Delhi og Dubai miklar andstæður

Dubai 067

Dýrasta hótelið í heimi

 

Við vorum tvær nætur (hótelið var ekkert sérstakt) í Delhí alveg nóg til að kaupa fullt af skóm og heimsækja Chandönu. Skór eru svo hræðilega ódýrir á Indlandi  að ég er hætt að kaupa heima. Bíð bara eftir að fara til Indlands og kaupa. Voðalega mikið úrval í Delhí.

Flugum til Dubai aðfaranótt sunnudags. Fórum frekar snemma á flugvöllinn heldur en að hýrast á þessu blessaða hóteli lengur. Það fór maður frá Skotlandi að tala við mig og spyrja mig hvað ég var að gera á Indlandi. Ég sagði honum sögu mína, og hann skildi ekki  hvernig ég þorði að fara þetta allt ein. Hann spurði um fjölskyldu hagi mína og ég sagpði honum að við hjónin ættum saman lagt 6 börn og 5 baranabörn. Það datt næstum af honum andlitið, og sagði svo. "Já ég skil núna af hverju þú hefur kjarkinn að fara þegar þið eigið svona mörg börn." Fannst það soldið fyndið. Hann spurði mig einnig um manninn minn hvort hann væri alveg sáttur við það sem ég væri að gera. Ég sagði honum eins og rétt er að maðurinn styðji mig og hjálpaði mér í þessu öllu saman.

Komum til Dubai kl: 7:30 um morguninn. Fórum strax á hótelið og fengum okkur morgunverð, á meðan voru þau að gera herbeergið tilbúið. Fórum og lögðum okkur til hádegis og fórum svo út. Andstæðurnar eru auðvitað gífurlegar. Engin fátækt í Dubai, heldur bara ríkidæmi. Við fórum þrisvar sinnum í Besta gerðina af Lexus þegar við vorum að panta leigubíl. Það eru alveg frábærir bílar, hugsa mér að safna fyrir einum svoleiðis.  Byggingarnar eru stórkoslegar þarna, fyrir utan að það er engir glæpir. Það er bannað að drekka þarna nema bara á veitngastöðum og hótelum sem hafa leyfi. Ef þú vilt kaupa áfengi í áfengissölu þarftur að fá leyfi hjá lögreglunni, þú ert tekinn af lífi ef þú finnst með fíkniefni á þér, skiptir ekki máli hvort það er 1 gramm eða 100 kíló þú ert tekinn af lífi. Samkynhneigð er bönnuð. Sagt er að þetta sé öruggasta landið í heimi. Ekkert skrítið þegar maður hugsar um það að flestir glæpir eða um 98%  eru drýgð undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Kom mér soldið á óvart hvað það voru margar konur alveg huldar eða að sumuleyti. Hélt að það væri ekki svo mikið um þaða þar.En svona er þetta allir hafa valfrelsi til að lifa eins og þeir vilja. Margar voru í síðum pilsum. Það var eitt sem mér fannst æðisleg í Dubai að þar var úrvalið af síðum pilsum mikið út af múslima trúnni. Mér finnst svo gott að vera í síðum pilsum og keypti mér nokkur á mjög góðu verði. Loftið er svo tært þarna. Eftir alla mengunina á Indlandi. Bara í Agra er svo mikil mengun að ef þú ert út allann daginn er eins og þú hafir reykt fjórar sígarettur

Við fórum á ströndina, versluðum og fórum í Wild Wadi vatnagarðinn. Það er alveg æðislegt að vera þarna. Algjör paradís. Reyndar fór ég í einu af stærstu rennibraut í heimi. Já góðan daginn. Hélt að það væri nú lítið mál fyrir ungling eins og mig. Ég hélt ég mundi deyja á leiðinni niður. Ég fór svo hratt. Þegar ég hafði svo vit á að lesa bæklingin, kom skýrt fram að ég mundi fara á 80 km hraða niður, sem ég og gerði. En það var frábært að upplifa það þótt ég færi ekki aftur í þetta tæki. Stoppa alveg örugglega í Dubai í hvert skipti sem ég fer til Indlands, svona í nokkra daga upp í viku. Frábært að versla þarna, "shoppers paradise." Fullt af mollum og þar er verið að byggja stærsta moll í heimi sem mun vera með yfir 2200 búðum. Það mun taka okkur 5 heila daga frá morgni til kvölds að fara í allar búðirnar. Fórum í skoðunarferð í einn dag og skoðuðum borgina mjög vel. Það er svo margt hægt að gera þarna. Svo að ég er mjög spennt að fara þangað aftur.

Flugum til London þann 1. nóv. Komum þangað rétt fyrir hádegi, fórum á hótelið og ætluðum bara að slappa af nenntum ekki að fara út einu sinni. Ég sagði við stelpurnar um kl. 2:30 að ég ætlaði að leggja mig í klukkutíma. Sá klukkutími varð að 13 klukkutímum. Vaknaði kl: 4.00 um nóttina til að gera okkur tilbúna fyrir heimferðina. Ég hef aldrei sofið jafn mikið á ævi minni. Ég hlýt að hafa fengið einhvers konar spennufall þegar ég kom til London.

En við erum komnar heim eftir velheppnaða ferð. Ég er strax farin að planleggja næstu sem farin verður í mars. Vonandi verð ég búin að fjármagna skólann og dagheimilið. Soroptomista systur í Mosfellsbæ hafa beðið mig að koma til þeirra og segja frá starfi mínu á Indlandi og eru að hugsa um að hjálpa með fjármögnun. Ekkert ákveðið en þetta er svona hugleiðing. Chanda er með fólk í sigtinu sem að mundi hafa umsjón með verkinu. Þá mundi ég senda peningana gegnum hjálparstofnun þeirra. Þau eru frá Japan og eru með einhverja vinnu þarna úti.

Ég er mjög spennt fyrir þessu og hef margt annað planlagt sem mig langar að verði að veruleika. En húsið sem mun rísa núna, væri hægt að nýta sem dagheimili, skóla og vinnuaðstöðu fyrir fullorðna fólkið í þorpinu á kvöldið.

Chanda spurði mig um hin þorpin í kring. Fólkið þar spurðu hana hvort hægt væri að hjálpa börnum þeirra líka. Sem er auðvitað mjög skiljanlegt. Ég sagði við Chandönu að við skildum fyrst reisa þetta og sjá svo til hvað framtíðin beri í skauti sér. Ef þetta gengur vel þá er auðvitað endalaus verkefni sem hægt er að ráðast í. En ég er mjög spennt fyrir þessu öllu. Mig langar að hafa þetta þorp (Bauri para) sem tilraunaverefni hjá mér. Til að sjá hvað hægt er að gera fyrir fólk til að hjálpa sér sjálft. Það næsta sem ég þarf að gera er að biðja hjálparfólkið mitt úti að tala við allar fjölskyldurnar sem eru 22 samtals, að koma með hugmynd um einhverja starfsemi sem þau mundu  vilja stofna og lána þeim svo peninga fyrir því og sjá hvernig það gengi upp. Þá eru þau að hugsa um sig sjálf en ekki alltaf upp á aðra komin. Þetta er svona hugmynd sem ég hef.

Alvara lífsins tekur við um leið og maður stígur fæti á íslenska grund. Hef ég ekki stoppað síðan ég kom heim. Ætlaði að vera búin að skrifa fyrir löngu en ekki haft tíma. Takk til allra sem haf fylgst með ferðinni og fallegu orðin sem hafa verið skrifuð.

 

 

Dubai 026
Sigling
Dubai 065
Wild Wadi
Dubai 008
Í skoðunarferð
Dubai 010
Við safnið í Dubai

Dubai 039
Þegar þessum turni er lokið á hann
að vera sá stærsti í heimi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er von að það hafi dottið andlitið af manninum. Þú lítur ekki út fyrir að vera margra barna amma Magrét mín. Velkomin heim. Já það er allfaf mikið að gera þegar maður kemur heim. Er það ekki.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.11.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomnar heim úr greinilega frábærri ferð. Þið gerðuð mörgum gott og það er örugglega ánægjulegt og gefur gleði í hjarta.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:28

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Bókaspjallið er komið í gang núna.

Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Englar Indlands

Hjálparstarf á Indlandi.

Höfundur

Margrét Annie Guðbergsdóttir
Margrét Annie Guðbergsdóttir

Heimavinnandi (eða þannig) með mörg áhugamál, kvenfélag, líknarfélag, hjálparstarf á Indlandi, kórsöngvari og margt annað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í vinnunni
  • ...dscn0037
  • ...0_n_1167537
  • ..._hvoplarnir
  • Tanja og Úlfur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband