15.2.2007 | 13:50
Fundur á BUGL í morgun.
Á ekki orð yfir hvað er frábært fólk á BUGL.
Mætti á fundi í morgun á BUGL til að ræða hvernig gengi með Begga. Ég talaði um að hann væri svo hreinskilinn og segði það sem honum býr í brjósti. Ekki alltaf við þær kringumstæðum sem maður óskaði eftir, en svona er hann. Það eru margir sem að kunna að meta þennan eiginleika hjá honum.
Það sem kom þeim soldið á óvart er hvað hann sé tillitssamur og kurteis. Hann á mjög auðvelt með að koma tilfinningum sínum í orðum. Mér þótti vænt um þessar upplýsingar, það eru svo fáir sem reyna að koma auga á góðu og jákvæðu eiginleika hans. Mér finnst það liggja í augum uppi að ef "þessi" börn fá virðingu og hlýju frá öðrum, þá eiga þau mun auðveldara með að láta í ljós góðu hliðarnar.
Beggi hefur verið stjórnsamur og hef ég mætt frekar neikvæðum skilning varðandi það, mér hefur verið sagt að hann færi frekja og vildi stjórna öllum í kringum sig. Hann hefur ekki oft komist upp með það heima hjá sér. Það sem ég lærði í dag er að vegna þess að hann sé með kvíðaröskun, þá reynir hann að stjórna aðstæðum í kringum sig til að ekkert komi honum á óvart, og að hann sé að reyna að stjórna kvíðanum með þessum aðferðum. Vá!!!! frábært að fá að vita þetta. Þau koma svo með úrræði til að hjálpa honum varðandi þetta. Mér finnst þetta svo frábær staður þarna á BUGL. Fólkið er svo starfi sínu vaxið og frábært. Mig langar bara að knúsa þau öll. Á örugglega eftir að gera það
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er svo gott að fá aðstoð frá fagfólki. Allt of margir þarna úti sem þykjast vita allt betur, meira að segja betur en fagfólk ("þessir sálfræðingar"!!!) og gera foreldra óánægða með sig! „Þú átt bara að beita barnið meiri aga!“ Þú átt að vera ástríkari við barnið!“ Og svo framvegis! Hef tröllatrú á fagfólki (þótt auðvitað geti það verið misjafnt) og hef heyrt góðar sögur um fólkið þarna á BUGL! (Mamma vann einu sinni á BUGL, hún er hjúkka).
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 18:10
Þetta er allveg frábært. Þessar upplýsingar og hvernig á að bregðast við. Líka að fá að heyra að hann er svona tillitssamur og hreinskilinn. Frábært.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.2.2007 kl. 18:18
Yndislegt að heyra af honum Begga. Frábært að heyra líka hvernig það er verið að styðja við ykkur líka með svona jákvæðni.
Heyrumst!
Bkv. Eygló
Eygló Þóra Harðardóttir, 15.2.2007 kl. 20:04
Knúsó til ykkar Love ya xxx
Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:23
Það er æðislegt að þeir eru starfi sínu vaxnir á BUGL. Er einmitt farinn að spá í að sækja um að taka starfsnámið mitt á Íslandi á næsta ári. Er bara búin að heyra svo mikið um að það séu margar góðar stofnanir á Íslandi.
Frábært að þið fenguð svona góðar upplýsingar og hvernig ætti að bregðast við
Kolla, 15.2.2007 kl. 22:32
föstudagsknús
Ólafur fannberg, 16.2.2007 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.