17.5.2007 | 00:45
Dónaskapur á Josh Groban tónleikum
Fór á tónleika með Josh Groban í kvöld. Frábærir tónleikar, hann var æðislegur, en það var eitt sem að skyggði á. Ég var að taka myndir eins og nokkur hundruð manns voru að gera, þegar starfsmaður tónleikanna, lítill og ljóshærður kemur til mín og öskrar á mig um að hætta að taka myndir. Ég spurði hann af hverju, hann sagði mér að það væri bannað að taka myndir, nú sagði ég hvar stendur það, ég hef ekki séð það neins staðar. Það stendur á miðanum sagði hann þá, ég sagði það standi ekki á miðanum, þú skalt bara gera eins og þér er sagt öskraði hann. Hann var mjög dónalegur og æstur. Hann fer svo upp að veggnum og starir á mig ég stari auðvitað á móti, kallar hann þá á aðra starfsmenn þarna og byrjar að benda á mig. Ég stend upp og spyr hvað væri eiginlega um að vera, þegar ég kem að honum heyri ég hann segja starfsmönnunum að ef ég tæki myndir þá ætti að taka myndavélina af mér. Ég horfði hissa á hann og spurði af hverju allir mættu taka myndir nema ég. (Dóttir mín sat við hliðina á mér og var að taka myndir en hann sagði ekkert við hana.) Þá sagði hann mér að ég ætti að koma fram með honum og að hann myndi borga mér miðann til baka. Ég hristi bara höfuðið og gekk í burtu. Hann kallaði fleiri starfsmenn til sín og hélt áfram að benda á mig. Þetta er auðvitað lögreglumál.
Mér finnst ekki við hæfi að maður sé að borga offjár til að fara á tónleika og búin að bíða spennt eftir þeim í margar vikur og svo er allt eyðilegt fyrir manni vegna þess að starfsmaður tónleikanna er ekki í andlegu jafnvægi. Það er alveg óviðunandi að það séu starfmenn þarna sem eru ekki starfi sínu vaxnir og auðsjáalega á í einhverju geðrænuvandamáli. Komið var fram við mig eins og ég væri hryðjuverkamaður.
Fólk sem sat í kringum mig komu til mín og spurðu hvort hann hafi virkilega bannað mér að taka myndir þegar allir aðrir voru að því í kringum mig.
Ég reyndi auðvitað að leiða þetta atvik hjá mér en skaðinn var skeður, og dóttir mín var reið alla tónleikana. Á maður von á svona framkomu í framtíðinni á tónleikum á vegum Concerts? Ja ef það verður raunin sleppi ég því að fara.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Nú skil ég þetta almennilega. Náði því ekki hjá Melanie. Þetta er ófyrirgefanlegt. Aumingja þið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.5.2007 kl. 19:48
Þvílíkur dónaskapur.
En velkomin aftur á bloggið. Gott að heyra að það gengur vel með Bagga og að enginn slasaðist í slysinu.
Bestu kveðjur
Kolla, 17.5.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.