Færsluflokkur: Ferðalög

Ákvað að vekja upp gamlan draug.

Facebook er alveg ágætt til síns brúks en ég á vinkonu hér í Noregi sem bloggar á hverjum degi og það vakti hjá mér löngun að byrja aftur að blogga.

Ákvað að skrifa um lífið okkar hér í Noregi.

Var á vakt til kl:22:15 í gærkvöldi. Þurfti að vakna kl: 7 í morgun til að fara með bílinn á verkstæði. Þarf að skipta um bremsuklossa og diska á honum. 

Leit út um gluggann og sá að það var þoka...."Yesss" hugsaði ég "æðislegt nú get ég farið í nýja skær, skær, skær bleiku regnkápuna sem ég keypti mér á Skeldýrahátíðinni hér í Mandal um síðustu helgi."

Þar sem ég er ekki þannig manneskja að fara "Bara" út að ganga þarf ég alltaf að taka hundinn með mér....þarf að hafa einhvern tilgang að fara út að fá mér frískt loft og heilbrigða hreyfingu. ( Ég er í aðhaldi og þarf út að labba á hverjum degi í 30 mín.) Svo að ég skellti Tönju í skottið á bínum ég í skær bleiku regnkápunni og brunaði af stað í frábærri þoku.  Þegar ég kom á verkstæðið sá ég að bíllinn sem mig langar í var horfinn...hehehehe...Hvar er bílinn minn spurði ég sölustjórann...hann skellihló og sagðist vera búin að selja hann."En ég get reddað þér öðrum " sagði hann. Þetta er nýjasti bílinn frá Citroen.....reyndar var þessi sport týpan sem er æðislegur DS5 Ætla pottþétt að kaupa mér einn þegar ég verð rík...heheheh.....

Jæja við Tanja löbbuðum heim, ég í skær bleiku regnkápunni og fílaði mig í botn. Ennnnn....svo dró frá sólu og ég mætti fólki á hjóli í stuttbuxum og stuttermabol.  :-)  En ég var bara glöð og ánægð að geta notað kápuna mín í smá tíma. Tók mig 30 mín að labba.

Það er búið að vera svo æðislegt veður hér...reyndar rigndi smá í gær en þá var ég í vinnunni.

Ég er búin að vera að vinna svo mikið í sumar sem afleysingarmanneskja á elliheimilinu hér í Mandal. Fólk heldur að ég sé smá klikkuð að vinna svona mikið á sumrin. En ég er bara svo þakklát að hafa vinnu og hafa heilsu til að vinna svona mikið. Finn samt fyrir því að ég er orðin soldið þreytt. Ég er búin að fá vinnu áfram sem afleysingarmanneskja, svo að ég skrái mig á allar vaktir sem koma á netið.....og er að fá þær, svo að ég er alsæl með það. Ég er á lokaðri deild þar sem eru erfiðir einstaklingar með heilabilanir o.s.frv. Ég var að vinna um síðustu helgi sem var síðasta helgin sem ég vann sem sumarafleysingarmanneskja. Fékk svo auka alla þessa viku og svo vinn ég þessa og næstu helgi líka. "Vá" segja starfsfélagarnir mínir. "Þú átt eftir að vá rosalega mikið útborgað næst."Mér finnst ég alltaf fá mikið útborgað. :-)

Tveir hvolpar eftir hjá mér af 4. Ég vona að ég eigi eftir að selja þá líka. Finn að það er strax betra að hafa 2 en 4. Ég hélt í alvöru á tímabili að ég væri að verða "GAL" en þetta er betra en ég vil samt losna við þá.

 

 198344_4234290376250_1491175150_n_1167537.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er að vinna stuttar vaktir þessa helgi sem betur fer. Stuttar vaktir eru frá kl: 7-14 og 14:45 -21:00 Ég finn alveg fyrir þreytu eftir viðburðarríkt sumar. Barnabörnin mín Victoria og Elisabeth voru hjá mér í næstum 5 vikur, vinna fulla vinnu og hugsa um 4 hvolpa. En þetta er búið að vera æðislegt....held svo alltaf að hlutirnar séu að róast...en það gerir það aldrei hjá mér....þetta fylgir mér bara og ég verða að fara að sætta mig við það. :-)

allir_hvoplarnir.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja þanga til næst hafið þið það gott.

 

Margrét Annie


Aumingja mennirnir

Get ekki annað en vorkennt tveimur mönnum í þjóðfélaginu í dag. Þeim Björn Inga  og Ólafi  F. nýja borgarstjóranum í Reykjavík. Mér sýnist Björn Ingi viðkvæmur og hefur tekið þessari umfjöllum nærri sér. Það er ekki eins og hann hafi stolið þessum peningum, hann fékk fullt leyfi til að kaupa sér föt fyrir peninga flokksins, hver veit nema hann hafi komist inn í borgarstjórn vegna þess hve flott klæddur hann var. Fötin skapa nú einu sinni manninn.

Ólafur F. hefur fengið neikvæða umfjöllum  frá flokkssystkinum sínum og annarra. "Um að honum takist þetta ekki og hve óáreiðanlegur hann sé". Mér finnst svona athugasemdir ekki af hinu góða. Það er vegið að persónu hans, sem mér finnst óréttlátt, mér finnst sýna mikinn vanþroska að tala svona um manninn eins og gert hefur verið. Var soldið hissa að Margrét Sverris vilji ekki styðja hann í þessu. Gefið manninum tækifæri. Ekki mundi þessar manneskjur vilja að talað yrði svona um þær í fjölmiðlum. Enginn hefur svo sterkan skráp.

Stígur vinur minn var farinn að kvarta að ég sé ekki að blogga, jæja Stígur nú byrja ég aftur.

Annars er nóg að gera hjá mér.  Ég er bakandi alla daga eins og er. Dóttir mín hún Melanie er að fara að gifta sig þann 2. feb. Þegar ég er ekki að baka þá er ég að föndra fyrir brúðkaupið. Jæja nóg í bili að sinni.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband