Dagur nr.2

HeartSkutlaði Begga á BUGL í morgun og fór sjálf heim í tölvuna. Ég hringdi svo upp eftir og spurði hvenær ég ætti að koma. Mér var sagt að koma og borða með þeim(ég var nú ekkert ósátt við það enda kjúklingur í matinn). Ég ílengdist og fór að spila með þeim á deildinni þetta fræga spil forsetinn. Það er mjög skemmtilegt spil og skemmti ég mér konunglega. Ég fór um tvö leytið og sótti hann svo kl: 15:30. Begga finnst gaman í skólanum á BUGL. Hann hefur hagað sér vel þessa daga sem hann hefur verið þarna, enda ekki mikið áreiti eins og í venjulegum skólum. Hann skilaði verkefni í dag sem hann fékk broskall fyrir og færist upp á stafinn "B" á morgunn. Hann fær hann ekki fyrr en í lok dagsins en þá getur hann farið í billjard á mánudaginn. Hann er mjög spenntur fyrir því.

Ég sýni honum bloggið sem ég hef verið að skrifa, honum fannst nú hálf asnalegt að ég skildi segja frá brosköllunum, en ég útskýrði fyrir honum að það væri mjög þýðingarmikið að útskýra fyrir fólkinu sem les þetta reglurnar á deildinni. Hann varð svo sáttur við það.

Hann fór í pössun hjá systur sinni á meðan ég fór á BUGL kl: 18:30 í stuðningshóp fyrir foreldrana sem er haldinn á hálfs mánaðar fresti. Þar var prestur og hjúkrunarfræðingur sem leiddu hópinn. Þar getur maður komið með spurningar og hlustað á reynslu annarra foreldra. Mér fannst þessi fundur mjög gagnlegur. Þau eru líka með systkinafundi sem er einnig á hálfs mánaðar fresti, sem geta nýst systkinunum vel, því þau hafa gengið í gegnum ýmislegt í sambandi við erfitt barn á heimilinu.

 Undecided

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Var að sjá að þú ert að blogga Margrét mín. Ég las auðvitð allt sem þú ert búin að skrifa og ég óska þér og Begga alls hins besta. Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.2.2007 kl. 21:19

2 identicon

Þetta er frábært framtak.  Farið vel með ykkur.

Knús Þóra Kristín :)

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband