Það var erfitt að kveðja Bauri Para

                           Komnar myndir á www.margretannie.myphotoalbum.com

Eftir að setja texta við þær og raða betur.Þessar sem eru komnar eru bara frá Bauri para. Hinar koma líklega á morgunn.

                             Indland 2007 031

Við fórum frá Santiniketan á miðvikudaginn og fórum til Kalkútta. Það var mjög erfitt að kveðja alla þar. Ég fór bara að gráta þegar ég var að kveðja alla. Fullorðna fólkið átti líka erfitt og sögðu að börnin munu gráta þegar við værum farin, en ég mun fara þangað aftur í vor. Við fengum lóðina á helmingi minna pening en var í upphafi. Nando og Jamirul fóru að semja við hann og voru að í fjóra tíma. En það hafðist að lokum. Og fáum við lóðina á 30.000 rúbur, sem er u.þ.b. 45.000 kr ísl. Ég held að ég eigi fyrir henni á reikning heima.Svo er bara að hefjast handa með fjáröflun fyrir verkefnið. 

Ferðin til Kalkútta gekk vel, vorum á fyrsta farrými sem er bara þægilegt ekkert svona fyrsta farrými sem við þekkjum heldur á indverskan mælikvarða. Við erum á fínu hóteli, Park hótel. Fyrsta kvöldið sem við vorum hérna var mikill hávaði frá diskótekinu hérna niðri, ég gafst upp kl: 1:00 eftir miðnætti, hringdi niður í lobbíið og spurði hvort tónlistin færi ekki að hætta. Ég útskýrði fyrir honum að við værum ekki búin að sofa almennilega í næstum 3 vikur og við vorum búin að hlakka til að fá að sofa, þess vegna höfðum við pantað gott hótel svo að það yrði alveg pottþétt. Hann sagði að þetta væri búð kl: 2:00. En sagðist ætla að hringj í mig eftir fimm mínútur sem hann gerði. Hann bauð okkur annað herbergi, sem ég þáði með þökkum, það var miklu fínna og fór ég yfir og svaf þar yfir nóttina. Stelpurnar nenntu ekki að færa sig fyrr en um morguninn. Þær sögðu að tónlistinn hefði hætt um kl: 5:00.

Það er Puja hér í Bengal. Minnir okkur á jólin heima. Allir gera hreint fyrir þessa hátíð og allir fá ný föt, borða góðan mat og öll fjölskyldan kemur saman að fagna. Það er mikið um að vera og er allt skreytt með ljósum eins og jólaljósin heima. Allir bankar og fyrirtæki eru lokuð í fimm daga, og eru peningarnir sumst staðar búnir í hraðbönkum.

Við fórum að skoða munaraleysingjahælið sem Álfheiður var á. Það var auðvitað lokað þar fyrir gesti en við fengum undanþágu. Það var soldið reynsla og ýmislegt sem ég hef í huga með það munaðarleysingjahæli. Ég ætla að ljúka þessu hérna núna og byrja á nyrri færslu um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hlýtur að vera sérstök upplifun fyrir Álfheiði að koma á þessa staði.  Gaman að heyra að allt gengur svona vel. Kemur mér ekki á óvart að fólkið hafi grátið þegar þið fóruð, þetta hefur verið fyrir þau eins og að fá heimsókn frá Paradís.  Góða ferð áfram.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 21:43

2 identicon

Knús til ykkar ! Bíð alltaf spennt að lesa meira. Og búin að skoða myndirnar...takk

Love u !! xoxoxoxox

Melanie Rose (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:58

3 identicon

Góðan dag - var að skoða myndirnar - frábært að sjá ykkur að störfum.

Hlakka til að sjá meira - sérstaklega frá barnaheimilinu í Kalkútta.

Góða ferð áfram.

Ingibjörg Stefánsdóttir

Ingibjörg Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:13

4 identicon

Elsku Margrét mín. Eg bid alltaf jafn spennt eftir Indlandspostinum tinum. Ad hugsa ser allt tad sem tu ert buin ad afreka a svo stuttum tima, er meir en eg get imyndad mer ad nokkur geti gert. Eg husa til tin a hverjum degi og allra barnanna sem tu ert buin ad bjarga lifi hja og veita teim framtid. Tu ert eins og eg hef adur sagt engill i mannsmynd, kannski og vonandi eru fleir likir ter til, en grun hef eg um ad teir seu ekki margir. Eg veit ad tu hefur truna a Gud og tad hjalpar mikid, en samt er truin ein og ser ekki nog, okkur er gefinn frjals vilji, sem flest okkar misnota a einn eda annan hatt en ekki tu. Tu vinnur af ollum maetti og salu vid ad bjarga ollum sem tu getur. Hvernig tu hefur kraft i tetta allt getur bara komid fra Gudi og ad vita ad einhver se serstaklega blessadur af Gudi, er god tilfinning, en /ad ert nefnilega tu Margret min sem hefur hlotid tessa nad ad fa kraft til ad vinna svona mikid og gott starf. Eg hef samt grun um ad tu hljotir ad vera ordin treytt, enda ekki skrytid. Elsku Margret min, passadu extra vel upp a sjalfa tig tvi lif svo margra er undir tvi komid ad tu hjalpir. Megi godur Gud vaka yfir ter og ollu sem tu gerir, en tu verdur ad muna eftir sjalfri ter. MUNDU TAD. kaert kvodd ad sinni gudrunhanna.

gudrunhanna (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Englar Indlands

Hjálparstarf á Indlandi.

Höfundur

Margrét Annie Guðbergsdóttir
Margrét Annie Guðbergsdóttir

Heimavinnandi (eða þannig) með mörg áhugamál, kvenfélag, líknarfélag, hjálparstarf á Indlandi, kórsöngvari og margt annað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í vinnunni
  • ...dscn0037
  • ...0_n_1167537
  • ..._hvoplarnir
  • Tanja og Úlfur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband