Miðvikudagur, 24. október 2007
Fórum til Taj Mahal í dag
Fleiri myndir á www.margretannie.myphototalbum.com
Mistókst að setja myndirnar í gær. Komnar myndir af barnaheimilinu líka.
Þótt þetta hafi verið annað skiptið sem ég fór í Taj Mahal þá eru áhrifin jafnsterk og þegar ég fór í fyrsta skiptið. Það er alveg sérstök tilfinning sem kemur yfir mann. Ég varð öll klökk og ég fann hvernig tárin voru að reyna að brjótast fram. Stelpurnar voru fyrir eins áhrifum, erfitt að útskýra af hverju, fólk verður að upplifa það sjálft. Þetta er friðsæll staður með fallegustu ástarsögu sem um getur í sögunni. Maður einhvern veginn upplifir sorgina sem að keisarinn varð fyrir þegar konan hans sem hann elskaði svo heitt dó. Hún lést úr barnsförum þegar 14 barnið þeirra fæddist, hann komst því miður ekki til hennar áður en hún lést, en hún skildi eftir þrjár leiðbeiningar fyrir hann sem hann fékk. 1. Að hann skildi ekki giftast aftur 2. Að hann skildi ekki gera upp á milli barna þeirra (aðeins 6 lifðu af). 3. Að hann ætti að byggja minnisvarða um hana.
Aumingja keisarinn varð svo sorgmæddur þegar hún dó að hann lokaði sig inni í herbergi í heila viku án matar og drykk. Þegar hann loksins kom aftur út var hárið á honum orðið algrátt. Hann byrjaði að byggja Taj Mahal og tók það 22 ár að klára. Sonur hans steypti hann af stóli og setti hann í stofufangelsi í höllinni. Þar sat hann og horfði á Taj Mahal í 20 ár (minnir mig). Eftir að hann lést var hann jarðaður við hliðina á konu sinni í Taj Mahal.
Bandaríkja forseti sagði að það væru til tvenns konar fólk. Þeir sem hafa séð Taj Mahal, og hinir sem hafa ekki séð það. Ég mæli með að fólk setji sér það markmið áður en það deyr að fara og sjá Taj Mahal. Síðan fórum við að skoða Agra Fort. Það er hervirki eða herstöð í dag. Þar var einnig höllinn þar sem keisaranum var haldið í stofufangelsi. Þar sáum við meðal annars herbergið þar sem komið var að honum látnum, og útsýnið sem hann hafði yfir Taj Mahal. Á morgun förum við til Delhí og verðum þar í 3 nætur, þar hittum við Chandana sem er að hjálpa mér með skólann og dagheimilið í Bauri para þorpinu. Við ætlum að funda þar, sýna henni teikningarnar og ræða um fjármálin. Við endum í Dubai, förum þangað 28. okt. og verðum þar í fjórar nætur. Eina í London á leiðinni heim. Ég er ekki viss um að það sé internet á hótelinu í Delhí en nokkuð viss um að það sé í hótelinu í Dubai.
Í keisarahöllinni í Agra
Um bloggið
Englar Indlands
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey ég vissi ekki þetta með Taj Mahal ! Alltaf gaman að læra eittvað nýtt Væri til í að fá að upplifa það að sjá Taj Mahal.
Get ekki beðið að fá múttu heim !! Stelpurnar (Victoria og Emma) eru alltaf að spyrja um þig....er búin að sýna þeim myndirnar....eða aðalega Victoriu. Sýndi henni í gær og útskýrði fyrir henni. Hún sagði "Vá hvað amma er dugleg !" hehe.... Reyndi að sýna henni myndirnar og útskýra án þess að fara að gráta í leiðinni...var soldið erfitt en það hafðist hehe... Ætlum að finna box og safna í hann...leyfa henni að hjálpa smá
Love u og miss u... xoxoxoxoxox
Melanie Rose (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 16:07
Ég heyrði þessa sögu þegar ég var unglingur og heillaðist af fegurð Taj Mahal, held ég viti ekki um fallegri byggingu í öllum heiminum. Góða ferð áfram og góða heimkomu.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:12
Heil og sael Margret min. Ad fa ad upplifa alla tessa storu miklu yndislegu ferd med ter i gegn um netid er meirihattar. Allar myndirnar tinar og frasagnir snerta mann meir en ord fa lyst. Eg er lika buin ad uppgotva ad tu ert ekki adeins engill í mannsmynd heldur erkiengill i mannsmynd, og ert abyggilega su eina sem er i teirri stodu her a jordinni. Megi godur Gud vera afram med ykkur, hlakka til ad lesa meir og skoda myndir. kvedja gudrunhanna.
gudrunhanna (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:55
Jæja nú þarf að lesa nýjasta nýtt á minni síðu. Það eru uppl um uppstokkun í Leshringnum.
Njóttu ferðarinnar.
Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 21:18
Kveðjur frá mér. Flottar myndir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.10.2007 kl. 17:28
Hæ elsku Margrét! Mikið er gaman að geta fylgst með þér hérna. Vá þegar ég var að skoða myndirnar þá rifjaðist bara upp fyrir mér hvað við áttum góðan og eftir minnilegan tíma saman á Indlandi. Fyndið að sjá fólk á myndinum sem ég veit hverjir eru =) Gangi ykkur vel
Kveðja Silja Bára
Silja Bára (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:18
Já, veit hvað þú meinar með tilfinninguna að koma til Taj, maður varð svona glaður og sorgmæddur á sama tíma....hhhumm ég sakna Indlands, dauðöfunda þig að vera þarna, vona að þú hafir það sem allra best í ferðinni.
Ásta Soffía Ástþórsdóttir, 6.11.2007 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.