Var Mozart með Tourette?

 

 220px-Wolfgang-amadeus-mozart_1

 

Vangaveltur hafa verið uppi hvort Mozart hafi verið með Tourette. Þetta staðhæfir breska tónskáldið James McConnel sem sjálfur er með Tourette heilkenni.

Það er mjög athyglisvert að lesa grein sem Tourette samtökin hafa birt (sjá hér til hliðar í tenglum "Vef Tourette samtakanna"). 

Margt af þessu á við um Begga, og líður manni betur eftir að lesa þessa grein, vitandi að þessar lýsingar sem lýst er, á við þennan sjúkdóm, en að hann sé ekki geðveikur, einsog ég heyrði eina manneskju segja í haust, eða uppeldið að kenna hjá okkur hjónunum eins og ég heyrði líka. Ég er þakklát að það skuli vera búið að greina hann. Þetta er taugasjúkdómur og eins og hjúkrunarfræðingurinn sagði, ætti hann ekki að vera á BUGL en það sé ekki til nein sérúræði fyrir börn með taugasjúkdóma. En það fer vel um hann á BUGL, og er ég þakklát fyrir þá stofunun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég þekki þýskan mann sem er örugglega með Torett. Þetta byrjaði á barnsaldri og er hann með ýmsa kæki. Hann hefur alltaf neitað því að hann sé með þennan sjúkdóm. Strax sem barn var hann lagður í einelti og líka af fullornum manni sem ég þekki. Nú svo í skóla. Honum gekk ekki vel að læra en það kom fram að hann er bráð velgefinn. Hann tók  stúdentspróf eftir að hann var búinn að fara aðra leið í skóla sem leiddi ekki til stúdentsprófs afþví að í Þýskalandi er allt of fljót skilið úr hver á að fara menntaveginn og hver í starfsnám. Nú er hann með einhverja gráðu og stjórnar lestarkerfi í Berlin. Enn er hann með andlitskækina og reynir maður að horfa fram hjá því. Þetta er maður úr þýsku fjölskyldunni sem ég er einginlega hluti af og passaði ég hann stundum þegar hann var lítill. Kveðjur og gangi Begga vel. Það er von á að hægt sé að hjálpa honum. Guð blessi ykkur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.2.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband