Búin að fá tölvuna mína aftur.

Ég skildi tölvuna mína eftir í bænum á föstudaginn fyrir Begga því að hann var eftir hjá systir sinni. Ég ætlaði að nota heima tölvuna en komst svo ekki á netið.

Síðasta vika á BUGL gat ekki gengið betur. Hann var rólegur og gerði allt sem honum var sagt og fór eftir settum reglum. Ég fór austur eftir að hafa skutlað honum á BUGL kl: 8. Var soldið emotional á leiðinni, sérstaklega þegar ég var að koma upp Hellisheiðina og sólin var að koma upp,  himininn var sveipaður dulmögnuðum bleikum skýjum, það var svo fallegt að kökkurinn í hálsinum gaf sig eftir allar tilfinningasveiflurnar í vikunni, hafði bara gott af því.

Beggi varð eftir í bænum, systir hans fór og sótti hann um kl: 13. Hann var eins og ljós alla helgina hjá henni, en varð glaður þegar ég kom og sótti hann í kvöld. Og ég var glöð að fá að sjá hann og fá tölvuna mína aftur. Ótrúlegt hvað maður verður háður henni, tölvunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe...já alltaf gaman að fá tölvuna sína aftur muhaha...

Já Beggi var rosa stilltur og góður um helgina  Kíkjum örugglega í heimsókn til ykkar í vikunni  

Love u...Mel xxx

Melanie Rose (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband