Færsluflokkur: Ferðalög
Þriðjudagur, 16. september 2008
Ta erum vid komin til Indlands. Komum fyrir viku sidan. Vorum 2 naetur i Kalkutta
og keyptum prentara fyrir Antarangaskolann, tad er prentari med innbyggdum skanna og ljosritun. 'Eg og Jon akvadum ad gefa skolanum fartolvu, svo ad tad vaeri haegt ad vinna verkefni fyrir krakkanna i skolanum og onnur verkefni.
Tad er alltaf mikid ad gerast her. Tvo ny born hafa faedst i torpinu og ein gomul kona daid. Tad var gamla konan sem ad laeknirinn skodadi medan eg var her sidast i mars og var med aexli i maganum. Eg mun birta mynd af henni tegar eg kemst i mina tolvu og litlu bornunum nyfaeddu.
Olu finnst allt audvitad mjog framandi og finnst stundum skritid hvernig eg get komid hingad tvisvar a ari. En henni finnst tetta mjog mikid upplifun og hun ser ymislegt sem hun er mjog hissa yfir. Henni lidur samt vel. Vid erum buin ad vera ad fara i skolann tar sem bornin min eru og hef eg se mikil framfor hja teim. Tau syndu mer allar baekurnar sem tau eru buin ad vinna i, og var eg sem stolt modir 14 barna tarna i skolanum. Tau eru mjog vandvirk og maeta a hverjum degi i skolanum, sem er ekki sjalfgefid her a Indlandi. Staerri bornin fara i annan skola.
Minor og Jahur voru mjog glod ad sja mig og stjana tau vid okkur eins og tau geta, tott ad mer finnst tad ekki alltaf taegilegt, en tetta er tad sem tau geta gefid tilbaka. Elda ofan i okkur og nudda a hverju kvoldi, meira ad segja Beggi er nuddadur.
Vid forum i torpid i gaer og allir komu til ad taka a moti okkur, eg finn fyrir miklum kaerleika hja teim og finn hvernig samband mitt vid torpsbua styrkist i hvert sinn sem eg kem og nu lit eg a mig sem godan heimilisvin teirra. Mer tykir svo afskaplega vaent um tetta folk og tad hefur gefid mer nyja lifssyn og gefid mer hamingju sem ad eg vissi ekki ad fyrrirfinnst. Eg er svo takklat ad vera ad gera tad sem eg geri og takklat fyrir ta hjalp sem eg fae fra vinum og vandamonnum til ad gera tetta allt saman.
Tvi midur hrundi kofinn sem vid erum alltaf i torpinu, i miklum rigningum fyrir viku sidan og getum vid hvergi verid med litlu bornin i torpinu. Tad eru ennta miklar rigningar og koma dempurnar nidur nokkrum sinnum a dag. Tetta er endirinn a monsun timabilinu sem ad haettir i enda september. Tau spurdu mig hvort eg geti reist annan og eg verd ad reyna tad.
Eg tarf ad borga nokkud mikid nuna og hefur rubinana audvitad haekkad eins og annar gjaldmidill. 1 ruba var 1.60 kr i mars og er nuna yfir 2,00 kr. Tetta setur mikinn strik i reikninginn. En eg er ad reyna mitt besta ad na endum saman. T.d. borgadi eg fyrir skolabilinn i mars 48.000 kr. en nuna tarf eg ad borga 76.000 kr. mikil haekkun tad. Tad er vegna breytingu a kronunni og haekkad bensinverd. Eg borga dagmommu og tremur kennurum, mat fyrir krakkanna mina i skolanum og i torpinu. Tad mun kosta 32.000 kr. ad byggja aftur yfir litlu bornin i torpinu og eg mun lata sauma a bornin skolabuning sem mun kosta 41.000 kr. Engar haenur eru i torpinu sidan fuglaflensan var tegar eg var her sidan, svo ad tau fa engin egg. Eg hef tvi akvedid ad kaupa haenur fyrir hvert heimili i torpinu, tvaer haenur a hvert heimili sem gera 34 haenur.
Svo ad tetta eru meiri utgjold en eg sa fyrir tegar eg lagdi af stad i ferdina. Eg er ekki alveg viss hvort eg a fyrir ollu tessu. Var ad fa tessar tolur i hendurnar, tarf ad fara heim (heim her a Indlandi) og skoda malin.
Tegar eg maetti i skolann i gaermorgun, maetti eg bornunum a leid heim samt var klukkann adeins 9 um moruninn. Eg gekk inn og allir voru svo sorgbitnir og leidir, eg spurdi hvort eitthvad vaeri ad. Ta var mer sagt ad einn nemandi, litil stulka 6 ara gomul hefdi daid ta um nottina ur gulu. Madur faer bara i magann af svona frettum, en tvi midur er tetta nokkud algegnt her a Indlandi. Yfir 60% af bornum a Indlandi tjast af naeringaskorti. Og margir krakkar na ekki 5 ara aldri, eg man ekki i auknblikinu prosentutolurnar en taer eru gifulega haar.
Eg hitti laeknirinn i morgun og sagdi hann mer ad nemendurnir i skolanumsem bornin min eru tjaist af C vitaminskorti og hefur hann sed til tess ad tau fai limonadi a hverjum degi, og plantad hefur verid sitronutre hja hverri fjolskyldu.
Eg lenti i algjorri veseni her med bankakortin min. Kortin sem eg nota vegna Engla Indlands virkudu ekki, tad er ad segja pin numerin. Tau virkudu tegar eg var i Kalkutta en ekki soguna meir svo ad eg turfti ad millfaera inn a kortid hans Begga og Jons til ad geta nad einhverjum peningum ut, tarf jafnvel ad nota kortid hennar Olu ef mer tekst ekki ad taka allt ut sem eg tarf adur en eg fer hedan.
Ef einhverjir ykkar vilja styrkja starfid her uti vaeri tad vel tegid. Engin upphaed er of litil.
Lagt er inn a 0151-26-3661 kt: 280460-7619
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 7. september 2008
Aftur til Indlands. Ég gat ekkert bloggað síðast þegar ég var úti í mars með Jóni
ég var svo stungin af moskítíflugum að ég var alveg að gefast upp. Ég og Raghie töldum bitin og voru þau 150. Ég treysti mér ekki að fara á netið hjá honum Dodo, það var allt morandi af moskító hjá honum, ég gat ekki meir. Ég gleymdi að fara með allt moskító dótið með mér, og þetta var útkoman. Ég ætlaði að skrifa þegar ég kom heim en tíminn líður svo hratt og ég er að fara aftur í nótt með Begga og Ólu vinkonu. Það er óþarfi að taka það fram að ég er með fulla ferðatösku af antimoskító dóti,ég ætla ekki að lenda í þessari martröð aftur.
Ég gerði fullt síðast, ég kom krökkunum í annan skóla og borgaði skólabíl fyrir þau í 6 mánuði. Borgaði mat fyrir þau í skólann, fékk konu til að passa litlu krakkanna í þorpinu og borgaði mat fyrir þau einnig. Læknirinn kom og sagði að hann væri tilbúin að koma aftur hvenær sem ég bæði hann um það. Síðan hef ég fengið fréttir af því að hann hefur komið tvisvar sinnum síðan að kíkja á þorpsbúana. Það þurftu 38 manns hjálp síðast af 102 manneskjum í þorpinu.
Nú ætla ég að fara og kenna þeim í skólanum ensku og landafræði, ég fór í skólavörðubúðina og keypti enskubók fyrir byrjendur.
Ég ætla að láta sauma á alla krakkanna í skólanum skólabúning þau eru um 130 með börnunum mínum frá þorpinu.
Ég er að reyna að koma dagheimilinu og skólanum af stað til að byggja en það gengur eitthvað seint þarna úti.
Ég fer með peninga á munaðarleysingaheimilið í Kalkútta. Íslendingar eru aftur byrjaðir að fá börn þar og er það mjög spennandi.
Nýjasti meðlimur þorpsins fæddist 14. des 2007
Bipasa alltaf brosandi
Krakkarnir í bekknum hans Begga söfnuðu tæplega 20.000 kr. til að kaupa föt og skó á krakkanna og ýmislegt annað til að létta þeim lífið. skóladót og eldhúsáhöld.
Krakkarnir glaðir að fá nýju fötin frá 7. bekk Reykholtsskóla í Biskupstungum
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Fuglaflensa í Santiniketan og Bauri para
Var að fá e mail um að það er fuglaflensa í þorpinu mínu Bauri para, Kalkútta og nágrenni. Mér finnst skrítið að hafa ekki heyrt um það í fréttunum eða lesið um það í blöðunum. Ég og Jón erum á leiðinni þangað þann 27. febrúar. Ég vona að þorpið verður opið fyrir almenning þegar við komum þangað. Fór á netið og las um fuglaflensuna þar.
Er ekki búin að heyra að neinn hafi látist í þorpinu mínu, ég vona að allir séu heilir heilsu, ég hef áhyggjur af þeim.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Delhi og Dubai miklar andstæður
Dýrasta hótelið í heimi
Við vorum tvær nætur (hótelið var ekkert sérstakt) í Delhí alveg nóg til að kaupa fullt af skóm og heimsækja Chandönu. Skór eru svo hræðilega ódýrir á Indlandi að ég er hætt að kaupa heima. Bíð bara eftir að fara til Indlands og kaupa. Voðalega mikið úrval í Delhí.
Flugum til Dubai aðfaranótt sunnudags. Fórum frekar snemma á flugvöllinn heldur en að hýrast á þessu blessaða hóteli lengur. Það fór maður frá Skotlandi að tala við mig og spyrja mig hvað ég var að gera á Indlandi. Ég sagði honum sögu mína, og hann skildi ekki hvernig ég þorði að fara þetta allt ein. Hann spurði um fjölskyldu hagi mína og ég sagpði honum að við hjónin ættum saman lagt 6 börn og 5 baranabörn. Það datt næstum af honum andlitið, og sagði svo. "Já ég skil núna af hverju þú hefur kjarkinn að fara þegar þið eigið svona mörg börn." Fannst það soldið fyndið. Hann spurði mig einnig um manninn minn hvort hann væri alveg sáttur við það sem ég væri að gera. Ég sagði honum eins og rétt er að maðurinn styðji mig og hjálpaði mér í þessu öllu saman.
Komum til Dubai kl: 7:30 um morguninn. Fórum strax á hótelið og fengum okkur morgunverð, á meðan voru þau að gera herbeergið tilbúið. Fórum og lögðum okkur til hádegis og fórum svo út. Andstæðurnar eru auðvitað gífurlegar. Engin fátækt í Dubai, heldur bara ríkidæmi. Við fórum þrisvar sinnum í Besta gerðina af Lexus þegar við vorum að panta leigubíl. Það eru alveg frábærir bílar, hugsa mér að safna fyrir einum svoleiðis. Byggingarnar eru stórkoslegar þarna, fyrir utan að það er engir glæpir. Það er bannað að drekka þarna nema bara á veitngastöðum og hótelum sem hafa leyfi. Ef þú vilt kaupa áfengi í áfengissölu þarftur að fá leyfi hjá lögreglunni, þú ert tekinn af lífi ef þú finnst með fíkniefni á þér, skiptir ekki máli hvort það er 1 gramm eða 100 kíló þú ert tekinn af lífi. Samkynhneigð er bönnuð. Sagt er að þetta sé öruggasta landið í heimi. Ekkert skrítið þegar maður hugsar um það að flestir glæpir eða um 98% eru drýgð undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Kom mér soldið á óvart hvað það voru margar konur alveg huldar eða að sumuleyti. Hélt að það væri ekki svo mikið um þaða þar.En svona er þetta allir hafa valfrelsi til að lifa eins og þeir vilja. Margar voru í síðum pilsum. Það var eitt sem mér fannst æðisleg í Dubai að þar var úrvalið af síðum pilsum mikið út af múslima trúnni. Mér finnst svo gott að vera í síðum pilsum og keypti mér nokkur á mjög góðu verði. Loftið er svo tært þarna. Eftir alla mengunina á Indlandi. Bara í Agra er svo mikil mengun að ef þú ert út allann daginn er eins og þú hafir reykt fjórar sígarettur
Við fórum á ströndina, versluðum og fórum í Wild Wadi vatnagarðinn. Það er alveg æðislegt að vera þarna. Algjör paradís. Reyndar fór ég í einu af stærstu rennibraut í heimi. Já góðan daginn. Hélt að það væri nú lítið mál fyrir ungling eins og mig. Ég hélt ég mundi deyja á leiðinni niður. Ég fór svo hratt. Þegar ég hafði svo vit á að lesa bæklingin, kom skýrt fram að ég mundi fara á 80 km hraða niður, sem ég og gerði. En það var frábært að upplifa það þótt ég færi ekki aftur í þetta tæki. Stoppa alveg örugglega í Dubai í hvert skipti sem ég fer til Indlands, svona í nokkra daga upp í viku. Frábært að versla þarna, "shoppers paradise." Fullt af mollum og þar er verið að byggja stærsta moll í heimi sem mun vera með yfir 2200 búðum. Það mun taka okkur 5 heila daga frá morgni til kvölds að fara í allar búðirnar. Fórum í skoðunarferð í einn dag og skoðuðum borgina mjög vel. Það er svo margt hægt að gera þarna. Svo að ég er mjög spennt að fara þangað aftur.
Flugum til London þann 1. nóv. Komum þangað rétt fyrir hádegi, fórum á hótelið og ætluðum bara að slappa af nenntum ekki að fara út einu sinni. Ég sagði við stelpurnar um kl. 2:30 að ég ætlaði að leggja mig í klukkutíma. Sá klukkutími varð að 13 klukkutímum. Vaknaði kl: 4.00 um nóttina til að gera okkur tilbúna fyrir heimferðina. Ég hef aldrei sofið jafn mikið á ævi minni. Ég hlýt að hafa fengið einhvers konar spennufall þegar ég kom til London.
En við erum komnar heim eftir velheppnaða ferð. Ég er strax farin að planleggja næstu sem farin verður í mars. Vonandi verð ég búin að fjármagna skólann og dagheimilið. Soroptomista systur í Mosfellsbæ hafa beðið mig að koma til þeirra og segja frá starfi mínu á Indlandi og eru að hugsa um að hjálpa með fjármögnun. Ekkert ákveðið en þetta er svona hugleiðing. Chanda er með fólk í sigtinu sem að mundi hafa umsjón með verkinu. Þá mundi ég senda peningana gegnum hjálparstofnun þeirra. Þau eru frá Japan og eru með einhverja vinnu þarna úti.
Ég er mjög spennt fyrir þessu og hef margt annað planlagt sem mig langar að verði að veruleika. En húsið sem mun rísa núna, væri hægt að nýta sem dagheimili, skóla og vinnuaðstöðu fyrir fullorðna fólkið í þorpinu á kvöldið.
Chanda spurði mig um hin þorpin í kring. Fólkið þar spurðu hana hvort hægt væri að hjálpa börnum þeirra líka. Sem er auðvitað mjög skiljanlegt. Ég sagði við Chandönu að við skildum fyrst reisa þetta og sjá svo til hvað framtíðin beri í skauti sér. Ef þetta gengur vel þá er auðvitað endalaus verkefni sem hægt er að ráðast í. En ég er mjög spennt fyrir þessu öllu. Mig langar að hafa þetta þorp (Bauri para) sem tilraunaverefni hjá mér. Til að sjá hvað hægt er að gera fyrir fólk til að hjálpa sér sjálft. Það næsta sem ég þarf að gera er að biðja hjálparfólkið mitt úti að tala við allar fjölskyldurnar sem eru 22 samtals, að koma með hugmynd um einhverja starfsemi sem þau mundu vilja stofna og lána þeim svo peninga fyrir því og sjá hvernig það gengi upp. Þá eru þau að hugsa um sig sjálf en ekki alltaf upp á aðra komin. Þetta er svona hugmynd sem ég hef.
Alvara lífsins tekur við um leið og maður stígur fæti á íslenska grund. Hef ég ekki stoppað síðan ég kom heim. Ætlaði að vera búin að skrifa fyrir löngu en ekki haft tíma. Takk til allra sem haf fylgst með ferðinni og fallegu orðin sem hafa verið skrifuð.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Fórum til Taj Mahal í dag
Fleiri myndir á www.margretannie.myphototalbum.com
Mistókst að setja myndirnar í gær. Komnar myndir af barnaheimilinu líka.
Þótt þetta hafi verið annað skiptið sem ég fór í Taj Mahal þá eru áhrifin jafnsterk og þegar ég fór í fyrsta skiptið. Það er alveg sérstök tilfinning sem kemur yfir mann. Ég varð öll klökk og ég fann hvernig tárin voru að reyna að brjótast fram. Stelpurnar voru fyrir eins áhrifum, erfitt að útskýra af hverju, fólk verður að upplifa það sjálft. Þetta er friðsæll staður með fallegustu ástarsögu sem um getur í sögunni. Maður einhvern veginn upplifir sorgina sem að keisarinn varð fyrir þegar konan hans sem hann elskaði svo heitt dó. Hún lést úr barnsförum þegar 14 barnið þeirra fæddist, hann komst því miður ekki til hennar áður en hún lést, en hún skildi eftir þrjár leiðbeiningar fyrir hann sem hann fékk. 1. Að hann skildi ekki giftast aftur 2. Að hann skildi ekki gera upp á milli barna þeirra (aðeins 6 lifðu af). 3. Að hann ætti að byggja minnisvarða um hana.
Aumingja keisarinn varð svo sorgmæddur þegar hún dó að hann lokaði sig inni í herbergi í heila viku án matar og drykk. Þegar hann loksins kom aftur út var hárið á honum orðið algrátt. Hann byrjaði að byggja Taj Mahal og tók það 22 ár að klára. Sonur hans steypti hann af stóli og setti hann í stofufangelsi í höllinni. Þar sat hann og horfði á Taj Mahal í 20 ár (minnir mig). Eftir að hann lést var hann jarðaður við hliðina á konu sinni í Taj Mahal.
Bandaríkja forseti sagði að það væru til tvenns konar fólk. Þeir sem hafa séð Taj Mahal, og hinir sem hafa ekki séð það. Ég mæli með að fólk setji sér það markmið áður en það deyr að fara og sjá Taj Mahal. Síðan fórum við að skoða Agra Fort. Það er hervirki eða herstöð í dag. Þar var einnig höllinn þar sem keisaranum var haldið í stofufangelsi. Þar sáum við meðal annars herbergið þar sem komið var að honum látnum, og útsýnið sem hann hafði yfir Taj Mahal. Á morgun förum við til Delhí og verðum þar í 3 nætur, þar hittum við Chandana sem er að hjálpa mér með skólann og dagheimilið í Bauri para þorpinu. Við ætlum að funda þar, sýna henni teikningarnar og ræða um fjármálin. Við endum í Dubai, förum þangað 28. okt. og verðum þar í fjórar nætur. Eina í London á leiðinni heim. Ég er ekki viss um að það sé internet á hótelinu í Delhí en nokkuð viss um að það sé í hótelinu í Dubai.
Í keisarahöllinni í Agra
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Milljarðarmæringur eða ríkt fyrirtæki óskast
Búin að setja fleiri myndir frá barnaheimilinu á www.margretannie.myphotoalbum.com
Á laugardag fórum við á munaðarleysingjahæli hér í Kalkútta. Þetta er heimilið sem Álfheiður eyddi sínu fyrstu ævi mánuðum sínum. Þar eru 50 börn þar af 13 sem eru með fötlun að einhverju tagi, sum með alvarlega fötlun eins og einn strákur sem er spastikur og blindur, hann er með mesta fötlunina, en það eru aðrir krakkar sem eru spastik og fleira .
Ég ætla að birta myndir af þeim öllum hérna með von um að einhverjir þarna úti geti séð sér fært að styðja og hjálpa þessum börnum. Þessi börn eiga enga möguleika á því að vera ættleidd, því miður. Allir vilja fá fullkominn börn, svo að ef einhver góðhjartaður einstaklingur vill taka að sér fatlað barn þarna heima er það mjög velkomið að hafa samband við mig.
Þetta er málið. Börnin verða þarna mest alla ævi sína og það vantar fjármagn til að borga kennurum og iðjuþjálfa til að gera líf þessarra barna þolanlegra. Það vantar peninga til að halda þeim uppi með mat og klæðnað. Þetta voru yndisleg börn sem að snertu hjarta mitt, og ég vildi óska þess að ég væri ekki orðin of gömul til að ættleiða, því þarna sá ég draumabarnið mitt, hana Mayu sem er 4 mánaða, hún er down syndrome með hjartagalla, yndisleg lítil stúlka sem ég vildi bara taka með mér heim.
Ég auglýsi hér með eftir einstaklingi eða fyrirtæki sem væri tilbúin að hjálpa þessum börnum. Það kostar að minnsta kosti 40.000 á mánuði til að gera þeim lífið bærilegra, það er að segja þessi 13 börn, hér koma nöfnin þeirra aldur og fötlunin sem þau eru með.
Boomba 1 1/2 árs vatnshöfuð Maya 4 mánaða Down syndrome og hjartagalla
Avas 8 ára spastikur Rajan 8 ára spastik
Chandan 9 ára blindur og spastikur Lily 3 ára spastik
Nutan 2 ára blind Deví 3ára sjónskert spastik
Mihika 2ja ára á erfitt með hreyfingu Prasun 2ja ára á erfitt með hreyfingu
Kavia 8 mánaða, með heila skaða
Bidipta 14 mánaða, blind og spastik
Anpita 8 mánaða með sérþarfir
Amisha 2ja ára, talar ekki, hægri handleggur lamað
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 20. október 2007
Það var erfitt að kveðja Bauri Para
Komnar myndir á www.margretannie.myphotoalbum.com
Eftir að setja texta við þær og raða betur.Þessar sem eru komnar eru bara frá Bauri para. Hinar koma líklega á morgunn.
Við fórum frá Santiniketan á miðvikudaginn og fórum til Kalkútta. Það var mjög erfitt að kveðja alla þar. Ég fór bara að gráta þegar ég var að kveðja alla. Fullorðna fólkið átti líka erfitt og sögðu að börnin munu gráta þegar við værum farin, en ég mun fara þangað aftur í vor. Við fengum lóðina á helmingi minna pening en var í upphafi. Nando og Jamirul fóru að semja við hann og voru að í fjóra tíma. En það hafðist að lokum. Og fáum við lóðina á 30.000 rúbur, sem er u.þ.b. 45.000 kr ísl. Ég held að ég eigi fyrir henni á reikning heima.Svo er bara að hefjast handa með fjáröflun fyrir verkefnið.
Ferðin til Kalkútta gekk vel, vorum á fyrsta farrými sem er bara þægilegt ekkert svona fyrsta farrými sem við þekkjum heldur á indverskan mælikvarða. Við erum á fínu hóteli, Park hótel. Fyrsta kvöldið sem við vorum hérna var mikill hávaði frá diskótekinu hérna niðri, ég gafst upp kl: 1:00 eftir miðnætti, hringdi niður í lobbíið og spurði hvort tónlistin færi ekki að hætta. Ég útskýrði fyrir honum að við værum ekki búin að sofa almennilega í næstum 3 vikur og við vorum búin að hlakka til að fá að sofa, þess vegna höfðum við pantað gott hótel svo að það yrði alveg pottþétt. Hann sagði að þetta væri búð kl: 2:00. En sagðist ætla að hringj í mig eftir fimm mínútur sem hann gerði. Hann bauð okkur annað herbergi, sem ég þáði með þökkum, það var miklu fínna og fór ég yfir og svaf þar yfir nóttina. Stelpurnar nenntu ekki að færa sig fyrr en um morguninn. Þær sögðu að tónlistinn hefði hætt um kl: 5:00.
Það er Puja hér í Bengal. Minnir okkur á jólin heima. Allir gera hreint fyrir þessa hátíð og allir fá ný föt, borða góðan mat og öll fjölskyldan kemur saman að fagna. Það er mikið um að vera og er allt skreytt með ljósum eins og jólaljósin heima. Allir bankar og fyrirtæki eru lokuð í fimm daga, og eru peningarnir sumst staðar búnir í hraðbönkum.
Við fórum að skoða munaraleysingjahælið sem Álfheiður var á. Það var auðvitað lokað þar fyrir gesti en við fengum undanþágu. Það var soldið reynsla og ýmislegt sem ég hef í huga með það munaðarleysingjahæli. Ég ætla að ljúka þessu hérna núna og byrja á nyrri færslu um það.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 14. október 2007
Laeknirinn kom ekki i torpid i dag
Laeknirinn kom ekki i dag i torpid. Hann var veikur, vonandi kemst hann a morgunn. Aumingja Ganish er 5 ara hnokki, sem er med nogl a einni tanni sem er alveg ad detta af, hann hangir a sma bita, tad er ljott sar a tanni sem turfti ad medhondla. Eg akvad ad klippa noglina af sem best eg gat. Eg tok skaerin og hann trylltist, hann helt ad eg aetladi ad taka af honum tanna, tegar hitt vard augljost brost hann bara og vard gladur, sidan bjo eg um sarid. Nando sagdi ad folkid i torpinu hafi aldrei adur verid sodd, tad var i fyrsta skiptid tegar eg helt veisluna fyrir tau.
I gaer vorum vid bodin i muslima veislu, hja muslima audvitad. Tau eru mjog fataek og var okkur bodid ad borda a ruminu teirra sem vid gerdum. Tanings stelpur sem voru staddar tarna vildu endilega setja a okkur henna lit sem taer teiknudu innan a lofann okkar. Tetta fer af eftir 10 daga eda manud eftir vi hvad vid tvoum okkur med. Stelpurnar spurdu Karitas hvort hun notadi sjampo, maskar og varalit. Taer voru alveg dolfallnar yfir tvi ad hun jatadi ollu. Eg er buin ad kaupa sjampo handa teim greyjunum.
Vid forum og keyptum fot fyrir 78 born i skolanum hja Nando, vid munum afhenda tau a morgunn.
Eg er buin ad skoda 5 hus list a tvo teirra, hef efni a ad kaup eitt teirra, veit ekki hvad hitt kostar tarf ad tala vid Chandana um tad. Su sem er ad hjalpa mer her, hun aetlar ad selja husid sitt. Held hun verdi of dyr.
Forum til Kalkutta a midvikudag. Hlakka reyndar til. Rumid sem eg sef i er svo otaegilegt og hart ad eg hlakka ad komast i gott rum. Minor (su sem annast okkur) vill alltaf nudda mig klukkutima a dag, tad bjargar skrokknum a mer. Eg er buin ad lata hana hafa peninginn sem eg er buin ad safna handa teim og hun vill endilega nudda mig i stadinn.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Veislan gekk vel
Tad er buid ad vera svo mikid ad gera hja okkur sidustu daga ad vid komumst ekki a bloggid. Vid forum audvitad i torpid a hverjum degi. Krakkarnir fa mjolk og med tvi, fer ad kaupa 50 egg a eftir til ad sjoda i kvold fyrir morgundaginn. Eg er nu ad reyna ad gera ad sarum tarna i torpinu. Ekki audvelt fyrir mig tvi ad eg er ekki hrifinn af svoleidis, og tetta eru ekki venjuleg sar, heldur kominn groftur og svoleidis oged i tad. En eg hreinsa tetta og ber a tetta Aloe vera propilis krem og aloe vera spray, audvitad med fullt af plastrum og svoleidis. En krakkarnir eru med svo mikla eyrnabolgur ad grofturinn vellur ut ur eyranu og lyktin, ekki god. Mommurnar koma til min greyin eins og eg geti lagad tad lika. Eg er buin ad panta laeknir til ad koma i torpid og skoda tau og svo borga eg lyfin. I fyrradag kom kona sem var bitin af snak fyrir fimm arum sidan og hefur hun aldrei haft efni a tvi ad fara tl laeknis tad er ekki fallegt sar, svo ad laeknirinn litur a hana lika.
I gaer gaf eg krokkunum tannbursta, tannkrem, sapu og sjampo. Allir hlupu ad brunninum til ad nota tad allt saman. Tad var handagangur i oskunni.
I dag var party dagur. Fyrst horfdu allir a myndina "Leitin ad Nemo" Eg syndi hana ur fartolvunni minni, og vakti tad mikla lukku baedi hja fullordnum og bornum. Tau hofdu aldrei sed bio adur a aevinni.
Sidan for Nando ad na i matinn sem var pantadur fyrir torpid. Tad var fimm retta matur sem ad allir bordudu af mikilli lyst, gatum ekki skilid hvad bornin gatu bordad mikid. Allir voru svo gladir og takklatir. Eg hef aldrei sed eins mikid takklaeti fyrr a aevi minni. Tau voru lika svo glod tegar vid settumst nidur til ad borda sama matinn. Tau settust nidur sma fra okkur og fylgdust med okkur borda. Hann var soldid sterkur maturinn og vid urdum ad borda hann med hondunum sem stelpunum fannst mjog skritid, en taer gatu tad audvitad med glans.
Tad verdur mjog erfitt ad fara hedan, eg for ad grata bara tegar eg var ad fara ur torpinu i dag, tegar eg sa hvad tau voru takklat og glod. Eg held samt ad tau viti ekki hvad tau gefa mer rosalega mikid, hvad tau gera mig hamingjusama med tvi ad leyfa mer ad hjalpa teim.
Stelpunar eru rosalega gladar ad hafa komid og hjalpad til i torpinu, mig hlakkar til ad geta sett myndirnar a netid svo tid getid sed taer. Vid erum smatt og smatt ad laera nofnin a krokkunum, otrulegt hvad vid erum buin ad laera mikid..
Vid forum i skola a hverju kvoldi til ad laera bengali, tad er svo skemmtilegt, erum ad laera framburd og skrif, audvitad ekki med indverskum stofum heldur notum vid stafrofid okkar. Hitt kemur seinna.
Vid vitum ekki hvort vid erum ad venjast hitanum eda hvort tad se ekki eins heitt og tegar vid komum fyrst, vid erum ad minnsta kosti fegnar ad tad se ekki eins heitt, tvi tad var ad drepa okkur. En nuna lidur okkur ad mestu vel. Jaeja heyrumst seinna.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 7. október 2007
Er buin ad gefa ollum fot i Bauri para torpinu
Eg aetla ad byrja a tvi ad hrosa stelpunum. Taer eru rosalega duglegar, meira ad segja borda taer matinn sem vid faum. Taer eru alveg ad fyla sig nuna. Vid hjolum alltaf innan Santiniketan. Karitas finnst rosalega gaman ad hjola. Alfheidur er alltaf kollud Shalini her og tegar Nanda var ad kynna okkur i Bauri para ta sagdi hann ad Alfheidur se svo heppin ad hafa verid aettleidd til Islands. En folk er alltaf ad reyna ad tala vid hana eins og hun vaeri indversk "natturulega".
Klosettid hja okkur biladi og tad var ogedsleg fyla sem kom af tvi, raesis fyla, en tad er verid ad gera vid ta,vid forum bara a klosettid i gesthusinu a medan.SEm er miklu flottari og betri. Loftraestingin hja okkur er ekki nogu god i tessum hita, svo ad vid erum ad leka nidur. Tad verdur rafmagnslaust 3svar sinnum a dag, ta er ekki nein loftkaeling.
I gaer forum vid og keyptum fot a alla i torpinu. Vid vorum i 3 1/2 tima ad kaupa tau. En tad var audvitad stjanad vid okkur a alla kanta og var okkur gefid gos og sott stola fyrir olkkur a medan vid vorum ad bida. Tegar eg aetladi ad fara i bankann i gaer sogdu teir ad tad vaeri ekki haegt ad skipta $ a laugardogum og sunnudogum, ad eg tyrfti ad bida tar til a manudag. Eg hringd i Nanda tvi vid aetludum ad kaupa allt i gaer fyrir torpid. Eg spurdi hann hvort ad Dutti gaeti kannski lanad okkur tanga til a manudaginn. Hann hringdi tangad og Dutti ( sem a budina) sagdi ad tad vaeri ekkert mal, svo ad tad reddadist. Tad kostadi um 37.000 isl. kr. ad kaupa fot a 102 manneskjur.
I dag forum vid svo i torpid til ad afhenda fotin. Tad var svo takklatt og gladd ad fa ny fot. Sumir voru i bestu fotunum sinum okkur til heidurs en tad var samt allt skitugt og slitid, svo ad tad var gaman ad geta glatt tau.
Eg er buin ad kaupa 20 litra af mjolk fyrir krakkanna til ad gefa teim a medan eg er her. Eg mun einnig gefa teim epli, banana og kex svona til ad fa eitthvad saett og gott lika. A midvikudag mun eg halda veislu fyrir alla i torpinu 102 manns, tad verdur kjuklingur, hrisgrjon, graenmeti og kartoflur. Eg laet elda tetta i Santiniketan og sidan fer eg med tetta i torpid. Tau eru ekki buin ad fa kjuklng i 2 1/2 manud sem sagt ekkert kjot i tann tima. I dag kom kona med litid barn sem eg helt ad vaeri 8-9 manadar gamalt. Tegar eg spurdi um aldur ta var hann 3ja ara. Hann tjaist af svo miklum naeringar skorti. Eg fer med mjolk og avexti til mommu hans a morgunn.
Ef eg vaeri her lengur gaeti eg gert miklu meira, en tad kemur at tvi ad eg geti tad. Eg er med margar hugmyndir um hvernig haegt verdur ad hjalpa krokkunum eg er ad hugsa um ad bjoda vinum minum ad "aettleida" barn og borga med tvi manadarlega. Jaeja heyrumst fljotlega.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Englar Indlands
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar