21.2.2007 | 16:29
Gengur vonum framar
Ég er loksins búin að fá tölvuna mína úr viðgerð, þess vegna hefur ekkert heyrst í mér í nokkra daga.
Annars gengur rosalega vel með Begga. Þau sögðu að það væri nú leiðinlegt fyrir mig að þurfa að hafa hann þarna inni, en að þeim finnst svo skemmtilegt að hafa hann. Hann er kominn með stafinn "A". Hann hefur ekki fengið einn einasta fýlukall, svo að hann er bara fyrirmyndar barn.
Þau ætla að koma því þannig fyrir að hann lendi í aðstæðum eins og t.d. í skólanum heima hjá sér, til að kenna honum að takast á við þær. Hann kemur oft heim með einhverja speki sem að hann hefur lært hjá þeim, og hann er duglegur að fara eftir þeim.
Hann var hjá sálfræðingi í gær, veit ekki ennþá hvernig það gekk, fæ að vita það fljótlega. Einn vinur hans ætlar með honum heim í sveitina og ætlar að vera hjá okkur um helgina.
Í gær var Beggi og nokkur önnur börn með galdradót og sýndu hinum börnunum og starfsfólki galdur. Beggi fékk að fara í sund í gær, og í dag verður farið í nammi leit í fyrirtæki.
"WE must live with the person
we make of ourselves".
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Frábært að það skuli ganga svona vel! Og húrra fyrir Siv og skóflustungunni líka!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 17:22
Gott að sjá þig aftur hér. En flott hjá Begga að fá A.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.2.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.