Eru lífeyrissjóðirnir löglegir þjófar

Ein vinkona mín er komin á eftirlaun og missti manninn sinn fyrir rúmlega þremur árum síðan. Þegar hann lést var hann búin að borga tæplega 5 milljónir inn á lífeyrissjóðinn sinn. Ekkjan fékk borgað úr sjóðnum fyrstu tvö árin, rúmlega 30.000 kr. á mánuði. Eftir það er hún að fá 15.000 kr. á mánuði.

Hvernig geta stjórnvöld látið svona þjófnað óáreitt, loka augunum fyrir því að heilli þjóð er beitt ranglæti, stolið af okkur milljarði og allt löglegt. Það er kominn tími til að við látum í okkur heyra mótmælum þessu órétti sem okkur er beitt í nafni laganna. Það er kominn tími til að stjórnvöld hysji upp um sig buxurnar og fari að vinna fyrir fólkið í landinu. Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkarnir nota ekki þennan málstað í kosningabaráttu sinni? Við hvað eru þið hrædd. Svo er verið að tala um mafíu á Ítalíu, ég get ekki betur séð að hún sé til staðar hér í okkar eigin landi. Lífeyrissjóðirnir eru að hagnast um miljarða og til hvers, í hvað fara þessir peningar ef ekki til lífeyrisþegna. Til hvers að borga í lífeyrissjóði ef maður sér svo aldrei þessa peninga eða þeir sem erfa mann. Og af hverju látum við þetta yfir okkur ganga endalaust?

Fólk er búið að hafa mikið fyrir lífinu í flestum tilfellum og eiga skilið að njóta ávaxta sinna, Þau eiga ekki að þurfa að betla um hverja einustu krónu og kyssa á hönd formanna lífeyrissjóðanna í þakklætisskyni fyrir þá litlu peninga sem þeir henda til fólks af hroka. Af hverju gerum við aldrei uppreisn hér á landi? Er ekki kominn tími til?  

Ég er búin að borga í sér lífeyrissjóð  á Bretlandi í mörg ár, og ég fæ þennan pening óskiptan með hagnaði. Dettur ekki í hug að borga í fleiri lífeyrissjóði hér á landi, hvað sem það kallast.  

a-couple-on-the-dance-floor-~-bcp017-05 Viljum við ekki að foreldrar okkar, ömmur og afa eigi áhyggjulaust ævikvöld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki bara lífeyrissjóðirnir sem eru löglegir þjófar eins og þú nefnir þá, það eru margar aðrar stofnanir eins og bankar sem virðast komast upp með allann andsk....

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Já það eru margir þjófar hér á ferð því miður og ekkert gert í málinu.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 31.8.2007 kl. 14:57

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Margrét.

Ekki tek ég undir þau orð þín að lífeyrissjóðir séu löglegir þjófar. Það sem alvarlegasta í þessu máli að stjórnendur lífeyrisjóða ráða og stjórna þessum sjóðum og skammta sér laun á meðan sá sem þarf á þessum smánarlaunum að halda og getur ekki framleitt sér af þeim eins og þú bendir á.

Ég gerði athugasemd við laun stjórnarmanna á síðasta aðalfundi lífeyrissjóð gildi þá greip einn stjórnamanna inn í umræðuna og sagði að ég væri negatífur að fjalla um laun stjórnamanna. Ég ætti sjálfur að þakka fyrir vell rekin sjóð. Þessi umræddi maður hafi 1 miljón króna fyrir stjórnasetu í lífeyrissjóðnum fyrir 12-15 tíma fundarsetu á ársgrundvelli.

Tökum lítið dæmi með laun framkvæmdarstjóra á ári 19 miljónir 662 þúsund krónur.

Heildarlaun stjórnarmanna 27 miljónir 385 þúsund krónur.

Eins og hérna kemur fram þá eru stjórnarlaun manna í lífeyrisjóði rúmar 27 miljónir króna væri ekki nær að bjóða þetta út og láta banka um þessa þjónustu. það nær ekki tali að rekstur þessar sjóða skuli vera svona.

Ég tek undir með þér Alþingismenn þurfa að taka á þessum málum og breyta lögum þannig að þeir sem borga í sjóðinn geti boði sig fram til stjórnarsetu og hugsað um hag sjóðsfélaga. Ekki að það séu sjálfskipaðir stjórnarmenn verkalíðfélaga og fulltrúa atvinnurekenda sem sitja í þessum sjóðum.

Enn fremur eru eftirlaun skammarlega lá viðmiðunarstuðull sem lífeyrissjóðir byggja á er ekki nema 3,5 prósent á sama tíma og fólk borgar 19 - 20 prósent vexti sem dæmi. Síðan koma allar skerðingar þegar menn hafa borgað í 30 ár lífeyrissjóð þá lækkuðu greiðslurnar um 11,5 prósent.

Ég tek undir með þér fólk þarf að taka sig samann og krefjast breytingar á þessu kerfi þetta kerfi gengur ekki upp eins og því er stýrt í dag.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 31.8.2007 kl. 16:29

4 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Ja hérna, ekki vissi ég að þau hefðu svona mikil laun. Sem sagt erum við að borga stjórnarmönnum öll þessi laun, meðan aðrir herða sultarólina. Og þeir skammast sín ekkert fyrir þetta. Þetta er ekki mönnum bjóðandi lengur. 'eg er alveg sammála þessu sem þú segir um að þeir sem borga í sjóðinn geti boðið sig fram  til stjórnarsetu, kominn tími til að breyta því.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 31.8.2007 kl. 18:02

5 identicon

Heyr heyr! Eins og talað út úr mínum munni! Nú er bara að láta almennilega í sér heyra´og fá pólitíkusana til þess að breyta þessu

Björg F (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 18:50

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Margrét.

Ég get vel skilið að fólk með eðlilega hugsun skilji þetta fyrirkomulag ekki. Þetta eru sjálftökulaun að mínu mati. Til þess að komast hvað þessir fulltrúar launþega verður fólk að mæta á fundi til þess að taka til mál og veita þeim aðhald, Ég hef ætið haft minn sjóð undir gjörgæslu hvað varðar rekstur og annað.

Það skal tekið fram að stéttarfélög og atvinnurekendur skipa þessar stjórnir ekki nóg með það. Þeir eru í vinnu hjá þessum félögum og þiggja þar laun. Því er þetta aukalaun sem þeir þiggja formaður stjórnar hefur 1,5 miljón í laun í vinnutímanum. Síðan eru sumir í stjórnum fleiri félaga og þiggja laun fyrir það. Og félagar stéttafélagana samþykkja þetta.

Enda er ég mjög undrandi á þessu fyrirkomulagi. Það er mín skoðun að ungafólkið sem er að koma á markaðinn muni hafa það betra enn kynslóðinn sem nú er að eldast. Þess vegna þarf ríkið að hlaupa undir bagga með þessu fólki. Enda var það mín skoðun í sl prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég hef ákveðnar hugmyndir um þetta.

Margrét þetta var þörf umræða hjá þér og málefnalegt enn vissulega ósátt með greiðslur úr þessum lífeyrissjóðum. Morgunblaðið mætti taka þessa umræðu upp sem fyrst því óréttlætið er svo mikið að það nær ekki nokkru tali

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 31.8.2007 kl. 20:53

7 Smámynd: Jón Svavarsson

Það er hveju orði sannara, að það þarf að uppræta alla þessa spillingu. Stéttarfélögin eru ekki lengur það sem þau eiga að standa fyrir, þetta eru bara sumarbústaðafélög sem eru með rándýra leigu á bústöðum og VR þar vel á toppnum, það er orðið svart þegar það er ódýrara að fara á fjögura stjörnu HÓTEL en að leigja einn bústað yfir helgi.Síðan eru allir þessir herrar í nefndum og nefnda nefndum og fá margföld laun umbjóðenda sinna, sólunda með sjóði eins og lífeyrissjóðina í allskonar fjármála braski og ef illa fer þá segjast þeir enga ábyrgð hafa. Atvinnurekendur og fjármála menn léku stóran leik er almenningi var leyft að nota KREDITKORT, þannig voru menn búnir að tryggja enn betur að almenningur væri ekki með neitt þvarg og hvað þá að láta sér detta í hug að fara í VERKFÖLL og því um líkt.

Jón Svavarsson, 1.9.2007 kl. 12:49

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Margrét.

Jón Svavarsson talar um um að upprædda spillingu innan verkalýðsfélaga.

Það er rétt hjá Jóni Verkalýðfélög eru orðinn veruleikafyrtir sem umboðmenn launþega. Til að upprædda þetta þurfa félagsmenn að taka saman höndum og bjóða sig fram í stjórnir verkalýðsfélaga og gera grundvalla breytingu á stjórnum þessa félaga. Til þess verða félagsmenn að vera virkir.

Þeir sem hafa haft samband við mig trúa þessu varla. Ég hef bent þeim á að ég er með öll aðalfundargögn um þetta og tölurnar eru hafðar uppúr bókinni. Sumir eru orðlausir og taka það stórt upp í sig og segja þetta vera spillingu

Jóhann Páll Símonarson 

Jóhann Páll Símonarson, 1.9.2007 kl. 18:56

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er skömm af þessu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.9.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband