16.8.2007 | 18:07
Vel heppnað kórferðalag til Ítalíu
Jæja búið að vera mikið að gera í sumar og er búin að vera löt að fara inn á bloggið. Kom heim frá Ítalíu eftir velheppnaða ferð með Skálholtskórnum. Hittum páfann, og sungum á nokkrum tónleikum, og í nokkrum kaþólskum messum, erum orðin rosalega fær með kaþólsku svörin. Þetta var meiriháttar gaman og ferðuðumst um endilanga Ítalíu.
Í kirkju í Sorrento sem við sungum í.
Fengum rosalega gott veður. Er soldið þreytt eftir ferðina þó, þetta var soldið mikið span á okkur, en við upplifðum mikið og sáum mikið. Nú er bara að melta það. Elín konan hans Bjarna Harðar kom með okkur og söng meðal annars einsöng. Mjög góð söng kona. Hún small í hópinn.
Elísabet barnabarnið mitt er hjá mér núna, fékk að hafa hana hjá mér, verð að hafa einhvern hjá mér öðru hvoru. Ég var með öll fimm barnabörnin hjá mér í viku í sumar. Já,,,,, það var fjör á heimilinu þá!!!!!!!!!!!
Stjúpsonur minn hann Benni gifti sig í júní og ég passaði börnin þeirra þrju í viku á meðan þau fóru í brúðkaupsferð. Ég var einnig með Victoriu, og Elisabeth var í nokkra daga. Victoria er búin að vera hjá mér í mest allt sumar meðan Melanie var að vinna.
Ég fór í augn lazer í síðasta mánuði. Læknirinn mælti með því að ég fengi þá meðferð að ég sæi betur þegar ég væri að lesa en sæi verr frá mér. Mér finnst það ekki alveg henta mér og ætla að fara aftur og láta laga það. Þetta er svo lítið mál að fara í þetta.
Álfheiður og Stefán
Er að fara til Indlands í næsta mánuði. Ætla að opna sér síðu fyrir það, mér finnst það betra. Er búin að vera með síðu fyrir það á blog central er er að hugsa um að skipta yfir. Var að ganga frá því síðast í gær, að panta flugfar frá Kalkútta til Delhi. Fórum í lest þessa leið í janúar s.l. "oh my" það tók okkur 27 klukkustundir og ÞAÐ ER EKKERT GRÍN Í INDVERSKUM LESTUM SKAL ÉG SEGJA YKKUR. Ég fer í þetta skiptið með tengdadóttur minni henni Álfheiði og vinkonu hennar henni Karitas, en Álfheiður er fædd í Kalkútta og hefur ekki farið þangað síðan hún var ættleidd hingað til Íslands.
Hjá Taj Mahal
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 18.8.2007 kl. 10:00 | Facebook
Athugasemdir
Flottar myndir hjá þérog gaman að lesa allar fréttinar. Hélt bara að þú værir hætt að blogga.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.8.2007 kl. 11:47
Fallegar myndir
Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.