16.2.2007 | 20:37
Gömul mamma
Þegar ég náði í Begga niður á BUGL í dag um tvö leytið, sagði hann að hann ætti elstu mömmuna þarna,
ég er nú ekki það gömul að hann þyrfti nú ekki að taka þetta fram, ég var nú bara nokkuð svekkt, ég sem á börn sem eru að fara fram úr mér í aldri, ég er nú alltaf tuttugu, reyndar sagði einn strákurinn niður á BUGL að ég væri svo skemmtileg, Yesssss. Svo að aldur skiptir nú ekki svo miklu máli, sagði við hann að kannski væru vinir hans á BUGL elstir af systkinunum, en hann væri yngstur hjá okkur.
Í gær nennti ég ekki að mála mig áður en ég skutlaði honum niður eftir, setti bara á mig maskara og varalit. Við komum aðeins við í apóteki á leiðinni, á leiðinni út tók hann eftir því að ég var ekki máluð." Mamma skammastu þín ekki fyrir að vera ómáluð" (Ég læt aldrei sjá mig ómálaða út á götu, já ég veit að þetta er hegómi, so what). Seinna um daginn þegar ég var niður frá og við vorum að spila með öðrum krökkum og starfsfólki, þá sagðist hann ætla að segja þeim leyndarmál mín, ég sagðist ekki eiga nein leyndarmál sem að hann vissi um. Þá stökk hann upp úr sófanum og sagði öllum að ég hafði ekki málað mig áður en ég fór út í morgun. Það var auðséð að þetta hafi hvílt þungt á honum síðan um morguninn.
Góða helgi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Athugasemdir
BWAHAHA !! Beggi góður sko Þá veit ég hvar ég fæ það að fara ekki út ómáluð...frá þér !!!!! Haha...getur kætt þig við það að vera svona ung og eiga svona gamla dóttur.....right ? Enda ekki margir sem trúa að við séum mæðgur sko Love ya xxx
Melanie Rose (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:47
Þegar ég les svona sögur af unglingum þá blessa ég það að nú er unglingurinn minn orðið ungmenni og hættur að skammast sín endalaust fyrir allt sem maður segir og gerir. Sem dæmi um eitt sem ég átti að hafa gert sem var mjög skammarlegt er að ég hafði fyrir nokkrum árum sett mynd af henni á vefsíðu þar sem hún var að taka á móti verðlaunum á fimleikamóti og var í kisubol og með málað dýraandlit. Þetta var víst mjög mannorðsskemmandi fyrir unglinginn og lét hún í það skína að hún hafi varla getað farið út úr húsi um tíma út af stríðni út af þessum myndum.
en ég held að það sé bara nauðsynlegur liður í þroska unglinga að hafna svona foreldrunum og reyna að sjá eitthvað neikvætt í fari þeirra. Þau eru að slíta sig í burtu og reyna að vera sjálfstæðar persónur.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.2.2007 kl. 20:58
Já þetta er alveg rétt hjá þér Salvör. Hvenær ætli þeir vaxi upp úr því, á einn 23ja ára sem að skammast sín enn fyrir mig.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 16.2.2007 kl. 21:03
Þú ert nú ung og sæt. Þekki þetta með unglingana, þó mínir séu ornir fullornir eins og þú veist. Ekki langt síðan þeir sögðu "Æ mamma Góða".
Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 21:41
Til hamingju með daginn elsku mamma (Konudaginn)
Melanie Rose (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 10:50
<a href=http://www.glitter-graphics.com title='Myspace Graphics'><img src=http://dl7.glitter-graphics.net/pub/4/4517mdmh56si30.gif width=156 height=95 alt='myspace layouts, myspace codes, glitter graphics' border=0></a>
Bolla bolla bolla...!!!! Knús á bolludaginn !
Love ya xxx
Melanie Rose (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 10:08
Þetta átti að koma.....ekki allir þessir stafir
Melanie Rose (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 10:09
kvitt
Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.