Beggi í skólann

Kisur og Hlynur 028

 Beggi og Hlynur:Cool

Jæja ég er nú ekki horfin af yfirborði jarðar. Þetta er búið að vera erfitt og mér hefur ekki liðið nógu vel. En vonandi er þetta allt á uppleið. Ég var ekki hrifin af aukaverkunum af töflunum og bað læknirinn að taka hann af þeim, hann varð bara pirraður og leiðinlegur af þeim. Hún ætlaði að setja hann á aðrar töflur í kvöld, en á miðvikudaginn sagði Beggi mér, að honum hafi liðið vel þann dag. " Oh gosh". Ég spurði hann hvað hann meinti með því. Hann sagðist vera  þolinmóðari. Æ ég sver það, hvað á maður að gera. Ég talaði við læknirinn á BUGL og sagði henni hvað Beggi hafði sagt, og hún ákvað að hafa hann á töflunum sem hann var á fram yfir helgi og sjá svo til. 

Ætlunin var að hann hefði farið í skólann í dag ( sem hann gerði) og aftur á mánudaginn , í svona klukkutíma. Hann átti svo að fara á BUGL á þriðjudaginn og aftur í sinn skóla á föstudaginn næsta. Læknirinn hringdi svo í morgun og sagði að það væri búið að gera breytingar. Hann kæmi aftur á BUGL á þriðjudag en færi svo miðv. fimmtd. og föstudag í sinn skóla. YESSSSS. Þá þarf ég ekki að vera yfir nótt í Reykjavík. Ég er svo hamingjusöm.Smile
 

Það gekk vel í skólanum í morgun, ég var hjá honum í smátíma og fór svo í heimsókn upp á skrifstofuna þar sem ég vann áður. Hlynur vinur hans ú bekknum hans kom til hans eftir skóla og er að leika við hann núna. Svo að ég vona að hann komist fljótt aftur í vinahópinn. Strákarnir í bekknum tóku vel á móti honum og kennarinn var alveg yndisleg við hann. Ég veit alveg að þetta er erfitt fyrir hana, sérstakelga eftir allar sögurnar sem hún hefur heyrt, en Beggi er alveg yndislegur strákur þótt hann eigi við þessa erfiðleika að stríða. Ég vona bara að allt gangi vel í skólanum. Ég er sjálf kvíðin fyrir því, þetta er búið að vera mikil barátta.

Kettirnir og hvolpurinn eru alltaf svo glöð að sjá okkur þegar við komum heim. Læt fylgja myndir af þeim.

 Kisur og Hlynur 004             Kisur og Hlynur 014    

 Rossi ( þessi guli ) er með aðeins 3     Rómeó er eins og varðhundur    

fætur. Kleópatra var villikettlingur        ver húsið fyrir öðrum hundum

sem ég tók að mér. 

 Kisur og Hlynur 022         Tanja

Herkules fer stundum í fýlu og hverfur        Prinsessan á heimilinu er Tanja.

í nokkra daga.

 Kisur og Hlynur 008

Roberto er töffari 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Ég vona innilega að allt rætist fyrir ykkur. En hvað þið eru heppin að eiga svona mörg dýr:Þ

Klem og knús

Kolla 

Kolla, 9.3.2007 kl. 17:59

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ hvað dýrin eru falleg .Tanja og Rómeó eru svo sérstök, maður sér það á myndunum. 

Vonandi gengur Begga vel í skólanum. Skil að þetta taki á þig. Ég hlakkaði til að sjá þig á sunnudag en ég er að fatta að mamma á afmæli þá. Ég hélt það væri á mánudag. Svo líklega kemst ég ekki til Melanie. Ég hakkaði til.

Bestu kveðjur

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.3.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sætir strákar ... sæt dýr!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband