Föstudagur, 28. september 2007
Brottfarardagurinn nálgast
Fékk smá sjokk í gærdag. Vegabréfin komu ekki með póstinum. Ég hringdi út til Noregs til að fá númerið á ábyrgðarbréfinu, skundaði svo á pósthúsið á Grensásveginum, þau fundu ekkert um bréfið þar og sögðu mér að fara á aðalpósthúsið upp á Höfða. Ég þangað, þar kom í ljós að bréfið var ekki komið til landsins.
Ég fann að ég hvítnaði í framan, starfmaðurinn spurði mig hvort lægi á bréfinu, tárin fóru þá að renna niður kinnarnar á mér og ég bara brast í grát. Ég sá bara fyrir mér að við mundum ekki komast út. Hann var svo yndislegur þessi ungi maður og sagði að hann væri 90% viss um að bréfið kæmi um kvöldið með bílunum frá Leifsstöð. Ég hélt í vonina.
Þegar ég var á leiðinni heim um klukkan hálf sjö um kvöldið, var að fara upp Hellisheiðina þegar síminn hringir og stúlkan í símanum sagði að bréfið væri komið sem ég væri að bíða eftir. Ég sneri við á staðnum og sótti passana. Frábær þjónusta þarna hjá þeim í póstinum. En við erum sem sagt að fara út á sunnudaginn. Ég er búin að fá drög af teikningu af dagheimilinu. Ég er mjög ánægð með hana. Nú þarf bara að sýna hana úti á Indlandi sjá hvernig þeim líst á. Hægt verður að skoða myndir á www.margretannie.myphotoalbum.com
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:31 | Facebook
Um bloggið
Englar Indlands
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gagi þér vel Margrét mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.9.2007 kl. 19:49
Bestu kveðjur til ykkar allra og megi ferðin lukkast 100%
Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 20:10
Bestu kveðjur,fráaloevera vinum á 'Islandi,gangi ykkur vel.Jónína Akranesi.Fyrrum Indlandsfari
Jonina Ingolfsdottir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.