Ikeaferð.

     Er auðvitað bara frábær. Hringdi í Jón í morgun kl:8 til að spyrja hann hvort hann hafi séð skólaskóna hans Begga. Ekki frsögu færandi nema að ég hafi gleymt að hann væri á Íslandi og ég vakti hann kl: 6 að íslenskum tíma.  Ekki í lagi með frúnna. Crying

     Í gær hringdi Ella Jack í mig og spurði mig hvrt ég þurfti að fara í Kristiansand. Ég sagðist þurfa í Ikea og kaupa 2 borð. Hún þurfti að ná í tölvuna sína. Við  skruppum í Jula og ég keypti samfesting fyrir Begga sem hann þarf að nota í skólanum. Kom í ljós þegar ég kom heim að það var vitlaus samfestingur svo að ég þarf að fara aftur í dag og skila honum.

      Ég og Ella fórum í Sörlandssenter og skoðuðum þar, fengu okkur salat á McDonalds og keypti hamborgara til að fara með heim til Begga sinn.

     Við keyrðum í átt að Ikea komum að gatnamótum en ákváðum að þetta væri ekki rétti vegurinn upp að Ikea og keyrðum framhjá honum. Akkúrat þegar við keyrðum framhjá sáum við að þetta væri rétti vegurin ....Frown  Það verður örugglega hægt að keyra upp um næstu gatnamót......ye right.......þurftum að keyra 20 km þar til við gátum snúið við.....svo að þetta varð um 40 km langur snúnigur...hehehe...en við fengum bara smá bíltút út úr þessu. 

      Komum í Ikea, alltaf gaman að skoða og kaupa svo BARA smá...enda er þetta allt svo ódýrt LoL  Áttaði mig svo á því þegar við vorum að nálgast kassanna að ég hafði gleymt að kaupa borðin sem ég fór í fyrsta lagi í Ikea til að kaupa. Jæja við vorum ekki komin framhjá lagernum svo að við stoppuðum og náðum í borðin. Borðin kostuðu bara 130 kr. hver. Endaði með að ég borgaði 1000 kr. í IKea ætlaði bara að kaupa borðin...en svo vantar manni alltaf svo MIKIÐ Whistling Gott að eiga auka sængur og kodda, lök og kerti þegar maður fær heimsóknir.

Komum ekki heim fyrr en kl:20:00. 

Ég losnaði við 600 gr í gær svo að ég er farin að grennast aftur. Þetta er svo frábær kúr sem ég er á. Tekur um 1 ár að fara í gegnum hann. Hann er franskur og virkar alveg magnað. Hann er ekki komin til Íslands. Það sem er svo frábær með hann að maður fitnar ekki aftur ef maður fer eftir öllum reglum. En samt má maður borða hvað sem er eftir að maður er búin með öll stigin. Wink Mæli eindregið með honum. Einhver þarf að fara og þýða þessa bók. Bókin heitir Dukan diet.  www.dukandiet.com.

Jæja til næst,

Margrét Annie


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

endilega segja manni meira frá kúrnum.

Konný (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband