15.2.2007 | 11:41
Dagurinn í gær
Var svo þreytt í gærkvöldi að ég nennti ekki að skrifa en hér kemur dagurinn. Það var soldið erfitt að vakna aftur um morguninn. En við drifum okkur á BUGL. Síðan fór ég heim og gerði ýmislegt í tölvunni, ég er orðin ansi háð henni þessari elsku, hún þarf að fara í viðgerð, hún er að detta í sundur, fer í næstu viku.
Fór í hádeginu til Tótu vinkonu, hún er að reyna að klára lokaritgerðina sína í sálfræðinni. Er orðin soldið þreytt, svo að ég fór til hennar svo að hún hafði góða afsökun til að taka sér hlé. Fór þaðan niður á BUGL og var þar í klukkutíma. Beggi var búin að fá leyfi að koma með vin sinn heim með sér.
Jón pabbi hans Begga kom niður eftir og var í smá tíma þangað til við fórum heim á Grettisgötuna, og strákarnir fóru í tölvuna, ég og Jón löbbuðum Laugarveginn, mjög rómantískt. Kíktum í nokkrar búðir og fórum á kaffihús, fengum okkur heitt kakó. Fórum upp á Grettisgötu og náðum í strákana, þaðan fórum við að sækja ömmu Begga og hittum Elínu systir hans á BUGL. Í gærkvöld var fjölskyldukvöld og má hvert barn koma með 5 fjölskyldumeðlimi með sér. Vorum búin að biðja Stebba bróðir hans Begga að koma líka en hann komst ekki vegna vinnu, kannski seinna. Fjölskyldukvöldin eru haldin aðra hvora viku.
Í gærkvöldi var spilað bingó, mjög skemmtilegt að koma saman og kynnast öðrum fjölskyldum, því við erum öll í sömu sporum og erum að glíma við álíka hluti. Jón fékk einn vinning sem hann afhenti Begga, þegar hann opnaði pakkann kom í ljós penniveski. Eftir bingóið var boðið upp á ís og ávexti.
Fjölskyldan dreif sig á KFC eftir á. Var orðin þreytt og sofnað i á meðan ég var að horfa á Jericho, svo ég veit ekki hvernig það endaði.
The promise of a rainbow
is not found in cloud-free days
but in the midst of the storm.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég elska Jerico, ef þú segir mér hvaða þáttur það var skal ég segja þér hvernig hann endaði
Kolla, 15.2.2007 kl. 11:45
Þátturinn sem var í gærkvöldi kl: 22:00. Það væri gott að fá að vita hvernig hann endaði. Takk.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 15.2.2007 kl. 13:00
Hehe, veit ekki hvaða þáttur var í gærkvöldi á Íslandi. En ef þú veist hvernig hann byrjaði get ég sagt þér restina:)
Kolla, 15.2.2007 kl. 14:27
Ok. Þetta er annar þátturinn þar sem þau þurftu að fara í neðanjarðarbyrgið út af geislavirku rigningunni,og þar sem ljóshærða stelpan fór upp í lögreglubílinn með afbrotamönnunum.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:22
Ok. Hetjan okkar kom ljóskunni til bjargar og það var enginn í þorpinu sem veiktist. Næsti þáttur er enþá meira spennandi og þá kemur enþá meira í ljós
Kolla, 15.2.2007 kl. 22:25
Takk fyrir þetta Kolbrún, gott að eiga svona bloggvin.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.