13.3.2007 | 21:20
Argh... ég er reið
Stundum veit ég ekki alveg hvað er í gangi. Maður er búin að vera þarna í bænum í fimm vikur, búin að leggja á sig til að hjálpa stráknum, og skólinn eða réttara sagt skólastjórinn er bara með stæla. Ég hafði sagt henni að Beggi kæmi í skólann líka á miðv-föstudags. Hún hringdi í mig í gær og sagði að hann mætti ekki koma í skólann á miðvikud og fimmtud. Ég spurði hana hvort hún ætlaði ekki að fara eftir því sem BUGL er að ráðleggja. Hún sagði bara að þetta væri útrætt mál. Hún sagði að hann væri velkominn á föstudaginn. Hvað er þetta annað en bullandi fordómar. Þetta er nú ekki alveg heilbrigt.
Hún sagði að hann væri búinn að vera svo stutt á BUGL. Hvað á hún eiginlega með því? Hún á auðvitað engann rétt á að koma svona fram. Strákurinn á rétt á því að fara í skólann eins og önnur börn. Svo að núna er ég bara bullandi reið.
Þrír starfsmenn frá BUGL eru að fara í skólann á morgunn til að funda með starfsfólki. Hann fer á þriðudaginn til taugalæknis út af Tourette einkennunum. Það verður svo skólafundur næsta miðvikudag og hann útskrifast annað hvort þá eða föstdaginn í næstu viku, vonandi verður það miðvikudag því ég er með stóra veislu á laugardaginn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Bíddu..hvaða rugl er í þessari konu ! Vá hvað ég held að hún eigi nú ekki að vera skólastjóri ef hún hugsar ekki um hagsmuni barna í skólanum ! Fólk getur verið svo klikkað í hausnum !
Melanie Rose (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 23:10
Leiðinlegt þetta Margrét mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.3.2007 kl. 23:33
Ég hélt að samkvæmt lögum þá mætti ekki neita honum að mæta í skólann. Þetta er bara fáránlegt.
Kolla, 14.3.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.