrra gerðu ekkert gagn. Ég er byrjuð að gefa honum vítamín, Omega 3 og andoxunarefni frá Forever Living Products, það eru aloe vera vörur. Ég hef heyrt að þetta hjálpi börnum með athyglisbrest og ofvirkni. Hann er bara rétt nýbyrjaður á þessu en ég er spennt að sjá hvort þetta ber árangur. Annars er hann bara yndislegur, eins og besta englabarn. Gengur vel að læra heima, er ekkert pirraður eða neitt, vonandi heldur það áfram svona vel.

Indland jól áramót 2006 559


Ekkert í sjónvarpinu sem horfandi er á

PinchÉg veit ekki hvort það er ég sem er að breytast eða hvað, en það er ekkert í sjónvarpinu sem að lætur mig langa til að hlunkast í sófann minn með popp og kristal og hafa það kósí. Þetta eru allt mjög óspennandi þættir. Maður var sáttur við American Idol, fannst okkur hjónunum gaman að fylgjast með því. En Alla Malla. Þessir þættir núna, American got talent og So you think you can dance, er orðið too much fyrir minn smekk. Og að þau skulu vera um helgar er ég ekki sátt við. og ekkert nema sakamálaþættir, sem ég hef alltaf verið hrifin af, en  eru bara alltof oft núna.

 Ég man þegar ég var stelpa þá settist öll fjölskyldan fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Upstairs, downstairs og Forsæt ættina. Já það voru heilagar stundir hjá mörgum fjölskyldum í þá daga.Ekki má gleyma  Oneaden Line.Sem við vinkonurnar horfðum spenntar á þegar við vorum unglingar

pgs1 pmhudsonEr alveg hætt að framleiða góðar myndir eða kaupa sjónvarpsstöðvarnar þær ekki lengur. Erum við orðin eitthvað úrkynjuð þegar kemur að sjónvarpsþætti eða bíómyndum. Höfum við ekkert að segja hvað er borið á borð fyrir okkur? Eða tökum við öllu þegjandi og hljóðalaust, nennum ekki að láta í okkur heyra. Ég er ekki viss um að ég vilji borga offjár fyrir eitthvað svona drasl, læt bara ekki bjóða mér þetta lengur, er að hugsa um að segja Stöð 2 upp, og spara mér peninginn eða setja hann í eitthvað þarfara en að borga fyrir dagskrá sem maður horfir svo aldrei á. Og hananú.


Nauðgun eða ekki.

Ofbeldið sem konunni var sýnt af hálfu Selfoss lögreglunnar er til háborinnar skammar. Sem kona leið mér mjög illa þegar ég hlustaði á fréttirnar í sjónvarpinu og er alveg viss um að þetta sé eins og nauðgun. Ég hefði ekki verið minna miður mín ef þetta hefði komið fyrir mig alveg handviss um að tilfinningin er eins og þegar manni er nauðgað.  Sýslumaðurinn sagði að þeir hafi reynt allt til að koma viti fyrir konuna. Það er nú til mannúðlegri aðferðir, hvernig hefði verið að hringja í fjölskyldu konunnar og biðja þau að koma á lögreglustöðina til að róa konuna og biðja hana að vera samvinnuþýð. Auðvitað er ölvunarakstur grafalvarlegt mál og ekkert sem réttlætir það. En það var alveg óþarfi að koma svona fram við konuna.


Komin heim úr ferðalagi

Komin heim frá þriggja daga ferðalagi til Berufjarðar. Við Jón fórum með vinafólki okkar Ólöfu og Bárði. Við förum á hverju ári í stutt ferðalag saman um landið. Við gistum á Lindarbrekku í Berufirði í gömlu vinalegu húsi sem að minnti mann óneitanlega á gömlu góðu æskuárin. Við fórum á sunnudagseftirmiðdag og komum í blíðskapar veðri um níuleytið um kvöldið. Við fórum í bíltúra, meðal annars til Egilsstaða.

 Berufjörður 2007 023Lindarbrekka gamla húsið. Til í að fara þangað aftur.

Jón og Óla eru áhuga fólk um aðalbláber, og var þeyst upp um fjöll og firnindi að leita að blessuðum berjunum handa þeim, okkur Badda "ekki" til mikillar skemmtunar, skildum ekkert í því af hverju í blessaða nafni fólkið gat ekki látið sér nægja bara "venjuleg" bláber. Enda var svo mikið af þeim að ég hef ekki séð annað eins um ævina. Baddi tók með sér tölvuna og þýddi einn eða tvo kafla meðan hin hlupu upp um fjöllin að leita að þessu "Gulli." Ég tók upp fötu og ákvað að tína ber fyrst ég var neydd til þess. Endaði auðvitað með því að ég tíndi mest. Því það fór svo langur tími hjá þeim að leita. Fundu aldrei nein aðalbláber.

 

 Berufjörður 2007 011Borða morgunverð í sól og hita

Við fengum gott veður allan tímann, nema það rigndi aðfaranótt miðvikudags. Við renndum fyrir fiski í á á Egilstöðum, Baddi er ekki mikill áhugamaður um fiskveiðar en ákvað að renna fyrir fiski. Hann græjaði stöngina sínu nýju og kastaði út, skildi ekkert í því af hverju hann fékk ekkert,  ákváðum að kíkja á stöngina hans og athuga hvort hann hafi ekki græjað hana rétt. Kom í ljós við nánari athugun að hann hafði bara flotholtið og ekkert annað. "Halló".

Þarf öngul?

Berufjörður 2007 004 Berufjörður 2007 006

                                                                         Jón að renna fyrir fiski

Það er mikið um vaska karlmenn sem koma til að skjóta hreindýr þarna fyrir austan. Komið var með tvo tarfa og gert að þeim meðan við vorum þarna. Hreindýrakjöt er upp á halds kjötið mitt fyrir utan kjúkling auðvitað.

Berufjörður 2007 012

Valur bóndinn á Lindarbrekku með hreindýrshöfuð.

Þeir sem mig þekkja vita að ég er mikil áhuga manneskja um dýr, elska ketti og hunda. Það voru 4 hundar þarna á bænum mér til mikillar gleði. Öðrum ekki til gleði. Tölum ekki meira um það. Ég var bitinn illa í júlí af Labrador hundi sem nágranni minn átti. Sauma þurfti 11 spor og náði bitið alveg niður í bein enda náði hann taki á mér og hristi handlegginn duglega. Er tilfinningalaus kringum sárið. Ég hef verið svolítið hrædd við hunda síðan, en ég er staðráðin að komast yfir það. Var mjög glöð þegar tekið var vel á móti mér á Lindarbrekku með þrjá sæta hunda.

 

Umvafin vinum mínumBerufjörður 2007 018 Berufjörður 2007 015


Maggi Kristins og þyrlan.

Maggi Kristins á heima nokkra metra frá mér hér í Tungunum. (Ég kalla hann Greifann frá Monte Carlo) Hann var sóttur á þyrlunni í gærmorgun. (Ég kalla þyrluna grænu fluguna) Ég og krakkarnir  horfum alltaf spennt á þegar hann lendir flugunni, enda gott útsýni frá svefnherbergisglugganum. Maður byrjar að heyra í henni í fjarlægð þá heyrist kallað." Maggi er að koma".Allir ryðjast að svefnherbergisglugganum og horfum spennt á þegar þyrlan lendir. Kom mér á óvart hvað hún er stór, minnir mig svolítið á herþyrlu.

Dáist að konunni hans að fara upp í ferlíkið, ég yrði dauðhrædd, þarf alltaf að taka tvær kvíðastillandi bara þegar ég þarf að fljúga venjulegri flugvél, þyrfti örugglega að klára úr pilluglasinu ef ég ætti að fara upp í þyrlu.

Mér finnst þetta gott framtak hjá honum Magga. Við erum stolt að hafa hann hér í Tungunum. Þar fer maður með sterkan persónuleika. 


Vel heppnað kórferðalag til Ítalíu

Jæja búið að vera mikið að gera í sumar og er búin að vera löt að fara inn á bloggið. Kom heim frá Ítalíu eftir velheppnaða ferð með Skálholtskórnum. Hittum páfann, og sungum á nokkrum tónleikum, og í nokkrum kaþólskum messum, erum orðin rosalega fær með kaþólsku svörin. Þetta var meiriháttar gaman og ferðuðumst um endilanga Ítalíu.

Í kirkju í Sorrento sem við sungum í.

Kórinn í kirkju í Sorrento

Fengum rosalega gott veður. Er soldið þreytt eftir ferðina þó, þetta var soldið mikið span á okkur, en við upplifðum mikið og sáum mikið. Nú er bara að melta það. Elín konan hans Bjarna Harðar kom með okkur og söng meðal annars einsöng. Mjög góð söng kona. Hún small í hópinn.

Elísabet barnabarnið mitt er hjá mér núna, fékk að hafa hana hjá mér, verð að hafa einhvern hjá mér öðru hvoru. Ég var með öll fimm barnabörnin hjá mér í viku í sumar. Já,,,,, það var fjör á heimilinu þá!!!!!!!!!!!

                                                                                                                                                                        Elisabeth og Daði     Kvenfélagsferð 2007 108

 

 

 

 

 

 

Stjúpsonur minn hann Benni gifti sig í júní og ég passaði börnin þeirra þrju í viku á meðan þau fóru í brúðkaupsferð. Ég var einnig með Victoriu, og  Elisabeth var í nokkra daga. Victoria er búin að vera hjá mér í mest allt sumar meðan Melanie var að vinna.                                                                          

Benni og Braga gifta sig

 

 

Benni og Braga í hnappheldunaBrúðkaup Benna og Brögu 132

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ég fór í augn lazer í síðasta mánuði. Læknirinn mælti með því að ég fengi þá meðferð að ég sæi betur þegar ég væri að lesa en sæi verr frá mér. Mér finnst það ekki alveg henta mér og ætla að fara aftur og láta laga það. Þetta er svo lítið mál að fara í þetta.

     Álfheiður og Stefán

Álfheiður og Stefán

Er að fara til Indlands í næsta mánuði. Ætla að opna sér síðu fyrir það, mér finnst það betra.  Er búin að vera með síðu fyrir það á blog central er er að hugsa um að skipta yfir. Var að ganga frá því síðast í gær, að panta flugfar frá Kalkútta til Delhi. Fórum í lest þessa leið í janúar s.l. "oh my" það tók okkur 27 klukkustundir og ÞAÐ ER EKKERT GRÍN Í INDVERSKUM LESTUM SKAL ÉG SEGJA YKKUR. Ég fer í þetta skiptið með tengdadóttur minni henni Álfheiði og vinkonu hennar  henni Karitas, en Álfheiður er fædd í Kalkútta og hefur ekki farið þangað síðan hún var ættleidd hingað til Íslands.

                           Hjá Taj Mahal

Við Taj Mahal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Tíminn líður hratt

Almáttugur hvað tíminn er fljótur að líða. Bara kominn miðvikudagur allt í einu. Ekki veit hvað verður af þessum tíma. Kallinn kom heim um helgina og var gestagangur á mánudaginn. Fór í kirkju á sunnudag og þar var Silja og Jakob með splunku nýja stelpuna sína sem fæddist þann 17. maí.Myndir 009

  Síðan fór ég að syngja í fermingarmessu í Skálholti á sunnudag og fórum síðan í fermingarveislu hjá honum Stefáni Geir.Myndir 014

 

 

Var að selja alla bústaðina mína uhh,,uhhh. Nei það er svo mikið og spennandi að gerast hjá mér að það verður allt í þessu fína. Svolítið skrítið samt að þurfa ekki að hugsa um þá. Afhenti þá í dag. Frábært fólk sem að keypti þá, líst rosalega vel á þau. Nú fer maður að hugsa fyrir alvöru með Indland, demba sér í fjáröflunina. Yessss ég er svo spennt fyrir því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband