Maggi Kristins og þyrlan.

Maggi Kristins á heima nokkra metra frá mér hér í Tungunum. (Ég kalla hann Greifann frá Monte Carlo) Hann var sóttur á þyrlunni í gærmorgun. (Ég kalla þyrluna grænu fluguna) Ég og krakkarnir  horfum alltaf spennt á þegar hann lendir flugunni, enda gott útsýni frá svefnherbergisglugganum. Maður byrjar að heyra í henni í fjarlægð þá heyrist kallað." Maggi er að koma".Allir ryðjast að svefnherbergisglugganum og horfum spennt á þegar þyrlan lendir. Kom mér á óvart hvað hún er stór, minnir mig svolítið á herþyrlu.

Dáist að konunni hans að fara upp í ferlíkið, ég yrði dauðhrædd, þarf alltaf að taka tvær kvíðastillandi bara þegar ég þarf að fljúga venjulegri flugvél, þyrfti örugglega að klára úr pilluglasinu ef ég ætti að fara upp í þyrlu.

Mér finnst þetta gott framtak hjá honum Magga. Við erum stolt að hafa hann hér í Tungunum. Þar fer maður með sterkan persónuleika. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt og kveðjur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.8.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl. Mig vantar að fá sendan frá þér bókartitil vegna leshringsins. Kveðja, Marta

Marta B Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband