11.9.2007 | 11:20
Sveitastjórn Bláskógabyggðar stoppar framkvæmdir þyrlupalls
Í morgun mættu steypubílar í Bláskógabyggð til að steypa þyrlupallinn hans Magga. Allt var til reiðu þegar barst símtal frá oddvita Bláskógbyggðar og stoppaði framkvæmdirnar. Flugmálastjórn er búin að gefa leyfi til að fljúga þyrlunni hingað og lenda á landareign Magga. Hvað er eiginlega í gangi hér. Má maður ekki setja smá steypuklump á lóðina hjá sér án þess að sveitastjórnin fari nú að skipta sér af því? Maður hefur séð bílastæði sem eru mikið stærra en þetta hjá fólki.
Maður sem ég ræddi við í morgun hafði á því orði að Bláskógabyggð væri orðin að lögregluríki, að það væri allt bannað, meira að segja ætla þeir að banna hundahald í sveitinni. Halló......er þetta ekki sveit. Hvers lags harðræði er þetta eiginlega. Það er auðsjáanlegt að þessir menn hafa ekki mikinn áhuga á því að vera kosnir í næstu sveitastjórnarkosningum. Hvað er orðið af mannlega þættinum hér í sveitinni?
Steypubílarnir bíða við Bjarnabúð
Myndavélin var stillt vitlaus hjá mér svo að myndirnar eru ekki sem bestar.
Þyrlupallurinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Athugasemdir
Banna hundahald í sveit, ja hérna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.9.2007 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.