Munaðarleysingjarhælið í Kalkútta og þorpið Bauri para. Hittum litlu börnin sem eiga að koma til Íslands frá Munaðarleysingjahælinu.

 Myndir á www.margretannie.myphotoalbum.com

 

Fór heim að reikna allt saman sem þurfti að borga út fyrir þorpið, sá að ég yrði í mínus. Ákvað að borga mismuninn sjálf því að ég vildi ekki láta börnin og fjölskyldur þeirra þjást. Það bættust 9 fjölskyldur við sem að þurftu hænur. Svo að ég þurfti að kaupa 56 hænur Ég get aldrei sagt nei þegar ég veit að þau þurfa á þessu að halda bara til að halda lífi.

Ég hringdi svo í bankann minn til að sjá hvort einhver hafði lagt inn á reikninginn eftir að ég fór að heiman. Hvað haldið þið, einn maður sem að hefur styrkt mig vel hafði borgað 20.000 kr. inn á reikninginn, svo að það bjargaði málunum alveg gjörsamlega. Ég gat borgað allt sem ég þurfti að borga.Smile 

Læknirinn kom í skólann til að skoða börnin frá þorpinu og önnur börn í skólanum sem að voru sjúk. Við buðum foreldrum í Bauri para þorpinu að koma og hitta lækninn. En það var einhver annar fundur annars staðar og kom því bara einn foreldri sem ég veit að var með ungabarn með slæman hósta, svo að eg var glöð að hún gat komið. Það kom í ljós að barnið sem er 4ra mánaða var með slæmt bronkítis og systir hans með orma. Oj þeir voru skríðandi úr munninum á henni ú nefinu og um allt op á henni, stórir hvítir ormar. Ég fór í apótekið eftir á og borgaði lyf fyrir 5 krakka. Einn drengur þjáist mjög af næringarskorti og sagði lækninum að þegar ég var ung stúlka í skóla á Íslandi hefðum við krakkarnir fengið lýsispillu á hverjum degi til að fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma og spurði hvort ekki væri hægt að kaupa vítamínstöflur fyrir drenginn til að hjálpa honum á einhvern hátt, honum fannst það góð hugmynd. Á staðnum þarna hjá okkur var apótekari sem að sagðist eiga vítamín í fljótandi formi sem hann sagðist mundi gefa mér til að gefa drengnum. Móður hans var afhent þetta í lok skólans og var hún mjög þakklát.

Þegar ég fór svo í þorpið mitt tveimur dögum seinna kom móðir barnsins sem var með bronkítis á móti mér brosandi og sagði að barnið sitt væri miklu betra eftir að hann byrjaði að taka fúkkalyfin.

Nanda sagði mér að þau segu að byrja á nýrri heilsuáætlun fyrir Antarangskólann. Þau vantar 4.000 kr. á mánuði í viðbót til að gefa börnunum heilsusamlegan mat. Ég er alveg tilbúin að borga fyrir börnin í Bauri para þorpinu, veit ekki hvort ég get borgað fyrir allann skólann. 

Ég fékk tilboð í dagheimilið sem mig langar að byggja í þorpinu. Ég get fengið það á 1.500.000 þús. rúbur. um 3.700.000 ísl. kr. eins og gengið er í dag. Ég hef áhyggjur af öllu þessu ástandi á peningamarkaðnum. Fólk sér sér kannski ekki fært að láta neitt af hendi í þessu ástandi ég kannski bíð í einn til tvo mánuði áður en ég fer að betla peninga fyrir þessu. Vonandi lagast ástandið.

Anila        Indland 089   Indland 081

Anila sem dó.                   Sukumar 4 mánaða            Mondíra 4 mánaða

 

Munaðarleysingjhælið í Kalkútta

Fór fórum þangað með peninga og ég gleymdi myndavélinni. Allir krakkarnir sem eru fötluð hafa stækkað heilmikið. Maya þessi elska sem mig langaði að ættleiða er orðin svo mikil dúlla og mig langaði svo að taka hana heim með mér. Vð sáum þrjú börn sem bíða eftir að komast til Íslands. Tveir strákar og ein stelpa. Þau eru bara æði. Við tókum þau upp og kysstum þau og knúsuðu og þau voru eins og hugur manns. Yndisleg börn, sem eiga eftir að gleðja foreldra sína hér heima.

Anju ætlar að opnar sér reikning fyrir styrktaraðila hér heima. Það verður hægt að borga með barni og ég sé um að koma peningunum til skila til þeirra.

Ég er að hugsa um að vera á munaðarleysingjahælinu í nokkra daga næst þegar ég fer út og hjálpa til þar. Veit ekki hvenær ég fer næst, er að fara í í skóla í næstu viku að læra erlenda farastjórn, og verð að minnsta kosti til apríl. Þetta verður allt að koma í ljós.  Hér eru nokkrar myndir sem ég tók með símanum mínum þar sem ég gleymdi myndavélinni.

 

Myndir úr símanum 045  Myndir úr símanum 041

Maya mín.                            Irani kemur til Íslands

Myndir úr símanum 039Myndir úr símanum 042

Iman  fer til Íslands             Somdip fer til

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

þú ert að gera góða hluti þarna. Börnin eru gull falleg.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.10.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Englar Indlands

Hjálparstarf á Indlandi.

Höfundur

Margrét Annie Guðbergsdóttir
Margrét Annie Guðbergsdóttir

Heimavinnandi (eða þannig) með mörg áhugamál, kvenfélag, líknarfélag, hjálparstarf á Indlandi, kórsöngvari og margt annað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í vinnunni
  • ...dscn0037
  • ...0_n_1167537
  • ..._hvoplarnir
  • Tanja og Úlfur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband