15.5.2007 | 12:26
Komin aftur á bloggið
Jæja, fólk hefur verið að spyrja mig um Begga og af hverju ég hafi ekki skrifað svo lengi. Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér og hef ekki gefið mér tíma til að skrifa. Ég veit að þetta er bara afsökun. Ég er búin að sakna þess að skrifa ekki og hef oft hugsað, já ég verð að skrifa þetta á bloggið mitt. Ég er búin að breyta um snið, og vonandi líkar ykkur það.
Begga gengu voðalega vel í skólanum og kennarinn er mjög ánægð með hann, fólk er alltaf að segja hvað hann sé rosalega kurteis, fór með hann í klippingu í síðustu viku og konan sagði að hann væri kurteitasti strákur sem hann hefur hitt. Hann fékk ný lyf sem hjálpa honum að ná tökum á kvíðanum og hef ég sé miklar breytingar á honum eftir það. Nú þorir hann að vera einn heima og er ekki að hringja í mann í tíma og ótíma. Svo að allt lítur betur út. Hann er búin að fá vini sína aftur til sín.
Ég breytti nafninu á forsíðunni á blogginu af því að nú ætla ég að fara að skrifa um allt sem mér dettur í hug.
Hér er Beggi flott klæddur enda er hann ný búin að skírast.Það vildi svo illa til að þegar búið var að skutla mér í kirkjuna, og Jón og strákarnir á leiðinni að ná í múttu mína þá lentu þeir í árekstri. Þeir biðu á rauðu ljósi þegar jeppi kom á fleygiferð aftan á þá og bíllinn þeyttist marga metra fram, sem betur fer slapp kona með barnavagn sem var nýbúin að fara fram fyrir bílinn hjá þeim. En bíllinn var allur klesstur að aftan og kakan sömuleiðis sem átti að vera í skírninni. Jón hringdi og sagði að það yrði að fresta skírninni ég hélt nú ekki. Fékk Ólu vinkonu að skutla mér á slysstað skreið aftur í skottið á klessta bílnum mínum og náði í kökuna og kjúklingaréttinn. Sem betur fer var þetta allt vel pakkað inn , svo að ég sópaði bara glerbrotunum af óg fór með þetta inn í bíl hjá vinkonu minni. Kíkti inn í lögreglubílinn og lét kallinn minn vita að áfram ferður haldið með skírnina, ég læt nú ekki svona smá muni stopp mig. Þeir slösuðust sem betur fer ekki en voru í smá sjokki. Jón og Beggi fengu kúlu á hausinn, en þeir sluppu furðulega vel.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Já já...bara ég að kvitta Loksins byrjuð að blogga aftur.
See ya tomorrow....love ya
Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:53
Gott að sjá þig aftur. Sæt mynd af Begga. Knús frá Skagnum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.