Gullkorn

Ég og Beggi vorum að keyra heim frá kirkju á sunnudaginn, vorum komin undir Ingólfsfjall þegar hann segir allt í einu. "Ég er svo þakklátur fyrir hvað ég á góða mömmu, ég á alveg örugglega bestu mömmu í heimi." Ah en sætt.Er ég komin í hóp með henni Díönu prinsessu? Það væri ekki amalegt. Ætti kannski að fara að hugsa um að stofna félag með bestu mömmum í heimi og hafa minningu Díönu sem heiðurs mamman. Hm... líst vel á það.

Hann er auðvitað bara sætastur í sér hann Beggi minn. Hann er alltaf að koma með eitthvað svona óvænt. Reyndar er mér sagt að hann sé rosalega meðvitaður um tilfinningar sínar og líðan. Ég vona að það verði honum til góðs um ævina. Ég veit að fólk sem er svona tilfinninganæmt getur verið brothætt.

Eins og þið hafið séð hef ég stofnað annað blogg fyrir Indlandsferðina núna í sept. Ég hef þessa síðu núna sem aðalsíðuna en þegar ég fer út læt ég englanna vera aðalsíðan.

Img1730

Þessi mynd tók ég þegar ég fór út í fyrsta skiptið.Krakkarnir eru að bíða eftir einu máltíðina sem þau fengu yfir daginn. Ef máltíð má kalla. Fengu bara hrísgrjón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta á líka að vera svona. Þú ert besta mamman í heimi fyrir Begga þinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.9.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg börnin á myndinni. Við eru komnar í leshring saman þannig að ég sendi þér vinabeiðni.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tölvan tekur ekki við beiðninni, vilt þú prófa??

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband