Sjúkdómsaga Begga

Ég vissi strax þegar ég gekk með Begga að hann væri hress strákur. hélt á tímabili að ég gengi með heilt fótboltalið, svo mikill var hamagangurinn. Þegar hann fæddist þessi elska, þá byrjaði fjörið fyrir alvöru. Hann neitaði alveg að sofa eitthvað að ráði, vaknaði á klukkuíma fresti og neitaði að sofa að degi til. Í leikskólanum var fenginn skólasálfræðingur, og var ákveðið að einn starfsmaður tæki hann að sér, sem gekk mjög vel, og var Beggi eins og skugginn hans, enda bundust þeir sterkum böndum, og var mjög erfitt fyrir þá báða þegar Beggi hætti í leikskólanum.

Þegar Beggi fór í skólann kom í ljós að hann þolir illa læti og klið. Hann t.d. getur ekki notað venjulegan blýant því hann þolir ekki hávaðann í honum þegar hann skrifar og verður að nota skrúfblýant. Hann þolir ekki tifið í klukkunni, og ef einhver ýtir lauslega við honum upplifir hann það sem árás, og bregst við samkvæmt því með gagnárás. Ef hann finnur sig í kringumstæðum sem hann finnur að hann hafi ekki stjórn á fær hann "Tourette storm" sem lýsir sér að hann fái brjálæðiskast, segir ljóta hluti sem hann hefur enga stjórn á og man ekki eftir þeim eftir á.

Beggi er skynsamur og vel gefinn strákur. Hann gerir sér mjög vel grein fyrir því að hann er haldinn þessum sjúkdómi og er mjög meðvitaður um hann. Það besta sem hann gerir  þegar hann finnur að hann sé að fá kast, er að fara og vera einn. Hann fær ekki þessi köst heima lengur. Við erum búin að læra hvernig á að koma fram við hann ef við finnum að hann sé að fá kast. Maður þarf að vera mjög þolinmóður við hann og það þýðir ekki að vera þrjóskur eða taka hann taki og snúa hann niður eins og hefur verið gert við hann. Hann versnar bara og eins og sagt er, " Það er eins og að hella olíu á eld".  

 Tökum eitt dæmi hvað hægt er að gera. Við vorum á Indlandi um áramótin í hjálparstarfi. Við fórum í nokkur þorp, og Begga var byrjað að leiðast, var orðinn pirraður og ég fann að gosið var ekki langt undan. Ég rétti honum myndavélina í snatri og sagði að hann mætti taka myndir. Það rann af honum reiðin eins og hendi væri veifað og hann tók þetta miklivæga hlutverk að sér með bros á vör. Maður þarf að vera tilbúin með verkefni ef maður finnur að hann sé að fá kast.

Lífið hefur ekki verið beint dans á rósum síðan litli prinsinn fæddist. Hann hefur þó kennt okkur margt og ég trúi því að hann er eins og hann er til að kenna okkur hinum að enginn er eins, og að við þurfum að rækta með okkur umburðarlyndi og kærleika gagnvart börnum og fólki í þjóðfélaginu sem er ekki eins og upp úr uppskriftabók. Við þurfum að umgangast þessi börn af virðingu og kærleika fyrst og fremst. Þessi börn verða oft drifkraftar samfélagsins þegar þau fullorðnast, ef að rétt er staðið að þeim frá barnæsku.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt satt sem þú segir Margrét Annie og heimurinn væri betri ef fólk almennt ætti meira til af umbyrðarlyndi og kærleik.  Beggi er frábær strákur og hefur svo marga góða kosti, hann er hjálpfús og vinnusamur og hefur stórt og hlýtt hjarta.  Þegar hann hefur lært að lifa með sínum sjúkdómi verða honum allir vegir færir.  Og við hin sem umgöngumst hann og aðra sem svipað er ástatt fyrir þurfum líka að læra lexíuna okkar og það getum við til dæmis svo vel gert með því að lesa þetta blogg.  Elsku vinir, gangi ykkur vel,  Marta

Marta Sonja Gísladóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Strákurinn minn átti við hegðunarvanda að stríða í æsku en var sjúkdómsgreindur sem "sonur einstæðrar móður" ... Hann fékk ekki greiningu fyrr en 13 ára. Mér finnst svo gaman að lesa um strákinn þinn að hann fái hjálp við hæfi og allir meðvitaðir um hvað er að í stað þess að dæma. Strákurinn minn var alltaf góður heima, enda kunni ég á hann, en vandræðin hófust þegar út í heiminn var komið; skólann, barnaafmæli og slíkt. 

Ég hlakka til að fylgjast meira með ykkur!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Já ég kannast við þetta mjög vel, hann er orðinn góður heima hjá sér þótt hann geti stundum orðið pirraður. Týpist að kenna fólki um hegðunarvandamál krakka með vandamál. Ég vona að stráknum þínum líð vel í dag.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 8.2.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband