30.8.2007 | 13:54
Beggi í skólann
Þessi elska er byrjaður í skólanum. Hann var með rosalegan kvíða síðustu daga áður en skólasetningin var. Honum bæði kveið fyrir og hlakkaði til. Sem er ekkert skrítið það var svo mikið búið að ganga á síðustu misseri. Töflurnar sem hann tók í fyrra gerðu ekkert gagn. Ég er byrjuð að gefa honum vítamín, Omega 3 og andoxunarefni frá Forever Living Products, það eru aloe vera vörur. Ég hef heyrt að þetta hjálpi börnum með athyglisbrest og ofvirkni. Hann er bara rétt nýbyrjaður á þessu en ég er spennt að sjá hvort þetta ber árangur. Annars er hann bara yndislegur, eins og besta englabarn. Gengur vel að læra heima, er ekkert pirraður eða neitt, vonandi heldur það áfram svona vel.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.