13.2.2007 | 21:59
Góður dagur
Ég og Beggi nenntum ekki strax á fætur í morgunn, kúrðum aðeins lengur en vanalega en komust á BUGL á réttum tíma. Ég fór heim í tölvuna eins og vanaleg og fór að skrifa niður uppskriftir sem ég ætla að gefa út til fjáröflunar fyrir " Engla Indlands".www.englarindlands.com. Fór að hitta Hönnu Jónu vinkonu mína í hádegismat, við hittumst öðru hvoru og förum alltaf að borða á American Style. Búin að gera það í mörg ár.
Ég ákvað að eyða tímanum hingað og þangað þar til ég átti að fara á BUGL kl: 14:30. Svona korter í tvö ákvað ég að fara og láta þvo bílinn, fór inn á Esso stöð og voru ekki nema sex bílar sem að biðu, svo að ég dreif mig í röðina. En það tók u.þ.b 10 mín fyrir hvern bíl og ég komst ekki á BUGL fyrr en kl:15:30 þá var tími fyrir hann að koma heim.
Hann er búin að eignast góða vini þarna inni, og ætlar einn að koma með okkur heim á morgunn. Beggi er mjög glaður yfir því að vera búin að eignast vin í bænum, gerum eitthvað skemmtilegt.Annað kvöld er svo fjölskyldukvöld á BUGL og má hvert barn bjóða með sér fimm fjölskyldumeðlimi. Við hlökkum til að sjá hvernig það verður. Pabbi hans Begga ætlar að koma í bæinn.
Ég og Beggi ákváðum að leggja bílnum heima og ganga niður Laugarveginn, og fara að fordæmi bloggvinkonu minnar henni Gurrí að fara á kaffihús í Reykjavík. Auðvitað hef ég farið á kaffihús fyrr en ekki með Begga sinn. Við ákváðum að fara á eitt kaffihús sem ég þekkti til. Fórum þangað inn og spurði einn þjóninn hvort það væri reyklaustsvæði. Já, já sagði hann, alls staðar og benti út í salinn. "Hey great", sagði ég og við löbbuðum inn í salinn, það fyrsta sem blasti við okkur voru fólk að reykja, ég fór aftur til þjónsins og sagði honum að það væri nú fólk þarna inni að reykja. Já það má reykja þarna megin. Bíddu var hann ekki rétt að segja mér að það væri reyklaust. Við löbbuðum út til að finna annað kaffihús sem kannski væri reyklaust, fundum ekkert. Beggi þolir ekki reykinn, ég fæ hóstakast ef reykt er í kringum mig. Veit einhver um reyklaust kaffihús í Reykjavík? Við keyptum svo bara suðusúkkulað og hituðum kakó heima og fórum í bakaríið til að kaupa baggelsi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Athugasemdir
Ohh cosy hjá ykkur Ekki veit ég um neinn reyklaust kaffihús Fer ekki oft á kaffihús.... en þegar ég hef farið hef ég farið á Café Paris niður í bæ....held að það sé ekki alveg reyklaust en ég meikaði alveg að vera þar...og ég ÞOLI ekki reyk ! Hef ekki farið síðan því var breytt...en þið getið prófað
Love ya xxx
Melanie Rose (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:16
Þetta hefur verið góður dagur hjá ykkur Begga held ég þrátt fyrir að þið funduð ekki reyklaust kaffihús. Veit ekki um neitt. Það eru svo fá sem ég fer á. Það er frá bært að Beggi er búinn að eignast vin.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 22:33
Já já Melanie. Þetta var Kaffi París sem ég er að tala um.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 13.2.2007 kl. 22:35
Ó ok
Melanie Rose (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:56
Yo...búin að redda þessu fyrir þig elsku mamma. Hérna er listi yfir reyklaus kaffihús og veitingarstaðir..enjoy
http://www.lydheilsustod.is/frettir/tobaksvarnir/nr/832
Melanie Rose (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:37
Hey þetta var frábært, fullt af reyklausum hér í kring. Takk fyrir þetta.Getum farið í næstu viku.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 14.2.2007 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.