27.2.2007 | 16:11
Lífrænar gallabuxur og jólaskraut
Fór í Kringluna í síðustu viku til að kaupa mér gallabuxur, sem er ekki frásögu-færandi, nema að þegar ég var búin að máta um fimm buxur ákvað ég að ein þeirra passaði bara vel á mig og ákvað að kaupa þær. Þegar kom að því að borga þær, leit afgreiðslustúlkan á mig mjög alvarlegum á svip og sagði" Þú veist að þær eru lífrænar".
Það kom nú á gömlu og spurði ég hvað það þýddi nú að eiga lífrænar gallabuxur." Jú" svaraði afgreiðslustúlkan, " það er nú þannig að bómullinn sem buxurnar eru gerðar úr eru lífrænt ræktaðar"."Almáttugur" hugsaði ég "ekki ætla ég að borða þær". Ég á nú vinkonur sem eru að rækta lífrænt grænmeti og hef ég oft keypt þannig vörur, en aldrei átt lífrænar gallabuxur. Kannski að þetta sé það sem koma skal. Allt lífrænt, líka fötin. Jæja það fer að minnsta kosti vel með jarðveginn.
Annars er ég í kjallaraíbúðinni minni á Grettisgötunni og föndra jólaskraut. Já ég meina það. Kallinn er nú alveg viss um að ég sé búin að tapa glórunni. Hann átti ekki orð yfir því að ég skuli vera að föndra jólaskraut í febrúar. "Halló" ég missti af jólunum, fór til Indlands, fékk meira að segja bara að borða pasta með tómatsósu á aðfangadag. Ég er nú bara í smá sjokki að hafa misst af þeim, og er að reyna að bæta mér það upp. Fólkið í föndurbúðunum horfa á mig með furðusvip þegar ég kaupi jólaföndrið. "Hey" það er alltaf gaman að vera svolítið öðruvísi.
En nei, nei, að öllu gamni sleppt er ég að búa til jólaskraut til að selja fyrir næstu jól. Ég er með fjáröflun fyrir dagheimilið á Indlandi sem ég ætla að byggja.Ég er að búa til litla hjartapoka úr fíltefni sem ég fylli svo með heimatilbúnu súkkulaði/karamellu konfekti, mmmm......æðislega gott, tilvalið að gefa vinkonu sínum í litla jólagjöf. Ég er líka að skrifa litla uppskriftabók með konfekt, múffins og smáköku uppskriftum. Svo að þetta er allt fyrir gott málefni. Maður má nú vera talin biluð ef það er fyrir gott málefni.
Er þetta ekki bara nokkuð sætt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flott jólaskruat og það er nú bara gaman að ver öðruvísi.
Heyr lífrænt ræktaðar gallabuxur. Áður fyrr var bara allt lífrænt. Það er að segja áður en allt þetta eitur kom til og þá kostaði lífrænt ekki meir. Allt var bara lífrænt.,
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.2.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.