Aftur til Indlands. Ég gat ekkert bloggað síðast þegar ég var úti í mars með Jóni

ég var svo stungin af moskítíflugum að ég var  alveg að gefast upp. Ég og Raghie töldum bitin og voru þau 150. Ég treysti mér ekki að fara á netið hjá honum Dodo, það var allt morandi af moskító hjá honum, ég gat ekki meir. Ég gleymdi að fara með allt moskító dótið með mér, og þetta var útkoman. Ég ætlaði að skrifa þegar ég kom heim en tíminn líður svo hratt og ég er að fara aftur í nótt með Begga og Ólu vinkonu. Það er óþarfi að taka það fram að ég er með fulla ferðatösku af antimoskító dóti,ég ætla ekki að  lenda í þessari martröð aftur.

Ég gerði fullt síðast, ég kom krökkunum í annan skóla og borgaði skólabíl fyrir þau í 6 mánuði. Borgaði mat fyrir þau í skólann, fékk konu til að passa litlu  krakkanna í þorpinu og borgaði mat fyrir þau einnig. Læknirinn kom og sagði að hann væri tilbúin að koma aftur hvenær sem ég bæði hann um það. Síðan hef ég fengið fréttir af því að hann hefur komið tvisvar sinnum síðan að kíkja á þorpsbúana. Það þurftu 38 manns hjálp síðast af 102 manneskjum í þorpinu.

Nú ætla ég að fara og kenna þeim í skólanum ensku og landafræði, ég fór í skólavörðubúðina og keypti enskubók fyrir byrjendur.

Ég ætla að láta sauma á alla krakkanna í skólanum skólabúning þau eru um 130 með börnunum mínum frá þorpinu.

Ég er að reyna að koma dagheimilinu og skólanum af stað til að byggja en það gengur eitthvað seint þarna úti.

Ég fer með peninga á munaðarleysingaheimilið í Kalkútta. Íslendingar eru aftur byrjaðir að fá börn þar og er það mjög spennandi.

 

Nýjasti meðlimur þorpsins fæddist 14. des 2007

Bipasa alltaf brosandi

Indland March 2008 095 

 

 

 

  

 

 

Krakkarnir í bekknum hans Begga söfnuðu  tæplega 20.000 kr. til að kaupa föt og skó á krakkanna og ýmislegt annað til að létta þeim lífið. skóladót og eldhúsáhöld.

Indland March 2008 141 (2)

Krakkarnir glaðir að fá nýju fötin frá 7. bekk Reykholtsskóla í Biskupstungum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skítið áður en þú birtir þetta kom upp eldgömul grein á stjórnborðið mitt frá þér

Ekki vildi ég fá öll þessi moskítóbit. Gangi þér vel. Margrét mín. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.9.2008 kl. 00:21

2 identicon

Love u xxx

Melanie Rose (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Englar Indlands

Hjálparstarf á Indlandi.

Höfundur

Margrét Annie Guðbergsdóttir
Margrét Annie Guðbergsdóttir

Heimavinnandi (eða þannig) með mörg áhugamál, kvenfélag, líknarfélag, hjálparstarf á Indlandi, kórsöngvari og margt annað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í vinnunni
  • ...dscn0037
  • ...0_n_1167537
  • ..._hvoplarnir
  • Tanja og Úlfur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband