26.2.2007 | 21:53
Dagurinn í dag
Það var gott að komast heim um helgina. Beggi fór með vini sínum frá BUGL með sér og gekk allt mjög vel, þeim kemur mjög vel saman. Lögðum ekki af stað í bæinn fyrr en í morgunn. Vissi að ég átti að mæta á fund í morgunn, hélt að það væri um níu leytið en reyndist svo vera kl: 8.00, svo að ég missti af því. Ákváðum að slá tveimur fundum saman í fyrramálið í staðinn, fundur svo aftur á miðvikudag með skólanum hans. Læknirinn er að pæla að setja hann á einhver lyf, það sem hann hefur reynt hingað til hefur ekki haft góð áhrif á hann.
Samverustundin okkar var í dag í hálftíma, ég kom um hálf sex, og byrjuðum að spila, hann var eitthvað þreyttur og pirraður, svo að við hættum og fórum heim. Á morgun ætlar pabbi hans og bróðir hans, hann Edilon að vera í samverustund með honum. Hann verður búin að vera í þrjár vikur á morgunn. Er orðin soldið þreytt á að vera að heiman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta tekur á Margrét mín. Ef útkoman er góð þá er það þess virði. skil að það sé leiðinlegt að vera svona af heiman. bið að heilsa Jóni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.2.2007 kl. 22:07
Æ, ég skil að þú sért stundum þreytt að vera að heiman. En þetta líður
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:14
innlitsknús
Ólafur fannberg, 27.2.2007 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.