Skora á ríkisstjórnina að fara ofan í mál lífeyrissjóðanna

Það var mjög athyglisvert hvað bloggarar hafa skrifað í athugasemdum hjá mér varðandi lífeyrissjóðina. Þetta er náttúrulega miklu verra en ég gerði mér grein fyrir.  Þetta hafði Jóhann Páll Símonarson meðal annars að segja.

Ég gerði athugasemd við laun stjórnarmanna á síðasta aðalfundi lífeyrissjóð gildi þá greip einn stjórnamanna inn í umræðuna og sagði að ég væri negatífur að fjalla um laun stjórnamanna. Ég ætti sjálfur að þakka fyrir vell rekin sjóð. Þessi umræddi maður hafi 1 miljón króna fyrir stjórnasetu í lífeyrissjóðnum fyrir 12-15 tíma fundarsetu á ársgrundvelli.

Tökum lítið dæmi með laun framkvæmdarstjóra á ári 19 miljónir 662 þúsund krónur.

Heildarlaun stjórnarmanna 27 miljónir 385 þúsund krónur.

Jón Svavarsson hafði þetta að segja.

Það er hverju orði sannara, að það þarf að uppræta alla þessa spillingu. Stéttarfélögin eru ekki lengur það sem þau eiga að standa fyrir, þetta eru bara sumarbústaðafélög sem eru með rándýra leigu á bústöðum og VR þar vel á toppnum, það er orðið svart þegar það er ódýrara að fara á fjögurra stjörnu HÓTEL en að leigja einn bústað yfir helgi.Síðan eru allir þessir herrar í nefndum og nefnda nefndum og fá margföld laun umbjóðenda sinna, sólunda með sjóði eins og lífeyrissjóðina í allskonar fjármála braski og ef illa fer þá segjast þeir enga ábyrgð hafa.

Ég skil ekki af hverju það er ekki farið lengra ofan í hlutina með þessa lífeyrissjóði. Ég skora á núverandi ríkisstjórn að taka að sér þessi mál og uppræta þessa spillingu. Fara ofan í mál sem skiptir máli, og láta eins og Baugsmálið sem að mínu dómi er alveg útí hött, eiga sig. Vinnið að einhverju verðugu máli fyrir þjóðina ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Margrét.

Ríkistjórnin mun ekki taka á málefnum lífeyrissjóða því þeir hafa svo sterk tök á þessu þjóðfélagi. Fyrir utan sjóðsfélagar hafa engan áhuga á fundarsetu og að fylgjast með rekstri á lyfeyrisjóðum.

Tölurnar eru allar rétta og fólk getur nálgast það hjá lyfeyrisjóðum Gildi. Raunávöxtun var ekki nema 9,6 prósent árið 2006. Verkalýðsforkólfar Eflingar Sigurður Bessason og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir fengu í laun fyrir fundasetu 760 þúsund krónur bæði samtals 1,520 þúsund krónur.

Það er mín skoðun að þú komir þessu til fjölmiðla og fjallað verði málefnalega um þessi mál og ekki veitir af.

Ennfremur þurfa sjóðsfélagar að mótmæla að atvinnurekendur séu í stjórn lyfeyrissjóða sjóðsfélagar eiga rétt að kjósa sér fulltrúa og ákveða hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða. Á meðan stjórnarmenn lyfeyrisjóða geta ákveðið laun sem þeir vilja verður þetta kerfi eins áfram.

Við sem mótmælum og gerum athugasemdir eru kallaðir negatífir og röflarar sem ekkert er tekið mark á. Þess vegna finnst mér á þessum bloggsíðum sem fólk er að blogga um margt af því er bull. Enn þegar kona eins og þú Margrét fjallar málefnalega um hlutina og bendir hvað má betur fara þá eru bloggarar ekki til staðar enn taka þá í bulli sem sumir skrifa um.

Margrétt dropin holar steininn það er málið. og eftir því verður tekið.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.9.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Takk fyrir þettaJ óhann Páll. Ég vona að eitthvað verði gert í þessu máli. Ég skal halda þessu til streitu, kannski að einhver blaðamaður vilji taka að sér að skrifa um þessi mál. Auglýsi hér með eftir honum.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 11.9.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband