Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Brottfarardagurinn nálgast

Fékk smá sjokk í gærdag. Vegabréfin komu ekki með póstinum. Ég hringdi út til Noregs til að fá númerið á ábyrgðarbréfinu, skundaði svo á pósthúsið á Grensásveginum, þau fundu ekkert um bréfið þar og sögðu mér að fara á aðalpósthúsið upp á Höfða. Ég þangað, þar kom í ljós að bréfið var ekki komið til landsins.

Ég fann að ég hvítnaði í framan, starfmaðurinn spurði mig hvort lægi á bréfinu, tárin fóru þá að renna niður kinnarnar á mér og ég bara brast í grát. Ég sá bara fyrir mér að við mundum ekki komast út. Hann var svo yndislegur þessi ungi maður og sagði að hann væri 90% viss um að bréfið kæmi um kvöldið með bílunum frá Leifsstöð. Ég hélt í vonina.

Þegar ég var á leiðinni heim um klukkan hálf sjö um kvöldið, var að fara upp Hellisheiðina þegar síminn hringir og stúlkan í símanum sagði að bréfið væri komið sem ég væri að bíða eftir. Ég sneri við á staðnum og sótti passana. Frábær þjónusta þarna hjá þeim í póstinum. En við erum sem sagt að fara út á sunnudaginn. Ég er búin að fá drög af teikningu af dagheimilinu. Ég er mjög ánægð með hana. Nú þarf bara að sýna hana úti á Indlandi  sjá hvernig þeim líst á. Hægt verður að skoða myndir á www.margretannie.myphotoalbum.com

 


Ferðatilhögun

Img1871 

Ég ferðaðist soldið með strætó þegar ég fór á milli þorpa og er það bara lífsreynsla sem er frábær.

 Tengdadóttir mín hún Álfheiður kemur með mér en hún er fædd á Indlandi, nánar tiltekið í Calcutta. Vinkona hennar hún Karitas kemur líka. Þær eru báðar 18 ára og tóku sér frí frá skólanum þessa önn til að geta komið með mér. Þetta verður þriðja ferðin mín síðan í fyrra. Ég hreinlega elska Indland, ætla að athuga að kaupa hús þar í þessari ferð. Það eru nokkur hús sem er búið að finna fyrir mig sem ég ætla að skoða.

 

30. sept. Flogið til Gatwick og gist þar eina nótt.

1. okt. Flogið til Dubai og þaðan til Calcutta

2. okt. Lendum í Calcutta snemma morguns og förum þaðan til Santiniketan þar sem við munum vinna í um það bil tvær vikur sem sjálfboðaliðar. Ég mun fá tilboð í dagheimilið sem ég ætla að byggja í Bauri para þorpinu. Munaði minnstu að ferðin yrði ónýt, því að stelpan sem var að teikna dagheimilið lenti í því að tölvan hennar hrundi og harði diskurinn eyðilagðist svo að það var ekki hægt að bjarga neinu og teikningin af dagheimilinu var á henni. Ég fékk nett áfall og var alveg viss um að ferðin yrði farinn til einskis. (Ekki beint en þið vitið hvað ég meina) Jón hringdi þá í einn öðling sem er að læra og ætlar hann að teikna fyrir mig heimilið. Pjú. Þar skall hurð nærri hælum.

17. okt. Förum við til Calcutta. Langar að fara á munaðarleysingjahæli og athuga ástandið þar. Þarf að finna eitt slíkt en það verður örugglega ekki erfitt.

21. okt. Fljúgum við til Delhi og þaðan förum við með bíl til Agra. Skoðum Taj Mahal og nágrennið í kring.

25.okt. Verður keyrt til Delhi, verslað og borgin skoðuð.

28. okt. Fljúgum til Dubai, heimsækja fólk þar sem ég veit um og slappað af.

1. nóv. Fljúgum til London verðum þar eina nótt

2. nóv. Fljúgum heim til Frónar.


Um bloggið

Englar Indlands

Hjálparstarf á Indlandi.

Höfundur

Margrét Annie Guðbergsdóttir
Margrét Annie Guðbergsdóttir

Heimavinnandi (eða þannig) með mörg áhugamál, kvenfélag, líknarfélag, hjálparstarf á Indlandi, kórsöngvari og margt annað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í vinnunni
  • ...dscn0037
  • ...0_n_1167537
  • ..._hvoplarnir
  • Tanja og Úlfur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband