26.8.2007 | 08:24
Ekkert í sjónvarpinu sem horfandi er á
Ég veit ekki hvort það er ég sem er að breytast eða hvað, en það er ekkert í sjónvarpinu sem að lætur mig langa til að hlunkast í sófann minn með popp og kristal og hafa það kósí. Þetta eru allt mjög óspennandi þættir. Maður var sáttur við American Idol, fannst okkur hjónunum gaman að fylgjast með því. En Alla Malla. Þessir þættir núna, American got talent og So you think you can dance, er orðið too much fyrir minn smekk. Og að þau skulu vera um helgar er ég ekki sátt við. og ekkert nema sakamálaþættir, sem ég hef alltaf verið hrifin af, en eru bara alltof oft núna.
Ég man þegar ég var stelpa þá settist öll fjölskyldan fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Upstairs, downstairs og Forsæt ættina. Já það voru heilagar stundir hjá mörgum fjölskyldum í þá daga.Ekki má gleyma Oneaden Line.Sem við vinkonurnar horfðum spenntar á þegar við vorum unglingar
Er alveg hætt að framleiða góðar myndir eða kaupa sjónvarpsstöðvarnar þær ekki lengur. Erum við orðin eitthvað úrkynjuð þegar kemur að sjónvarpsþætti eða bíómyndum. Höfum við ekkert að segja hvað er borið á borð fyrir okkur? Eða tökum við öllu þegjandi og hljóðalaust, nennum ekki að láta í okkur heyra. Ég er ekki viss um að ég vilji borga offjár fyrir eitthvað svona drasl, læt bara ekki bjóða mér þetta lengur, er að hugsa um að segja Stöð 2 upp, og spara mér peninginn eða setja hann í eitthvað þarfara en að borga fyrir dagskrá sem maður horfir svo aldrei á. Og hananú.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:28 | Facebook
Athugasemdir
Er einmitt alveg hætt að nenna að horfa á sjónvarpið, enda erum við ekki með neinar sjónvarpsstöðvar lengur. Höfum svo mikið annað að gera, kaupum bara netáskrift af einnri norskri stöð sem við horfum á. Það er bara fínt, spara pening og svona
Knús
Kolla, 26.8.2007 kl. 13:11
Já þetta voru góðu gömlu dagarnir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.8.2007 kl. 13:30
Sæl. Nú er bókalistinn tilbúinn á síðunni minni.
Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 20:09
Sæl Margrét.
Ég er með smá hugmynd fyrir þig,ef þú átt dvd spilara hví ekki að fara í BT eða Skífuna og kaupa þær myndir sem ykkur langar til að eiga og horfa á?
Ég veit að þetta er dýrt en með þessu ert þú þinn eigin sjónvarpsstjóri og getur horft á það þegar þér hentar.
Ég hinsvegar er sportidiót og er með SÝN og ÝN 2 og það nægir mér ágætlega,er síðan með nóg af efni á vhs og dvd en hugsaðu um þessa hugmynd mína en er alveg sammála þér í því að Stöð2 er með afar leiðinlegt efni og þá bara betra að sleppa því.
Magnús Paul Korntop, 30.8.2007 kl. 15:34
Jú ég er með dvd og fæ stundum myndir lánaðar hjá dóttur minni. Það eru reyndar góðar myndir sem ég er alltaf á leiðinni að kaupa en gleymi því alltaf þegar ég fer í bæinn. T.d. Blood diamonds og The last king of Scotland og fleiri góðar. Skrifa þetta hjá mér núna svo að ég muni eftir því þegar ég fer í bæinn næst. Góð ábending.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 31.8.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.