13.9.2007 | 11:24
Hvers virði er lífið ef maður þarf ekki að berjast fyrir því
Það hringdi í mig blaðamaður frá Fréttablaðinu varðandi bloggið mitt á þriðjudaginn og spurði mig nánar útí þetta með pallinn og vildi fá myndir hjá mér. Mér fannst það alveg sjálfsagt.
Áður en ég sendi bloggið út hringdi ég í Sigrúnu vinkonu mína hér í sveit. Þegar ég var búin að lesa það yfir tók hún andköf og spurði hvort ég ætlaði virkilega að senda þetta út. Ég hélt nú það. Hvað er það versta sem getur gerst. Ekkert í minni bók sem væri hættulegt.
Ég þurfti nú að berjast við þá þegar þeir vildu ekki leyfa Begga að fara í skólann. Það er það erfiðasta sem ég hef þurft að berjast við og hefur það skilið eftir gapandi sár sem ég er ennþá að glíma við. En það er allt á góðri leið. þegar ég lít til baka um æviskeið mitt þá sé ég að ég hef í rauninni verið að berjast allt mitt líf. Ég hef barist við fortíðardrauga sem að hefðu viljað leggja mig að velli, en ég leyfði það ekki. Ég hef barist við sorgir, erfiðleika og vandamál, sem ég hef þurft að leysa ein eða með hjálp annarra. Það sem brýtur mann ekki styrkir mann. Það er mín reynsla á lífinu. Þótt að maður vilji öllum vel, þýðir það ekki endilega að maður lætur bjóða sér hvað sem er.
Auðvitað koma stundir þar sem maður vill skríða undir sæng og bara vera þar, eða að vilja ekki vakna aftur þegar maður leggst til hvílu að kvöldi. En maður hefur ekkert val þú verður að fara á fætur og takast á við lífið hvernig sem það er. Maður verður að muna að það eru líka góðar stundir í lífinu, eitthvað sem að lætur mann fara á fætur næsta dag og gleðjast yfir hinu smáu og hinu hvers dagshlutum. Ég hef lært að það er það smáa sem að gleður mig mest. Falleg orð sem sagt er við mig, falleg blóm, skemmtilegt lag sem lífgar upp á lífið, vinkonur mínar, fjölskyldan og dýrin. Þetta er eitthvað sem vert er að lifa fyrir og berjast fyrir. Það koma alltaf góðar stundir inn á milli erfiðleikana. Sem betur fer því annars mundi maður bugast.
Þeir sem eru að kynnast mér núna trúa því ekki að ég var feimin, óframfærin, hrædd að segja mína skoðun á hlutunum, litið sjálfstraust og ekkert sjálfsöryggi. Ég hef þurft að horfast í augun á sjálfum mér og spurt mig að því hvort ég ætlaði virkilega að eyða þessu dýrmæta lífi í því að vera hrædd við lífið sjálft. Ég ákvað að ég ætlaði að nýta mér það besta sem lífið hefði upp á bjóða og vera óhrædd að berjast fyrir málstað sem vert er að berjast fyrir. Ég ákvað að láta engan eða neitt berja mig niður, maður getur bognað en aldrei skal ég brotna. Heldur standa upp aftur og halda áfram á þeirri braut sem ég hef ákveðið að ganga. Láta eins gott af mér leiða við samferðamenn mína á lífsleiðinni, gefa með mér það sem mér hefur gefið. Hafa gaman af lífinu og njóta þess með þeim sem mér þykir vænt um. Lífið hjá mér snýst um það að kynnast góðu fólki og deila lífinu mínu með þeim, við erum hér aðeins stutta stund og því ekki að gleðjast og styrkja vináttuböndin með þeim sem manni þykir vænst um.
Í erli dagsins gleymum við að hlúa að þeim í dag sem að okkur þykir vænst um, á morgunn getur það verið of seint. Muna alltaf að segja fólkinu að þér þykir vænt um það. Ég enda alltaf símtölin mín á " I love you." Hvort sem það er fjölskyldan mín eða bestu vinir mínir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:26 | Facebook
Athugasemdir
Mikið hefur þú rétt fyrir þér Margrét mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.9.2007 kl. 22:03
Þú ert best !! Enda er ég stoltasta dóttirin sem til er ...heppin að eiga svona yndislega...geggjaða...bestustu mömmu í heimi !!! híhí...
Love you !!
Melanie Rose (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:54
Heil og sæl Margrét.
Ég tek undir mér þér í þínum skrifum textinn mjög fallega orðaður. Haltu áfram að blogga enda segir dóttir þín Melanie að hún eigi bestu mömmu í heimi falleg orð til þín frá henni.
Ennfremur þýðir ekkert að bugast á lífinu þú sjálf ryður veginn og heldur áfram þótt leiðinn geti verið erfið yfirferðar. Það eru sömu lögmál til sjós veðrin geta verið erfið yfirferðar og leiðinn þar af leiðandi mjög erfið og gangurinn mjög lítill enn það styttir upp um síðir og þetta gengur yfir. Framtíðin er hjá þér á því liggur enginn vafi.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 15.9.2007 kl. 15:38
Allt annað erindi hér á ferð:
Ég vona að þú takir þátt í umræðum í Leshrignum á morgun sunnudag 16.sept.
Marta B Helgadóttir, 15.9.2007 kl. 17:16
Gott að lesa greinina þína. Það er satt að lífið er ekki létt, en það er vel þess virði að berjast áfram. Ég þarf að skoða eldri skrif frá þér og kynnast þér betur. Þú ætlar að vera eins og stráið sem brotnaði aldrei í vindinum en það bognaði oft. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.